Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 32
Þorsteinn Sigurðsson:
Afbrigðilegir nemendur
og samfélagið
Sérhver maður er frábrugð-
inn öðrum mönnum í útliti og
að innri gerð. Þessi mismunur
kemur fram í öllu, sem við tök-
um okkur fyrir hendur, hvort
heldur um er að ræða leiki,
nám eða störf.
Þrátt fyrir þetta höfum við
komið á almennri skólaskyldu
og gerum sömu námskröfur til
nemendanna í trausti þess, að
sveigjanlegt skólakerfi leyfi
nauðsynleg frávik vegna ein-
staklingsmunarins.
Engu að síður er reynslan
hvarvetna sú, að allmargir
nemendur rísa ekki undir hinni
almennu námskröfu, af þvi að
þeir víkja á einhvern hátt frá
venjulegum þroskaferli barna
andlega eða líkamlega ellegar
félagslegar aðstæður eru til
hindrunar. Þetta eru hinir svo-
kölluðu afbrigðilegu nemendur.
Þessir nemendur ná sjaldnast
árangri í réttu hlutfalli við
áskapaða hæfileika sína, ef
þeir búa við venjulegar skóla-
aðstæður. Til þess að þeir kom-
ist til þess þroska, sem efni
standa til, þarf að skapa þeim
uppeldis- og námsskilyrði, er
samræmast hinum sérstöku
þörfum hvers og eins. Slíkar
námsaðstæður eru nefndar sér-
kennsla.
Afbrigði nemendanna eru
margvísleg, bæði að eðli og
stigi, svo bregðast verður við
þeim á mismunandi hátt. Að-
gerðir eru skipulagðar í al-
mennu skólunum að svo miklu
leyti sem þess er kostur, en auk
þess í sérskólum og stofnunum
utan þeirra, þegar um mjög
miklar hamlanir er að ræða. í
siðmenntuðum þjóðfélögum
með þróuð skólakerfi er sér-
kennsla afbrigðilegra nemenda
vel skipulögð og miklu til henn-
ar kostað í mannafla og búnaði.
Á íslandi er sérkennslan van-
ræktasta og vanþróaðasta svið
skólamálanna, þegar á heildina
j er litið, þótt ánægjulegar und-
antekningar megi finna. Ég
hef hvorki í hyggju að lýsa
ástandinu eins og það er í dag
rfe tilfæra dæmi um píslar-
göngu einstakra afbrigðilegra
nemenda og forráðamanna
þeirra milli heródesa skólakerf-
isins og pílatusa annarra sam-
félagsstofnana — einfaldlega af
því að ég hef engan þann fyrir
hitt, sem ekki hefur talið stór-
felldra umbóta þörf á þessu
sviði, hvað þá að nokkur hafi
í mín eyru mælt ástandinu bót.
Af þessum sökum, og með
skírskotun til gildandi fræðslu-
laga, gef ég mér þá forsendu,
lesendur góðir, að við séum
sammála um, að öllum börnum
beri að veita tækifæri til náms,
hvort sem þau eru heil eða van-
heil, og rétt sé að stefna að því
að koma hverjum einstaklingi
til þess þroska, sem hæfileikar
hans leyfa.
Og þess vegna sný ég mér
beint að því að ræða um fram-
tíðarlausn og draga upp mynd
af sérkennsluþjónustu, eins og
ég tel að hún eigi að vera (sjá
yfirlit).
Þjóðfélag okkar er á margan
hátt svo sérstætt, að beinar
fyrirmyndir verða ekki sóttar
til annarra þjóða. Við hljótum
þó að reyna að aðlaga það
bezta, sem við þekkjum erlend-
is frá, okkar sérstöku aðstæð-
um. Auðsætt er t. d., að við
verðum að tileinka okkur þau
nýju viðhorf í heilbrigðis- og
uppeldis- og félagsmálum,
sem fólgin eru í því að
skoða málin i stærra samhengi
en áður. Þessi viðhorf krefjast
þess að horfið sé frá hinu
þrönga, hefðbundna skóla-
mynstri við lausn vandamála
ýmissa hópa þroskahamlaðra
einstaklinga. Hvort tveggja er
að byrja verður miklu fyrr að
sinna einstaklingunum en nú
er gert og hafa verður hönd í
bagga með þeim löngu eftir að
námi þeirra lýkur.
Rétt er að leggja áherzlu á
tvennt í þessu sambandi, ann-
ars vegar hvers konar varnað-
arstarf í forskólastofnunum og
almennu skólunum til að
hindra að upp komi náms- og
aðlögunarörðugleikar og hins
vegar spj aldskrárgerð um
þroskahömluð börn, svo unnt
sé að ná til foreldra þeirra
með ráðgjöf strax og þroska-
hömlunin uppgötvast og hefja
réttar uppeldisaðgerðir á kjör-
tíma í vexti barnanna.
Fámennið og dreifing byggð-
arinnar gerir skipulag og fram-
kvæmd nauðsynlegrar sér-
kennslu að vísu erfiða á marga
lund, þótt fólksfæðin og hin
sérstæða menning þjóðarinnar
hafi á hinn bóginn augljósa
kosti í för með sér. Af ca.
36.500 nemendum á skyldustigi
eru u. þ. b. 21.500 á Reykjanes-
svæðinu, þar af tæp 20 þúsund
i Stór-Reykjavik. Þetta svæði
hefur því algera sérstöðu, af
því að þar er hægt að halda
uppi marggreindri sérkennslu
við beztu skilyrði. Öðru máli
gegnir um hina hluta landsins.
Þar verður alls ekki komið við
þjónustu við fámennustu hópa
afbrigðilegra nemenda, sem
mikla sérhæfingu þarf til að
kenna, og í vissum landshlut-
um verður sérfræðiaðstoð,
hverju nafni sem nefnist, mjög
vandfengin um fyrirsjáanlega
framtíð.
Flest rök hníga í þá átt, að
sérkennsluna sé hyggilegast að
skipuleggja fyrir landið í heild.
Að Reykjavík undanskilinni
getur naumast nokkurt fræðslu-
hérað — né samtök fræðsluhér-
aða — leyst þennan vanda við-
unandi útaf fyrir sig. Víðtækt
samstarf þarf því að takast
milli hinna ýmsu fræðsluhér-
aða innbyrðis og milli fræðslu-
héraðanna og stofnana á veg-
um ríkisins.
En nú skal vikið nokkrum
orðum að yfirlitinu yfir sér-
kennsluþjónustuna á bls. 30.
A. StuSningskennsla í
almennum skólum
í almennum skólum þarf að
vera kostur á stuðningskennslu
fyrir nemendur, sem eiga í
námsörðugleikum, eru haldnir
málgöllum eða lenda í aðlög-
unarvanda. Þessi stuðnings-
kennsla færi að jafnaði fram í
sérstaklega útbúnum vistarver-
um í skólunum og þangað
sæktu nemendurnir nokkra
tíma á viku meðan þörf gerðist,
en fylgdu að öðru leyti kennsl-
unni í eigin bekk. Nemendum
úr skólahverfum, þar sem
stuðningskennslu verður ekki
við komið, yrði að koma fyrir
í heimavist eða fóstrunarkerfi,
þar sem sérkennsluaðstaða
væri fyrir hendi.
B. Sérbekkir í almennum
skólum
Ef vandkvæði nemendanna
eru svo mikil, að stuðnings-
kennsla gefur ekki fullnægj-
andi árangur, verða þeir að
eiga kost á vist í viðeigandi sér-
bekk i almennum skóla. Þessir
sérbekkir geta verið af ýmsu
tagi, og er nemendafjöldinn frá
5—15 eftir því hve sértæk
kennslan er:
þroskabekkur fyrir börn, sem
ekki hafa náð skólaþroska við
upphaf skólavistar,
lesbekkur fyrir börn, sem
eiga við sérstaka lestrar/skrift-
arörðugleika að striða,
hjálparbekkur fyrir börn, sem
eru tornæm vegna minni hátt-
ar greindarskerðingar,
athugunarbekkur fyrir börn
með svo mikil hegðunarvand-
kvæði, að truflun veldur í
venjulegum bekk,
heyrnardaufrabekkur fyrir
heyrnarskert börn, sem ná ekki
viðunandi árangri í venjuleg-
um bekk,
sjóndapurrabekkur fyrir börn
með svo alvarlega sjóngalla, að
þeim nýtist ekki kennsla í
venjulegum bekk,
hreyfihamlaðrabekkur fyrir
börn, sem eru svo fötluð, að þau
þurfa sérstakan búnað í
kennslustofunni.
Þar sem aðstæður leyfa ekki
myndun sérbekkja nema í fjöl-
mennustu skólahéruðunum,
verður að leysa vanda strjál-
býlisins með heimavistun eða
fóstrun í fjölbýlinu, ef heiman-
akstri verður ekki við komið.
Sálfræðiþjónusta skólanna
Sálfræðilegar rannsóknir og
greiningu á vandkvæðum nem-
enda ásamt ráðgjöf um náms-
aðstæður til foreldra og skóla-
yfirvalda annaðist sálfræði-
þjónusta skólanna (sbr. grunn-
skólafrumvarpið). Hún þyrfti
auðvitað ekki að sinna nem-
endum með minni háttar
námsörðugleika eða talgalla, en
á hinn bóginn ætti engan nem-
anda að vista í sérbekk, nema
að tilvísan sálfræðiþjónustunn-
ar. Einnig fengi hún til með-
ferðar alla nemendur með
hegðunarvandkvæði aðra en
þá, sem geðdeild barna og ungl-
inga hefði með að gera, og í
Reykjavík væri eðlilegt, að eitt
athugunar- og meðferðarheim-
ili fyrir taugaveikluð börn væri
á vegum sálfræðiþjónustunnar.
C. Sérskólar — sérkennslu-
miSstöð
Ekki er unnt að kenna öllum
afbrigðilegum nemendum í al-
mennum skólum, þótt slíkt sé
auðvitað æskilegast. Afbrigði-
legustu einstaklingunum verð-
ur að búa uppeldisaðstöðu utan
þeirra, og ber þar margt til,
m. a. lítil tíðni hinna alvarlegri
afbrigða, mikil þörf á læknis-
fræðilegri, sálfræðilegri og fé-
lagsfræðilegri þjónustu og sið-
ast en ekki sizt vandasöm, sér-
hæfð og kostnaðarsöm kennsla.
Fjöldi þeirra einstaklinga,
sem hér um ræðir, er ekki meiri
en svo hér á landi, að eðlilegt
er að koma á fót einni sam-
28