Samvinnan - 01.02.1972, Page 55

Samvinnan - 01.02.1972, Page 55
úr öllum svörum, sama um hvað er spurt. (Auðséð er að Fidel hefði slegið Billy Graham út sem prédikari, eða Sir Lau- rence Olivier sem leikari, hefði hann ekki sinnt kalli byltingarinnar). Engu tækifæri er sleppt til þess að fá áhorfendur til að klappa, fá þá til að skellihlæja. Kímnigáfan rík og óspart notuð, en mjög oft á kostnað spyrjandans. „Heyrið mig, góði, eruð þér einn af þeim, sem höfðu viðtal við ráðamenn á Kúbu fyrir nokkru? Það var nú meiri vitleysan, sem þið létuð hafa eftir ykkur, og ég er viss um, að langmest af því var hreinn skáldskapur, hreinn tilbúningur ykkar.“ Skömmustulegur Bandaríkjamaður frá CBS, stærstu sjónvarpsstöð Bandaríkj- anna, segist kannast við þetta fals, sem sjónvarpsstöð hans hafði gert, en sver og sárt við leggur, að hann sjálfur hafi ekki átt neinn þátt í þessum tilbúningi. Fidel hugsar sig um: „Þér hafið heiðarlegt and- lit, og þess vegna trúi ég yður. Nú megið þér spyrja mig um hvað sem yður þókn- ast.“ Fidel fer illa með spyrjendur sína, snýr útúr fyrir þeim, gerir grín að þeim, skammar þá. En Fidel er einnig séntil- maður: fyrst lætur hann fólk finna til minnimáttarkenndar, en síðar segir hann ávallt eitthvað gott um það. Þegar hann er búinn að koma því vel undir sig, er hann eintóm elskulegheit, biðst fvrirgefn- ingar og brosir skömmustulega. Fidel vill, að öllum geðjist að sér, og auðvelt er að geðjast að Fidel: mikill maður og stór, fallegur og sjarmerandi, tilfinninganæm- ur, geislandi af orku, opinn og heiðar- legur. Fidel stjórnaði fundinum eins og meistari i brúðuleikhúsi. Sem ósnortinn meistari hefði hann kvatt fundinn, hefði mörlandinn (höfundur greinarinnar) ekki farið að rífa kjaft og gera óforséðan usla á sviðinu. En um hvað skal spyrja? „Fidel Castro, ég þekki hjón á Kúbu, sem skildu fyrir nokkrum vikum vegna framtíðaráætlana sjö ára sonar þeirra. Strákurinn sagðist vilja verða ríkur hershöfðingi og keyra i nýjum Alfa Romeo, þegar hann yrði stór. Þegar faðir hans heyrði þetta fannst hon- um, að búið væri að glata byltingarhug- sjóninni, meira að segja í ríkisbarnaskól- unum, og vildi hann að barnið yrði tafar- laust tekið úr skólanum. En móðirin vildi láta strákinn halda áfram í skólakerfi alþýðu hvað sem tautaði, og við það skildu þau. Auðséð er, að nauðsynlegt er að gjör- breyta sálarstrúktúrnum til þess að búa til nýjan mann, nýtt þjóðfélag. Hvaða framtíðaráætlanir hafið þið gert til þess að breyta ekki einungis sálareinkennum eins og t. d. eftirvæntingum, heldur einn- ig sálarorkustrúktúr mannsins? (Nei, hann getur of auðveldlega svarað þessu út í hött með þvi að segja, að hann sé byltingarmaður en ekki dulspekingur). „Félagi Fidel, þér vitið að langflestar byltingar hafa verið gerðar af ungum mönnum; jafnvel þér voruð ekki s' o ýkja gamall þegar þér fóruð að þrölta á Kúbu fyrir 13 árum. En núna eruð þér 45 ára gamall. Finnst yður ekki réttast sem sönnum byltingarmanni að láta af völd- um, og láta ungu kynslóðina taka við?“ (Barnaleg spurning, ekki satt? Varla er hægt að ætlast til, að maðurinn fremji pólitískt sjálfsmorð og segi: „Alveg rétt, á morgun hætti ég stjórnarstörfum. En einkennilegt, að mér sjálfum skyldi ekki hafa dottið þetta i hug“). Ef til vill er hægt að spyrja hann um hina nýju umburðarlyndisstefnu Kúbu gagnvart öðrum þjóðum, þ. e. Kúba er að byrja að hafa samskipti við aðrar þjóðir Suður-Ameriku, jafnvel þótt þessar þjóðir séu langt frá því að vera byltingar- sinnaðar. Kúba er að byrja að opna sig gagnvart öðrum löndum, sem að vísu mun styrkja efnahagsstöðu hennar, en um leið veikja byltinguna. Vist er, að Fidel hefur alltaf verið meiri þjóðernissinni en t. d. Che Guevara, þ. e. Fidel hefur lítið skipt sér af vandamálum annarra þjóða en Kúbu og stuðningur hans við frelsun alþýðu i öðrum löndum hefur ávallt verið meir i orði en á borði. En samt hefur hann aldrei samþykkt kúgunarstjórnir Suður-Ameríku, eins og hætt er við að hann muni gera innan skamms, t. d. í Perú og Ekvador. Að sjálfsögðu mun stuðningur Perú og Ekvador hjálpa Fidel í baráttu hans við Bandaríkjamenn og gera hann einnig minna háðan fjárhags- aðstoð Rússa. En Fidel verður að borga fyrir þessa aðstoð: hann mun veikja sóknarmöguleika alþýðu í þessum lönd- um (Perú, Ekvador o. s. frv.), veikja bylt- ingarhugsjónina. Er það ekki rétt, að sannur byltingarmaður sé alþjóðasinni, að hann sjái að það nægir ekki að gera byltingu í einu landi, heldur alls staðar, þar sem nauðsyn krefur? Gerir sannur byltingarmaður hrossakaup á velmegun sinnar þjóðar og vesöld alþýðu í öðrum löndum? Samtal í Santíagó Pétur: Félagi Fidel, ég heiti Pétur Guð- jónsson frá íslandi. Fidel (furðu lostinn): íslandi. ís-land-i. Og þér eruð hérna svona langt að kom- inn. Eruð þér hér á ferðalagi sem frétta- ritari eða sem fastráðinn blaðamaður, staðsettur í Chile? Pétur: Eiginlega hvorugt. Ég er hérna bæði sem háskólastúdent og einnig til þess að horfa á þróunina í Chile. Fidel: Jæja, þú ert hérna einnig sem it gestur og áhorfandi þróunarinnar. Við erum þá í sama báti. Næsta spurning, herrar mínir, verður frá einum áhorfanda til annars áhorfanda. Pétur: Fyrir um það bil klukkustund skilgreinduð þér yður fyrst og fremst sem byltingarmann. Hálftíma seinna sögðuð þér, að þér munduð gjarnan vilja hafa stjórnmálasamband við allar stjórnir þjóða, sem rækju sjálfstæða utanríkis- stefnu, án tillits til þess hvort þessar þjóðir væru alþýðustjórnir eður ei. Mér finnst mjög líklegt að þessar tvær stefn- ur gætu stangazt á. Með öðrum orðum, Fidel byltingarmaðurinn, alþjóðasinninn, mun eiga í höggi við Fidel þjóðernissinn- ann. Til þess að skilja álit yðar á þessum hugsanlega árekstri, spyr ég: Ef fasista- stjórnir á borð við stjórnir Argentínu eða Ekvador byðu yður á morgun stjórnmála- samband, munduð þér þiggja boð ... Fidel (grípur framí): Þú kallar stjórn Ekvadors fasistastjórn? Hvaða rétt hefur þú til þess að dæma þjóðina og stjórn hennar? Þessi stjórn studdi inntöku Al- þýðulýðveldisins Kína í Sameinuðu þjóð- irnar og brottrekstur Taíwans. Slík fram- koma gerði Bandaríkjastjórn engan greiða. Pétur: En samt sem áður er stjórn Ekvadors ekki stjórn alþýðu. Fidel (heldur áfram): Ég greip framí fyrir þér vegna þess, að núna er ég hálf- hræddur, þar sem ég var að hugsa um að hafa stutta viðdvöl í Ekvador á heimleið- Castro: „Við förurn ekki í strið til að póknast skoðunum heimspekings, sem ferðast um, spekúlerandi í vandamálum heimsins." 51

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.