Samvinnan - 01.02.1972, Síða 38
árunum 1962—70 var byggt
dagheimili fyrir 40 börn og
leikskólar fyrir nímlega 100
börn í Kópavogi, en það er
mun meira en nágrannasveit-
arfélögin gerðu í þessum mál-
um á sama tímabili. Þetta er
þó að sjálfsögðu aðeins brot af
þörfinni, eins og ofangreind
könnun sýnir ljóslega.
Sveitarfélögin ein?
Allt fram til þessa hafa sveit-
arféiögin ein eða áhugamanna-
félög staðið fyrir rekstri dag-
heimila og í mörgum tilfellum
byggt sérstaklega yfir þessar
stofnanir. Á Norðurlöndum öll-
um utan íslands tekur ríkið
mikinn þátt í byggingu og
rekstri dagheimila. Árið 1963
bar ég fram í bæjarstjórn
Kópavogs tillögu, þar sem skor-
að var á ríkisvaldið að greiða
helming af byggingarkostnaði
þessara stofnana og hluta
rekstrarkostnaðar. Tillagan var
samþykkt samhljóða. Nokkru
síðar var hún borin fram á
þingi Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga. Þar fékk tillagan
hins vegar heldur óblíðar mót-
tökur, og var henni breytt þar
á þann veg, að ekkert gagn var
í henni lengur.
Einar Olgeirsson o. fl. báru
alloft fram frumvarp til laga á
Alþingi, sem var svipaðs efnis,
en náði aldrei fram að ganga.
Ný stjórn, breytt viðhorf (?)
Þeir, sem ráðið hafa stefnu
í dagheimilamálum okkar, hafa
fyrst og fremst tekið mið sín
af þeirri veröld, sem þeir ólust
upp i, og hafa verið seinir að
átta sig á breyttum tímum.
Þeir hafa ekki enn áttað sig
á því, að dagheimilin eru orðin
góðar og mikilvægar uppeldis-
stofnanir, sem hafa jákvæð
áhrif á þau börn, sem dveljast
þar. Þeir hafa ekki heldur áttað
sig á því, að ungar stúlkur
kref jast þess í vaxandi mæli að
geta unnið utan heimilis.
í öllum stjórnmálaflokkum
vantar enn töluvert á, að næg-
ur og almennur skilningur sé
á mikilvægi þessa máls. Þetta
er þó í mjög misríkum mæli.
En nú eru e. t. v. að verða
þáttaskil i þessu máli. Ríkis-
stjórn sú, sem nú situr við völd,
hefur lýst því yfir, að hún muni
vinna að jafnrétti kynjanna og
setja löggjöf um þátttöku ríkis-
ins við byggingu og rekstur dag-
heimila. Hér er ríkisstjórninni
mikill vandi á höndum, þvi alls
staðar blasa við verkefni.
Þátttaka rikisvaldsins i bygg-
ingu og rekstri dagheimila er
þó miklu meira en spurning um
fjárveitingu. Með þessu er verið
að ætla dagheimilum mun
meira hlutverk í þjóðfélaginu
en þau gegna nú. Jafnframt
verður því að vinna á skipuleg-
an hátt að því, að hin nýju
heimili leysi verkefni sín vel
af hendi. Þetta hlýtur að krefj-
ast þess, að fagleg yfirumsjón
sé með þessari starfsemi, sem í
senn felur i sér ráðgefandi
starf og eftirlit.
Allir þeir, sem eiga nokkuð
undir því, hvernig þessi mál
skipast á komandi árum, verða
enn sem fyrr að berjast ötul-
lega fyrir framgangi málsins,
m. a. með því að gæta þess, að
ríkisstjórnin hviki ekki frá of-
angreindri stefnuyfirlýsingu.
Svandís Skúladóttir.
34