Samvinnan - 01.02.1972, Side 51
c) Til að unnast uppcldi og fræðslu barna, sem að dómi skólalæknis hafa ekki
heilsu eða önnur líkamleg skilyrði til að stunda venjulegt skólanám.
Ríkissjóður greiðir hluta af stofn- og rekstrarkostnaði þeirra heimila og stofnana,
sem um getur í 3. málsgrein eftir sömu reglum og gilda um byggingu og rekstur
skóla skyldunámsstigsins. Barnaverndarráð skal beita sér fyrir samstarfi tveggja
eða fleiri sveitarfélaga um stofnun og rekstur slíkra heimila, þar sem aðstæður leyfa.
Sveitarfélög skulu eitt eða fleiri saman eftir þörfum stofna heimangöngu- cða
heimavistarskóla fyrir börn, sem að dómi skólastjóra eru miður heppileg ferdæmi
öðrum skólabörnum. Kostnaður við slíka skóla greiðist samkvæmt fræðslulögum.
Líkamlcgum refsingum má ekki beita á heimilum eða í stofnunum, sem um getur
í lögum þessum.
Um greiðslur fyrir börn og ungmenni á heimilum þessum og stofnunum handa
börnum og ungmennum, sem í 37. gr. getur, fer samkvæmt lögum nr. 78/1936.
40. gr.
Hafi barnaverndarnefnd ráðstafað barni eða ungmenni í fóstur eða á annan hátt
samkvæmt lögum þessum, skal Tryggingastofnun ríkisins greiða með því þrefaldan
barnalífeyri með börnum innan 7 ára aldurs og tvöfaldan með eldri börnum, en
framfærslusveit barns endurgreiðir Tryggingastofnuninni.
Að öðru leyti greiðist kostnaður úr svcitarsjóði, sbr. þó 24. og 39. gr. þessara
laga.
Allan kostnað, sem barnaverndarnefnd kann að hafa af hvers konar ráðstöfun
barna og ungmenna úr öðrum umdæmum, skulu sveitarsjóðir þeirra umdæma endur-
greiða, ef ekki er öðruvísi ákveðið í lögum.
41. gr.
Barnaverndarnefnd skal hafa eftirlit með því, að barni eða ungmenni sé ekki of-
þjakað við þunga og óholla vinnu, með löngum vinnutíma, vökum eða óreglulegum
vinnuháttum.
Eigi má ráða barn yngra en 15 ára til vinnu í verksmiðju, enda hafi það lokið
fullnaðarprófi barnafræðslu eða burtfararprófi. Eigi má hafa yngri karlmcnn cn 15
ára og cigi yngri konur en 18 ára við vinnu í skipum, nema skólaskipi eða æfinga-
skipi. Yngri menn en 18 ára mega ekki vera kyndarar eða kolamokarar, og eigi
mega yngri mcnn en 19 ára starfa við vélgæzlu á skipum. Eigi má ráða yngri karl-
menn cn 15 ára og eigi yngri konur en 18 ára til vinnu í loftfari. Til iðnaðarnáms
má eigi ráða barn yngra en 16 ára.
Rétt er ráðherra að setja reglugerðir, er taki yfir landið í heild, ef við á, en
annars einstök umdæmi, þar sem nánar er kveðið á um aldur barna til vinnu í til-
tekinni starfsgrein, hvíld, aðbúð, orlof og önnur vinnuskilyrði barna og ungmenna
í tilteknum starfsgrcinum og við tiltckin störf starfsgreinar. Þá skal einnig setja
ákvæði í reglugerð, er sporni við yfirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu barna og
ungmcnna, og kveða á um hámarksvinnutíma svo og eftir atvikum læknisskoðun til
úrlausnar um það fyrir fram, að vinna sé ekki barni eða ungmenni um megn. Enn
fremur skal setja ákvæði í reglugerð, cr sporni við vinnu barna og ungmenna með
tækjum, er sérstök slysahætta stafar af.
Rétt er, að ákvæði reglugcrða um vinnuvernd barna og ungmenna taki m. a. yfir
vernd scndisveina í starfi, þar á meðal útbúnað flutningatækja þeirra; takmörkun
á blaðasölu barna og ungmenna og annarri verzlunarstarfsemi þeirra; störf barna
og ungmenna í vc itingahúsum og opinberum skemmtistöðum og þátttöku þeirra í
opinberri skcmmtistarfsemi, svo og önnur störf, sem siðferði þeirra getur stafað
hætta af.
Brot gegn ákvæðum greinar þessarar, svo og brot gegn ákvæðum reglugerða, er
settar eru samkvsemt henni, varða sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum.
Auk refsingar má svipta mann réttindum samkv. almennum hegningarlögum, ef
miklar sakir eru.
42. gr.
Barnaverndarnefnd skal vinna gegn áfengis- og tóbaksneyzlu barna og ungmcnna
og aðstoða í því efni áfengisvarnancfnd í umdæmi sínu, og m. a. stuðla að því, að
þeir, sem veita eða selja þeim áfengi, sæti ábyrgð lögum samkvæmt.
43. gr.
Barnaverndarnefnd er skylt að hafa í umdæmi sínu eftirlit með leiksýningum óg
öðrum opinberum sýningum, svo og hvers konar öðrum skemmtunum. Er þeim, sem
veita slíkum skemmtunum forstöðu, skylt að veita barnaverndarnefnd kost á því að
kynna sér efni þeirra á undan almcnningi. Ef barnaverndarnefnd telur skemmtun
skaðsamlega eða óholla sálarlífi barna, getur hún bannað, að börn innan ákveðins
aldurs fái aðgang að henni, sbr. þó um kvikmyndasýningar 58. gr. 5. málsgr. Skulu
þá forstöðumenn skemmtunar geta þess á sinn kostnað í auglýsingum um hana.
Ef forstöðumaður brýtur gegn reglum, sem honum eru settar samkv. ákvæðum
greinar þessarar, varðar það sektum eða varðhaldi allt að 4 mánuðum, nema þyngri
refsing liggi við að lögum.
44. gr.
Rétt er að setja með reglugerð ákvæði til verndar börnum og ungmennum gegn
siðspillandi áhrifum, vondum fordæmum og freistingum.
Rétt er ráðherra að takmarka í reglugerð útivist barna og ungmenna á kvöldum og
nóttum, ferðir út í skip og banna þeim aðgang að opinberum skemmtistöðum, sem
eru ekki við barna og ungmenna hæfi. Samræmi skal vera í reglugerðunum um land
allt.
í reglugerð má leggja bann við starfa kvenna innan 18 ára á veitingaliúsum og
skemmtistöðum, þar sem ætla má, að siðferði þeirra sé sérstök hætta búin.
Rétt er að takmarka í reglugerð hcimild manna til að fela börnum og ungmcnnum
fjárhæðir í vörzlu eða til umráða og hafa tiltekin verzlunarviðskipti við börn.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar, sem sett er samkv. grein þcssari, varðar sömu
viðurlögum og brot gegn ákvæðum 41. gr.
45. gr.
Ef maður viðhefur í návist barns eða ungmcnnis ósiðlegt, ruddalegt eða ósæmilegt
orðbragð eða athæfi, ertir það eða dregur dár að því cða særir það á ósæmilcgan
hátt eða beitir það refsingum, ógnunum eða hótunum og slíkt orðbragð eða athafnir
má telja því skaðsamlegar andlega eða líkamlcga, þá varðar það sektum, varðhaldi
eða fangclsi allt að 3 árum.
46. gr.
Ef maður Iciðir barn eða ungmenni allt að 18 ára á siðferðislega glapstigu, varðar
það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 4 árum.
Það varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi, ef maður verður áskynja um brot
samkvæmt 1. mgr. og lætur ógert að afstýra því, ef honum er það fært, eða gera
hlutaðeigandi löggæzlumanni eða barnaverndarnefnd viðvart.
47. gr.
Ef foreldrar, forráðamenn, forstöðumaður eða starfsmaður barnahcimilis eða
uppeldisstofnunar, kcnnari, meistari eða aðrir, sem forsjá barns og ungmcnnis allt
að 18 ára er falin, leiða það á siðferðislega glapstigu, misbjóða því eða vanrækja
á annan hátt uppeldi þess svo mjög, að líkamlcgri eða andlegri heilsu þess eða
þroska sé hætta búin, þá varðar það refsingu samkvæmt 91. gr. laga nr. 19 1940.
Þegar maður er dæmdur til refsingar eftir grcin þessari, má beita hann ákvæðum
65. og 68. gr. sömu laga.
48. gr.
Hver, sem verður þess vís, að foreldrar, forráðamenn, kennari, meistari eða aðrir
þeir, sem forsjá barns eða ungmennis er falin, leiða það á siðferðislcg a glapstigu,
misbjóða því eoa vanrækja á annan hátt uppeldi þess svo mjög, að líkamlegri eða
andlegri heilsu þess eða þroska sé hætta búin, skal skyldur að tilkynna það barna-
verndarnefnd, þar sem barnið er.
Vanræksla í þessu efni varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að tveim árum.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það
tilvik, sem telja má, að barnaverndarnefnd eigi að láta sig skipta.
49. gr.
Það varðar mann sektum eða varShaldi allt að 3 mánuðum, ef hann heimsækir
gegn forboði barnavei ndarnefndar, barnaverndarráðs eða dómara barn eða ung-
menni, sem ráðstafað hefur verið samkvæmt lögum þessum eða almennum hegning-
arlögum. Hver, sem á brott neraur barn cða ungmenni, er ráðstafað hefur verið
samkvæmt lögum þessum, tælir það til brotthlaups, leynir því eða aðstoðar það við
að strjúka, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangclsi allt að 2 árum.
Sömu refsingu varðar það mann, ef hann óhlýðnast úrskurði valdsmanns að víkja
brott af heimili samkvæmt 27. gr. eða sækir á heimili, eftir að honum hefur verið
vikíð þaðan. Beita má hér ákvæðum 65. gr. laga nr. 19 1940.
Hver, sem annars tálmar rannsókn eða framkvæmd, sem fram á að fara sam-
kvæmt lögum þessum, gefur ranga cða villandi skýrslu þeim, sem slíka rannsókn
eða framkvæmd á að annast, eða hlýðir ekki því, sem lagt er fyrir hann samkvæmt
heimild í lögnm, skal sæta sektum eða varðhaldi allt að 4 mánuðum, enda varði
brotið ekki þyngri rcfsingu samkvæmt ákvæðum þessara laga eða annarra.
V. KAFLI
Um störf og starfsháttu barnaverndarráðs.
50. gr.
Barnaverndarráð er ályktunarfært, ef allir ráðsmenn sitja fund og þrír þeirra
fylgjast að máli. Til ráðstafana þeirra, sem um getur í 2. mgr. 13. gr. laga þessara,
þarf þó samþykki fjögurra barnaverndarráðsmanna.
Nú hamlar nauðsyn barnaverndarráðsmanni fundarsókn, og skal hann þá gera
formanni viðvart með fyrirvara, ef unnt er. Boðar þá formaður varamann í hans
stað.
51. gr.
Hlutverk barnaverndarráðs er að hafa yfirumsjón starfa allra barnaverndarnefnda
á landinu og fara með úrskurðarvald barnaverndarmála samkvæmt 56. gr. Skal það
veita barnaverndarnefndum hvers konar leiðbeiningar um starfa þeirra, skilning á
lagaákvæðum, er þær varða, o. s. frv.
Barnaverndarráð skal leita álits sérfræðinga utan ráðsins, þegar ástæða þykir til.
52. gr.
Nú verður barnavcrndarráð þess víst, að barnaverndarnefnd rækir ekki störf þau,
sem henni eru falin í lögum, og skal barnaverndarráð þá krefja hana skýrslna og
halda henni til að rækja skyldu sína.
53. gr.
Ef barnavcrndarráði þykir ástæða til, getur það tekið mál í umdæmi barnavernd-
arnefndar til meðferðar og lagt fyrir hana að framkvæma sérstakar ráðstafanir í
því, hvort sem hún hefur áður um fjallað eða ekki. Fer um tilhögun rannsóknar í því
efni eftir því, sem við á, á sama hátt sem um starfa barnaverndarnefnda.
Skylt er barnaverndarnefnd að framkvæma samþykktir barnaverndarráðs, nema
framkvæmd þcirra heyri undir önnur stjórnvöld.
Ef beita verður valdi við framkvæmd ákvörðunar barnaverndarnefndar eða barna-
verndarráðs samkvæmt lögum þessum, heyrir slík valdbeiting undir fógeta eða lög-
rcglu, ef brýna nauðsyn ber til. Fulltrúi barnaverndarnefndar eða barnaverndarráðs
skal þó ávallt vera viðstaddur slíkar framkvæmdir.
54. gr.
Barnaverndarráð heimtir ársskýrslur frá barnaverndarnefndum og gefur út út-
drátt úr þeim ásamt skýrslu um störf sín ekki sjaldnar en annað hvert ár. Ráðherra
getur, að fengnum tillögum barnaverndarráðs, beitt dagsektum, 50—100 kr. á dag,
ef barnaverndarnefnd vanrækir að standa skil á fyrirskipuðum skýrslum.
55. gr.
Barnaverndarráð hefur yfirumsjón allra barnahcimila og uppeldisstofnana á land-
inu, þ. á m. sumardvalarheimila, og beint eftirlit með heimilum þeim og uppeldis-
stofnunum, sem ætluð eru til viðtöku börnum og unglingum hvaðanæva af landinu.
Skal það fela einum eða fleirum ráðsmanna eða sérstökum fulltrúa að vitja til eftir-
lits hvers heimilis eða stofnunar svo oft sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en einu
sinni á ári. Er forráðamanni þeirrar stofnunar, er í hlut á, skylt að greiða fyrir
47