Samvinnan - 01.02.1972, Síða 36

Samvinnan - 01.02.1972, Síða 36
áður, og verkkunnáttukröfur eru nú slíkar, að langa þjálfun þarf til að uppfylla þær. Af þessu leiðir, að þjóðfélagið krefst þess, að unglingar séu börn löngu eftir að náttúran sjálf hefur útskrifað þá sem fullgilda menn og konur. Við sjáum af þessu, að viðkvæm barnslundin hefur mörg horn að reka sig á; mótunin er svo hröð og óvægin, að eðlilegt er, að margur kveinki sér undan. Hópurinn sem er þjakaður af minnimáttarkennd vex þvi stöðugt; að því vinnur skóla- kerfi; að því vinnur krafa um hraða verkkunnáttu á gjörsam- lega ókunnum sviðum. Nú, gleymum því ekki heldur, að uppeldi baina færist æ meir á hendur barna. Ég á við, að áður glímdu faðir og sonur við vandamálin, sem upp komu, nú sonurinn og einhver félaginn á götunni. Barnaskapshegðunin hlýtur því að aukast, annað væri hreint út sagt óskiljan- legt. Enn er það ekki í tízku, sem hlýtur þó að reka að, að væna þá einstaklinga, sem undirmálsmenn eru, um and- lega getu og þroska. Þetta fólk sér, að öðru jöfnu, um fjölgun þjóða, uppeldi stærri og stærri hluta æskunnar. Enn vil ég draga tvo pensildrætti í þessa mynd. Sá hluti hinna eldri, sem helzt skiptir sér af unglingun- um og erfiðasta aldri þeirra, er sá sem ekki fellur i jafn- aldrahópinn, vegna vanþroska, leitar sér jafningja í lægri ald- urshópunum. Því meiri sem van^roskinn er, því hættulegri eru þessi áhrif. Seinni pensil- drátturinn er, að fleiri og fleiri börn eru svipt heimilum sin- um vegna skilnaðar foreldra, drykkju eða slíkra sjálfselsku- hátta. Vanmáttarkenndin Ef ég leita að samnefnara fyrir vandamál þeirra unglinga, sem starf mitt kemur mér í kynni við, þá er hann án alls efa vanmáttarkenndin. Sem svar við henni hlýtur æsku- lýðsstarf, fyrir þessa unglinga, að miðast. Lika björgunarstarf- ið. Nái það þvi ekki, þá er starfsemin aðeins peninga- eyðsla og til ógagns. Fyrir nokkrum árum bar ég fram þá tillögu, að borginni yrði skipt í nokkur hverfi, og í hverju þeirra kysu foreldrar sér ráð, sem sæju um öll æsku- lýðsmál á viðkomandi stað. Foreldrunum sjálfum yrðu fengin þessi mál í hendur til úrlausnar og eftirlits. Ég hugs- aði mér þetta á þann veg, að leitað yrði eftir áhugamönnum innan hóps foreldranna, á ýms- um sviðum, og hinum yngri síðan boðin þátttaka eftir því sem hugur og hæfileikar stæðu til. Fyrstan tel ég þann kost- inn, að foreldrar gerðu sér ljóst, að æskulýðsmál eru ekki eitt- hvað sem þeim komi ekki við. í annan stað kemur, að fjöldi hæfileikafólks mundi koma til starfa í stað aukavinnusnapara. Hugsið ykkur, ef þeir sem á- huga hafa á skólamálum tækju að koma saman, ræða árangur náms barna sinna og leiðbeina þeim heimilum, sem vanrækja þennan þáttinn. Hugsið ykkur líka, ef innan veggja skólanna væri einhver „afi“ eða „amma", sem börnin gætu snúið sér til, rætt við vandamál sín, hlotið leiðbeiningar. Ég er viss um, að þá þyrfti færri börn að leita til sálfræðinga og fylla þau þar vissunni um, að þau teljist ekki eðlileg. Ég teldi að ávinningur væri að því, ef iþróttamenn hverfanna tækju að sinna hin- um yngri, leiða þá til leiks. Nú gæti einhver spurt, hvar ég ætli svona starfi stað. Húsin eigum við. Við eigum skólana, og við eigum safnaðarheimilin. Öllu æskulýðsstarfi, hverju nafni sem nefnist, yrði þannig stjórnað frá einni og sömu hendi, það er foreldraráði hverfanna. Allt annað æsku- lýðsstarf yrði með öllu bannað og því banni fylgt eftir. Full- trúar foreldraráðanna myndi síðan æskulýðsráð, stofnun sem verði gerð óháð duttlungum pólitískra prilara. Ég trúi ekki öðru en foreldraráðunum yrði það léttur leikur að sjá um, að aldurstakmörkunum að húsum skemmtanaiðnaðarins verði hlýtt. Það er furðulegt, að 14 ára börn, telpur, skuli vera leik- föng stútungskarla á sumum vínveitingahúsanna. Ekki þurfa þær annað en segja dyravörð- um, sumum, að þær séu í fylgd með Gunnu eða Möggu, þá opnast allar gáttir. Starfskynningarstöð Foreldraráðunum ætla ég og það hlutverk að leita úrlausnar þeirra vandamála, sem nú er skotið beint til barnaverndar- nefnda og fræðsluráða. Slikt yrði vænlegra til árangurs, þar eð þeir, sem um fjölluðu, hefðu að öðru jöfnu nánari kynni af vandamálinu, sem við er glímt hverju sinni; eldurinn brennur þeim nær. í beinu framhaldi af þessum tillögum lagði ég aðrar fram um starfskynningarstöð. Hugsaði dæmið útfrá þörf Reykjavíkur og tók því Saltvík inn í myndina. Ráfandi at- vinnulausum unglingum fjölg- ar, og mun fjölga, í sumarleyf- um skólanna. Þessi leyfi hélt ég, að bezt yrðu nýtt til kynn- ingar þeirra atvinnugreina, sem unglingarnir eiga um að velja. Sumir þessara þátta færu mjög vel í Saltvík, og furðulegt má það vera, ef atvinnuvegirnir fengju ekki áhuga á að vinna þessu máli. Ég ætlaði þeim framkvæmdina, borginni að- eins að leggja aðstöðuna til. Þetta hefur þótt bjánalega mælt og aðeins nýttur þáttur- inn, sem átti að vera til til- breytingar, þáttur helgarmóta. Ég veit vel um skólagarðastarf- semina. Hún er góð, svo langt sem hún nær, handa lægri ald- urshópunum; hinum eldri hæf- ir hún alls ekki. Það er nötur- legt að lesa ritgerðir, t. d. 14— 15 ára krakka, um „sumarstarf“ þeirra í skólagörðunum. Slík reynsla vekur ekki til ábyrgðar. Hér að framan hef ég rætt mest um hið fyrirbyggjandi starf, starfið sem ég tel að helzt myndi fækka tölu hins niður- brotna, vanmegna lýðs, sem ekki kemst af æskuþroskastigi án hjálpar. Þeir eru margir, þvi miður, sem fylla þennan hóp nú. Af þeirri skoðun minni, að sameiginleg langflestum þessara unglinga sé uppgjöf gagnvart lausn þeirra vanda- mála sem við þeim blasa, leið- ir, að endurhæfingin verður að fela í sér örvun til sjálfsvirð- ingar og um leið veita þá vissu, að unglingurinn sé jákvæður þátttakandi ákveðins hóps inn- an þjóðfélagsins. Sjósókn Að þessu verður bezt unnið í einangrun og í glímu við ný störf við hlið fullorðinna. Eng- an stað veit ég vænlegri tii slíks en skip á sjó. Það er un- aðslegt að sjá, hvernig nokk- urra mánaða dvöl á sjó gjör- breytir sumum þessara ungl- inga, gerir þá að nýjum mönn- um. Þeir finna að starf þeirra hefur gildi fyrir þjóðfélagið, og slikt vekur þeim gleði. Þegar þeir koma aftur til baka, eru þeir orðnir stórir af öðru en fiflalátum í augum jafnaldra sinna. Þurfa ekki að hafa þau í frammi til þess að hljóta þá virðingu, sem allir ungir þrá. Þetta er dýrt, það ®r rétt, en hversu dýrt er þjóðfélaginu að ala upp vandræðalýð sem það losnar aldrei við? Hér er eitt verkefnið enn fyrir foreldraráðin. Ef þú lætur frá þér heyra, þá næst þetta fram; annars deyr það og fleiri og fleiri unglingar lenda á sundi í svaðinu. Kannski þitt barn eða barn vinar þins, allavega samarfi þinn til gæða þessa lands. Hann mænir til þin, vanmáttarlýður- inn 1972, og hrópar á þig: Réttu mér hönd. Hvað ætlar þú að gera? Sig. Haukur Guðjónsson. 32

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.