Samvinnan - 01.02.1972, Page 28
Ari Trausti Guðmundsson:
Vélin
Um þröngsýni og íhaldssemi
í uppeldismálum
Opinber aSall
Við erum fullorðið fólk, talið
þroskað og sér meðvitað um
lífsreynslu sína.
Af ýmsum ástæðum eignumst
við börn.
Börnin reynum við svo að
ala upp eftir beztu getu, höld-
um við, og tekst misjafnlega til.
En það er ekki nema eðlilegt,
segjum við, því mennirnir eru
svo misjafnir að gerð og marg-
ir.
Við reynum að kenna þeim
hvað sé rangt, hvað sé ljótt og
hvað sé fallegt. Hvað þau eigi
ekki að gera og hvað þau eigi
að gera, hvenær þau eigi að
gera eitt eða annað.
Við ákveðum hvað börn eigi
að læra og eins hvernig þau
eigi að læra. Við ákveðum að
miklu leyti hvað þau upplifa og
reynum að innræta þeim, að
foreldrar séu æskilegustu fyrir-
myndirnar og áreiðanlegasta
heimildarfólkið.
Við reynum að móta börnin
í okkar mynd.
Við erum aðallinn og börnin
undirsátar.
HjalaS viS börn
„Ó, hann Nonni er svo líkur
pabba sínum í öllu.“
„Ó, gvuð, hún Sigga mín
saumar alveg jafnvel og
mamma."
„Vertu nú duglegur að læra
biblíusögurnar, annars kemur
kuldaboli."
„Farðu nú út.“
„Vertu góð við mömmu sín.“
„Kondu að borða, farðu að
sofa.“
„Gegndu strax, annars verð-
ur pabbi vondur.“
„Ekki skoða dónaleg blöð.“
„Ég banna þér að hitta þenn-
an strák aftur.“
„Þú mátt ekki ganga á gras-
inu, bara hérna.“
„Passaðu nýju fötin þín, þá
færðu karmelu."
„Þetta er ljótur maður, tal-
aðu aldrei við hann.“
„Þetta er pabba bók, láta
vera.“
„Gúgú, dada, gíddigíddigídd,
baba.“ (Fyrsta árs stig for-
eldra).
Við höldum áfram
Stundum lemjum við börn, en
oftast tuktum við þau heldur
svolítið til. Við gefum þeim
blíðu, þegar við erum í blíðu
skapi. Heimtum að þau séu blið,
þegar þau eru ekki í blíðu
skapi.
Stundum lokum við þau inni.
Við tökum ábyrgð þeirra á
okkur. Líka réttindin.
Við skýlum nekt okkar fyrir
þeim og dyljum ástalíf okkar.
Bönnum þeim að fróa sjálf-
um sér.
Hins vegar búumst við alltaf
við, að þau hafi heilbrigða
skoðun á kynlífi.
Öðru hverju gefum við þeim
aura, þegar allt kemur til alls.
Við búum til stundatöflur
handa börnunum, leikföng,
„skemmtiefni", skólakerfi, has-
arblöð, uppeldisstofnanir, plast-
byssur, siði.
Og kennum þeim að trúa á
eitthvað, gvuð eða peninga,
kærleika eða samkeppni, Andr-
és Önd og pabba og mömmu.
Við búum til ástæður, svo þau
„læri“ allt sem við viljum að
þau læri og verði „þjóðfélaginu
að gagni“.
Við ákveðum gáfnastig barna
og metum svo þroska þeirra
eftir 50 ára gömlum einkunna-
stiga.
Svo álítum við börn hafa
mjög takmarkaða ábyrgðartil-
finningu, samfélagshyggju,
dómgreind, rökfestu, kímnigáfu
og sjálfsákvörðunarrétt.
Við ætlum þeim ákveðin kyn-
hlutverk, „húsmóðurstörf“ eða
„karlmannsf y rirvinnustarf “,
strax í æsku.
Við álítum, að börnin eigi að
vera, með fáum undantekning-
um, ánægð í velferðarþjóðfé-
laginu okkar, með alla hjálp
okkar tryggða.
Svo þegar börnin okkar
skrópa úr skólanum, segja
mömmu og pabba að halda
kjafti, mótmæla kerfinu af öllu
hjarta, drekka brennivín og
hætta að ganga í hnjásíðum
pilsum; þegar þau setja upp
þvermóðskusvip þegar skipanir
eru gefnar; þegar þau verða
pólitísk um fermingu og stinga
af að heiman, eða þegar þeim
líður mismunandi illa frá eins
árs til tvítugs, segjum við til
dæmis:
„Það hlýtur eitthvað að hafa
komið fyrir barnið.“
„Ja, ungdómurinn nú til
dags.“
„Hvað á ég að gera?“
„Gvuð minn almáttugur,
kommúnismi.“
Við erum meirihluti íslenzkra
foreldra.
Hvers vegna?
Sumir hugsa: „Kannski er
ekki allt í lagi, þegar öllu er á
botninn hvolft."
Við álítum okkur, fullorðið
fólk, vera ljós heimsins á sama
hátt og foreldrar okkar gerðu
á sínum tíma.
Við erum fullorðin og reynd
(í lífsins ólgusjó, myndi einhver
segja) og vitum meira en
börnin.
Skaphættir okkar eru þrosk-
aðri og við erum í ráðsmanns-
stöðu gagnvart börnunum.
Og svo eigum við þau.
Með þetta í huga og reyndar
margt annað, erum við viss um
að hafa, frá náttúrunnar hendi,
einræðisvald yfir börnum okk-
ar í nafni kærleika og rétt-
lætis.
En hvers vegna erum við
svona viss um að þetta sé bezta
leiðin við uppeldi barna?
Hvers vegna erum við viss
um, að takmarkalítið frelsi,
sjálfsákvörðunarréttur og
sjálfsábyrgð eigi ekki að vera
undirstöður handleiðslu barna?
Hvers vegna efumst við um,
að barnið sjálft eigi fyrst og
fremst að þróa skaphöfn sína
undir eigin stjórn?
Hvers vegna er ekki allt í
stakasta lagi?
Á 19. öld var fjölskylduvaldið
ráðandi t. d. í Evrópu, þ. e. a. s.
ef litið er á fremur smáar þjóð-
félagseiningar. Uppeldismál,
jafnt hjá yfirstétt sem lægri
stéttum, voru einhliða og alllík.
Föðurvald eða foreldravald afar
sterkt og þekking fólks á flest-
um greinum sálfræði og þjóðfé-
lagsfræðum ákaflega takmörk-
uð. Fólk studdist aðallega við
guðstrú og kristna siðfræði við
uppeldi barna sinna, boð og
bönn. Að auki var þjóðfélags-
aðstæðum þannig háttað á
þessum uppgangstímum aðals
og auðvalds, að mikill hluti
þjóðanna, miðstéttir og öreig-
ar, urðu að treysta á f jölskyldu-
bönd til þess að geta tryggt til-
veru sína. Sú kynslóð, sem nú á
börn á skólaaldri, átti foreldra,
er mótuðust á þessum tímum.
Nú er þjóðfélagið að mörgu
leyti frábrugðið þvi sem þá var
og samskipti fólks auðveldari.
Persónulegt frjálsræði meira.
Við vitum líka meira um
persónumótun og þroskabraut
einstaklingsins en fólk vissi um
aldamótin. Við tengjum loksins
saman þjóðfélagshætti, per-
sónumótun og pólitík.
Lífsskoðun foreldra speglast
í uppeldi barna þeirra.
Foreldrar okkar ólust upp hjá
sínum foreldrum, sem höguðu
uppeldinu eftir innstu sann-
færingu og voru mótuð af þjóð-
félagsháttum síns tíma.
íhaldssemi í uppeldismálum
var eitthvað sterkari þá en nú,
en ég geri eindregið ráð fyrir að
foreldrum okkar hafi þótt sínir
foreldrar vera íhaldssamir. For-
eldrar okkar höfðu rétt fyrir sér
í því. En þeir gera sig seka um
sams konar mistök og þeim
þótti sínir foreldrar gera. Þeir
taka ekki mið af þvi sem gerist
umhverfis, leita ekki ráða,
hlusta ekki á gagnrýni, og allra
sízt hlusta þeir á gagnrýni
barnanna sjálfra.
íhaldssemi í lífsskoðunum er
að minnsta kosti tvíþætt.
Annars vegar er um að ræða
blindu á rök, sem leiða í ljós,
að ég hef haft á röngu að
standa, og hins vegar skortur á
löngun eða hæfileika til þess að
losa mig við skoðanir (eða
breyta), sem mér voru kenndar
án þess að mat mitt hefði áhrif
á slíkt „uppeldi“, meðan á því
stóð. Við erum íhaldssöm, því
þannig vorum við alin upp. Við
höldum síðan fast i íhaldssem-
ina á fullorðinsárum og reyn-
um að færa hana yfir á næstu
kynslóð.
Þess vegna gerum við allt
þetta, sem börn móta tilveru
sína af, en gagnrýna jafnframt
og mótmæla.
Við neitum oft að viðurkenna
(eða skilja), hve stór hluti
skaphafnar mannsins, eins og
við skynjum hana, mótast af
umhverfi, dauðu og lifandi.
Við gerum okkar bezta til að
viðhalda áhrifavaldi okkar og
þróa það, reynum að hafa það
sem víðtækast og skjótvirkast.
Hvers vegna?
Við viljum þroska börnin
okkar fljótt og vel, segjum við,
og höldum um leið dauðahaldi
í fjölskyldukerfið, í óbreytan-
legt skólaskipulagið, í lífsgildi
okkar og allt, sem skiptir
okkur sjálf máli.
Og svo réttlætum við einræði
okkar með því að segja, að við
vitum hvað börnunum er fyrir
beztu, og segjum eftir eigin
geðþótta, að þau hafi erft hitt
og þetta frá foreldrunum.
Ef svo vill til að við upp-
götvum, að við teljumst íhalds-
24