Samvinnan - 01.02.1972, Síða 46

Samvinnan - 01.02.1972, Síða 46
nokkru getið. Helzt er, að hann sé nefndur lauslega sem ómiss- andi fyrirvinna. Komi hann nánar við sögu, leynir sér ekki, hver er munur pabba og mömmu: „Guð hjálpi mér“, sagði mamma. „Ef þau hafa nú dottið í ána.“ „Það er engin hætta“, sagði pabbi. „Þau kunna bæði vel að synda. — „Og viltu samt, að Sigurður Ieggi Iag sitt við hann?“ spurði mamma, undrandi. „Hann get- ur orðið góður drengur, þó að hann hafi einu sinni gert eitt- hvað af sér. Við skulum sjá til“, sagði pabbi. Pabbi er rólegur: Pabbi var miklu rólegri en mamma. Mamma grætur: Tár- in runnu í sífellu niður kinnar hennar. Börn Þegar litið er á atferli drengja og stúlkna, kemur i ljós að það er í samræmi við þá mynd, sem dregin hefur ver- ið upp af foreldrum. Stúlkur leika sér að brúðum: Dóra átti áður tvær brúður, en hún á aldrei of margar brúður. Dóru þykir svo gaman að brúð- um. Drengir leika sér að bílum, bátum, flugvélum: Annar strákur var með stóran bíl. Stúlkur passa börn: Ása er að gæta hennar fyrir hjónin á Hjalla. Ása er svo hjálpfús; þær hjálpa til við heimilisstörf- in: Hún hjálpaði ömmu sinni að þurrka rykið af húsgögn- unum; og þær fara í sendiferð- ir: Stína hafði líka nóg að gera. Þegar hún var ekki að gæta Kalla, fór hún í sendiferðir fyr- ir ömmu sína; en drengir fara á sjó: Siggi fór oft í róður með afa; þeir smiða: Smára þykir gaman að smíða; fá að fara í flugferð: „Ég flaug með honum Sigga flug...“, sagði Bjössi; þeir leika sér í fótbolta: Á hverju kvöldi fór Siggi í knatt- spyrnu með strákunum í þorp- inu. Framtíðardraumarnir eru eðlilega með sama sniði. Stúlk- urnar eru látnar segja: „Mig langar til að verða hjúkrunar- kona og hjúkra litlum börn- um.“ — „Já, fríð og góð frú, það vil ég vera“, segir Ása; en drengirnir: „Ég ætla að verða bílstjóri, þegar ég er orð- inn stór“; annan: langaði til þess að verða bóndi og eiga fallegt bóndabýli og margar skepnur; og: Þorri verður sjó- maður eins og pabbi. Sjaldgæft er að stúlkur og drengir leiki sér saman. Stúlkur fara ekki inn á verksvið drengja, þvi að: Fjóla gefur Óla fjöður og fjöl, til þess að hann geti smíðað sér bát. Eins gæta drengir þess að halda sig við það, sem karl- mannlegt er talið: „En þú kannt ekki heldur að leika þér að brúðum“, sagði Ásta. Kubbi fussaði fyrirlitlega. „Ertu alveg frá þér? Ég mundi aldrei leika mér þannig“, sagði hann. Auk þessara dæma má bæta við, að drengir hlaupa, synda, ólátast, syngja hátt, borða mikið, eru latir að þvo sér, brjóta og stríða stelpum, en stúlkur tína blóm, róla sér, baka, gæla, hlusta, horfa á, eiga bágt, gráta og vilja vera fínar. Rétt er þó að geta þess, að til eru undantekningar frá þessari mynd, en þær eru svo fáar, að þær breyta í engu heildar- svipnum. Óeðlilegt misræmi Sú þjóðfélagsmynd, sem hér hefur verið lýst, verður að telj- ast mjög óeðiileg með tilliti til raunveruleikans, og eins verð- ur að ætla, að hún geti átt sinn þátt í að viðhalda ríkjandi skoðunum á félagslegri skipt- ingu kynjanna. Athugavert er, hversu mikið misræmi er milli fjölda frá- sagna af hvoru kyni fyrir sig. Tækifæri drengja til að bera sig saman við eigið kyn eru að vísu tiltölulega fábreytt og gefa ónóga mynd af tækniþjóðfélag- inu með öllum sínum möguleik- um, en þó er aðstaða þeirra stórum betri en stúlkna, þar sem sú mynd, sem að þeim snýr, er svo einhliða, að ætla mætti af henni, að óþekkt sé næstum, að konur starfi utan heimilis. Furðu gegnir, að hvergi skuli getið um einstæða foreldra né fósturbörn, svo al- gengar sem slikar aðstæður eru. Hvað snertir viðhorf til fjár- muna, má með sanni segja, að það verði sízt til að auka skiln- ing barna á meðferð peninga, sem ekki væri vanþörf á. Þeg- ar litið er á foreldrana, er auð- velt að gera sér i hugarlund, hver verður afstaða barnanna gagnvart þeim. Faðirinn er sá, sem aðdáun vekur. Hann er skynsamur og til hans er leit- að, er mikið liggur við. Hins vegar er móðirin, sem óneitan- lega stendur föðurnum að baki, ómissandi i daglegu amstri. Þegar drengir og stúlkur eru borin saman, sézt, að drengir búa sig undir forystuhlutverk- ið. Það eru þeir, sem ætla „að verða eitthvað", á meðan sjálf- sagður vettvangur stúlknanna er heimilið. Við samningu lestrarbóka sem þessara hlýtur að vera sanngjörn krafa, að þess verði gætt, að hlutfallið sé sem jafn- ast milli frásagna af stúlkum og drengjum; að lesa megi um drengi, sem taka þátt í heim- ilisstörfum og gæta barna, og stúlkur, sem starfa utan heim- ilis. í þjóðfélagi okkar tíma, þar sem flest störf standa opin báðum kynjum, verður að gera sem jafnastar kröfur til allra fullþroska einstaklinga, án til- lits til þess, hvort um er að ræða konur eða karla. Ragna Ólafsdóttir. 42

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.