Samvinnan - 01.02.1972, Page 29

Samvinnan - 01.02.1972, Page 29
söm og þá hvers vegna, eigum við afar bágt með að breyta um stefnu og viðurkenna mistök. Við erum jafnhrædd og börnin við að týna sjálfsímynd (iden- titet) okkar. Stundum breyt- umst við. Oftast höldum við þó áfram að gorta af getu okkar i upp- eldisbrögðum og neitum að hlusta eða horfa á staðreyndir. Bregðumst illa við mörgu „nýju“ og „róttæku". Við höld- um áfram að brjóta snyrtilega niður skapgerð, sjálfstæði og hugmyndaheim elsku barnanna okkar. Það er hlutverk okkar. Við erum meirihluti íslenzkra foreldra. Formáli að meiru Eins og áður er sagt mótast lífsskoðanir fólks, sem sumar ganga lítt breyttar í arf frá kynslóð til kynslóðar, að miklu leyti af umhverfi. Ef breyta þarf almennu uppeldi barna, þarf að breyta eða endurnýja lífsskoðanir fólks. Áður en einhver hefur breyt- ingar, þarf að greina og rann- saka það, sem breyta á. í þessu tilviki er það lífsskoðun fólks og þá þjóðfélag þess. Þar með á ég við pólitík. Pólitik er meira en stjórnun- arfræði og hagsýsla. Pólitík er samnefnari fyrir lífsskoðun fólks og skoðanir þess á samskiptum milli fólks í almennu samfélagi. Bygging íslenzks þjóðfélags hefur alltof lítið verið athuguð, enda skortir þá, sem beita marxisma á þjóðfélagsvísindi, áþreifanlega greiningu á ýms- um þáttum þjóðfélagsins, en annað mál er það. Skoðanamyndun og mennta- kerfi er t.d. hluti þess órann- sakaða eða lítt kannaða. Nú er til ógrynni prentaðs erlends máls um almenna þætti skoðanamyndunar og eins um skipulagningu og til- gang menntakerfa, en það gef- ur aðeins tilefni til umræðna og er undirstaða sértækra rannsókna á íslandi. Þær rann- sóknir vantar. Hvað um það, um leið og þjóðfélagsöfl breyta þjóðfé- lagsskipulaginu og valdahlut- föllum í því, er skólakerfi skipulagt á ný, og hægar breyt- ingar verða á lífsskoðunum fólks. Þessum breytingum fylgja frekari pólitískar breyt- ingar. Um leið endurnýjast einmitt skoðanir fólks á upp- eldi, á hlutverki foreldra og fjölskyldu, hlutverki skóla, fræðslu- og skemmtiefni handa börnum. í sambandi við vangaveltur mínar um skóla og uppeldi hér á eftir, ástand og úrbætur, skortir greiningu á ýmsum þáttum þjóðfélagsins. Greinar- stúfurinn verður því varla ann- að en rabb um meira eða minna augljósar aðstæður og úrbætur. Ég gæti ennfremur minnzt á margar hliðar uppeldismála, allt frá foreldrahlutverkinu, sem drepið var á í upphafi, til bandarísks og íslenzks sjón- varps eða ömurlegra barnabók- mennta. Ég læt skólakerfið nægja. Ég tek það fram, að í at- hugasemdum mínum við skóla- kerfið á ég ekki við öll íslenzk börn, alla foreldra, alla kenn- ara o. s. frv., en meirihluta hvers hóps engu að síður. Ef lesandi er mjög ósammála því, sem ég hef haldið fram í greininni til þessa, er honum bent á að byrja á upphafi hennar aftur. Innskot Engir foreldrar samþykkja að þeir séu að brjóta niður barn sitt sem sjálfstæðan einstakl- ing með uppeldinu. Þvert á móti finnst þeim þeir veita barninu alla aðstoð til þess að það þroskist sem fyrst og geti lifað góðu lífi eftir efnum og aðstæðum. Er þá það, sem ég hef sagt hér að framan, rangt? Hugsið ykkur vandlega um: Hve mikil er sjálfstjórn barna og unglinga? Hvert er sjálf- stæði þeirra? Hve oft hindrum við börn og unglinga í að gera eitthvað, sem þau langar til að fram- kvæma (þar á ég ekki við að- gerðir, sem skaða þau líkam- lega) ? Hvers vegna er okkar sið- fræði ávallt réttlát? Hve mikla virðingu berum við fyrir 4 ára barni sem sjálf- stæðum einstaklingi? Hve mikinn þátt fá börn að taka í daglegu lífi „fullorðna“ fólksins? Hvers vegna reynum við að staðla uppeldisþætti? Hvers virði er hugmynda- heimur barna og unglinga? Hvor hefur nær alltaf á réttu að standa, barn eða full- orðinn maður? Hvaðan koma eiginlega allar hugmyndir barna okkar, sem við ekki viljum viðurkenna eða jafnvel bönnum og refsum þeim fyrir að fylgja? Hefur þú einhvern tíma reynt að koma fram við barn eða ungling sem jafningja þinn? Hefur þér aldrei dottið í hug, að viðbrögð þín við framkomu barns stjórni að nokkru leyti atferli þess? Hefur þér aldrei dottið í hug, að framkoma barns eða ungl- ings er oft tilraun til að koma fram við þig eins og jafningja? Ég fullyrði: Við takmörkum frelsi barna og unglinga alltof mikið; við virðum réttindi þeirra og vilja of lágt. Við leggjum okkur of lítið fram við að reyna að standa jafnfætis barni tilfinningalega eða skilja hugmyndatjáningu þess. Þetta á líka við um unglinga og reyndar afstöðu okkar til ann- ars fólks almennt. Sem dæmi um meðferð „fullorðinna" á sér yngra fólki má nefna skólann og menntakerfið. Skólinn Á fslandi er fræðsluskylda. Til þess að börn okkar gætu aflað sér ýmislegrar undirstöðu- þekkingar og þroska skipu- lögðu ákveðnir menn skóla- kerfi, sem átti eftir þeirra mati að uppfylla kröfur okkar. Síðan hefur þetta kerfi þanizt út, og við höfum staðið í þeirri trú að eftir því sem þjóðfélagið breytt- ist með tímanum, þá hafi menntakerfið þróazt í jákvæða átt. Það er tvennt sem einkennir barna- og unglingaskóla á ís- landi (og reyndar skóla í mörg- um öðrum löndum): Kennara- og skólastjóraeinræði ásamt óhagganlegum kröfum á hend- ur nemendum. Kennarinn hefur lögfest al- ræðisvald yfir nemendum, og hann ber að mestu leyti ábyrgð á þroskaferli nemandans, á- kveður hæfni hans og ræður yfir því, hvernig nemandi not- ar og þróar hæfileika sína. Kröfur yfirvaldsins og skip- anir eru óteljandi og mismun- andi harðar. Hins vegar hafa nemendur nær engin réttindi og því síður nokkurt vald yfir eigin málum. Lítum nánar á skólaferil barns frá byrjun til 16 ára aldurs. Kennarinn Algengast er, að börn hafi einn kennara fyrstu árin og jafnvel þar til skyldustigi lýkur. Reynslan hefur sýnt, að þessi kennari kann að vera ákaflega misvel að sér í hinurn ýmsu kennslugreinum. Oft hefur hann enga þekkingu á uppeld- isfræðum og sálfræði. Eftir að hann hefur tekið við stöðu sinni er enginn mælikvarði lagður á hæfni hans og kunn- áttu. Kennarinn getur skipað nemendum að þegja, sitja upp- réttir, læra ákveðnar máls- greinar utanað og fara út úr kennslustofu. Dæmi eru til þess, að kennarar hafi skipt sér af 25 I

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.