Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 56
inni til Kúbu, en nú kemst ég að raun um, að ég muni lenda í fasistariki (hlátur fundargesta). — Ef það er rétt, verð ég auðvitað að hætta við viðdvöl mína. Ann- ars vil ég láta það vera á hreinu, að það er alls ekkert víst, að við stönzum í Ekva- dor; ekki vegna þess, að vilji sé ekki fyrir hendi, síður en svo. Við viljum gjarnan staldra þar við í smástund og ræða við ráðamenn, sérstaklega verka- lýðsleiðtoga. Efi minn stafar af því, að því miður gætu orðið tæknileg vandamál í sambandi við lendingu okkar (Fidel ferðaðist í risaþotunni Iljúsjín, en Ekva- dorbúar voru smeykir um, að hún yrði of stór fyrir flugvelli þeirra). Við höfum smávandamál í sambandi við lendingar- brautina, en við vonumst til að leysa þetta vandamál. Það er að segja ef mögu- legt er að leysa þessi tæknilegu vanda- mál, höfum við tæknilega viðdvöl í Ekva- dor. Er það á hreinu? Fínt er, haltu áfram. Pétur: Vissulega er gott að hafa tækni- leg samskipti við aðrar þjóðir, en gallinn er oft sá, að um leið og haft er tækni- samband við þessar þjóðir, er hætt við að fallið sé fyrir öðrum freistingum, t. d. að tekið sé upp stjórnmálasamband við þær. Þá er alls ekki ósennilegt, að bylt- ingarhugsjóninni sé fórnað á altari Mammons, en auðvitað er tilvalið að af- saka slíka framkomu með því að kalla hana mótsögn, sem samt sem áður stang- ast ekki á við aðalatriðið, byltinguna.“ Þessa afsökun nota t. d. Rússar þegar þeir veita fasistaríkjum fjárhagsaðstoð, ríkjum eins og núverandi górillustjórn Banzers í Bólivíu og miðaldaveldinu Persíu. Að vísu eru Kínverjar á eftir Rússum í þessum orðaleik, en þeim hefur samt tekizt að styðja Jahja Khan í Vest- ur-Pakistan án tillits til 10 milljóna flóttamanna. Báðir segja, að þetta séu aðeins veigalítil hliðarspor. Fidel: Mér finnst, að þú ættir að hafa samband við leiðtoga þessara ríkja og spyrja þá um þeirra álit á þessum mál- um. Vegna þess að ég get ekkert sagt um þeirra vandamál. Ég sagði þér, hver væri okkar stefna, stefna kúbönsku bylt- ingarinnar, gagnvart öðrum þjóðum Suð- ur-Ameríku. Þegar ég var spurður, hver væri utanríkisstefna okkar, sagði ég, að frumskilyrðið fyrir því, að Kúba hefði stjórnmálasamband við annað riki, væri að þetta ríki ræki sjálfstæða utanríkis- stefnu. En mundu eftir því, að sjálfstæði er ekki endanlegt og afmarkað hugtak, heldur eru sjálfstæðisstigin mörg og mis- munandi. Þess vegna er ekki hægt að bera saman sjálfstæði einnar þjóðar við aðra. Þess vegna er ekki hægt að ætlast til þess, að allar þjóðir geti haft sams konar sjálfstæði. En nú skal ég segja þér, hvað mundi skaða mjög mikið banda- ríska heimsvaldastefnu, nefnilega brot á því samkomulagi, sem alheimsauðvalds- hyggjan þröngvaði upp á leppi sína í ný- lenduráðuneyti Bandaríkjanna, þ. e. a. s. í Bandalagi Ameríkuríkja (OAS), sam- komulagi sem bannaði þeim að hafa vin- samleg samskipti við Kúbu. Það yrði mik- ill álitshnekkir fyrir alheimskapítalism- ann, ef sum þessara ríkja stofnuðu til stjórnmálasambands við Kúbu. En vertu óhræddur, þau riki, sem eru algerir þræl- ar heimsvaldastefnunnar, munu ekki bjóða okkur stjórnmálasamband. Þess vegna finnst mér í raun og veru spurning þín eingöngu fræðileg. En til þess að skýra betur afstöðu okkar til annarra ríkja vil ég segja þér, að við ætlumst ekki til þess að önnur ríki sýni fullkomið sjálf- stæði, heldur metum við ákveðnar gjörðir þeirra. Að okkar áliti var brottrekstur Taíwans úr Sameinuðu þjóðunum mjög mikilvægur atburður. Þar var unninn stór sigur á heimsvaldastefnunni, og ég skal segja þér, að þrjú suður-amerísk ríki, fyrir utan Kúbu, áttu stóran þátt í þess- um sigri: Chile, Perú og Ekvador. Margt annað mætti tina til, sem sýnir sókn okk- ar gegn heimsvaldastefnunni, t. d. var Kúba rétt í þessu að gerast meðlimur að „Ríkjunum 77“ (meðlimir þar eru flestar þróunar-þjóðirnar). Kúba varð meðlimur vegna þess að Perú og önnur ríki Suður- Ameríku studdu inntöku hennar. Þessir atburðir, þessi sókn er hluti af þróun, sem Bandaríkjamönnum líkar meinilla, þróun sem lítillækkar þá. Þeim líkar bölvanlega við að sjá staðfestu okkar Kúbubúa, sjá að við látum ekki sveigja okkur af braut. Þú verður að gera þér ljóst, að þó að stjórnmál byggist á fræðilegum grund- vallarhugtökum, er framkvæmd stjórn- mála ávallt bundin raunverulegum, hlut- stæðum kringumstæðum (sígur í Fidel). Þér verðið að skilja þetta, ef þér viljið vera góður áhorfandi raunveruleikans, en ekki aðeins heimspekingur, sem situr í fílabeinsturni sínum og leggur dóm á vandamál heimsins. Munið, að tvennt ó- likt er að taka þátt í orustunni og að horfa á hana úr fjarska. Eitt er að spekú- lera í hlutunum, annað að glíma við þau vandamál, sem þjóðir okkar þurfa að fást við. Að þvi leyti er ég byltingarmað- ur: ég tek þátt í hlutunum, ég tek þátt í orustunni. En ég er ekki dogmatískur byltingar- maður, ég er dialektískur. Það lögmál, sem hjálpar mér sem byltingarmanni, er Marxisminn, og ég get tryggt þér það, að frá okkar sjónarmiði séð, er það engin mótsögn að hafa stutta viðdvöl í Ekvador, né verður það nein mótsögn, ef stjórn Ekvadors vill stjórnmálasamband við Kúbu, vegna þess einfaldlega að þrátt fyrir mismunandi stjórnarfar í Kúbu og Ekvador, er sá mismunur smámunir einir í samanburði við aðalatriðið, sem er óhlýðni við skipanir Bandarikjamanna. Sérhver byltingarmaður verður að skilja hvað er aukaatriði og hvað er aðalatriði; hann verður að skilja, að þegar á að velja milli aðal- og aukaatriðis, verður ávallt að kjósa aðalatriðið. Lífið er ekki eins ein- falt og auðvelt og þér haldið. Lífið er ekki hægt að skilja í brotum, heldur verður að lifa því í heild sinni. Pétur: En vinsamlegt samband við Ekvador mun réttlæta stefnu stjórnar- innar þar, ekki satt; mun styrkja stöðu borgaraaflanna í Ekvador? Fidel: Það sem styrkir borgaraleg öfl er hlýðni við skipanir alheimskapítalismans, ekki óhlýðni við þessar skipanir. Óhlýðni hjálpar ekki miðstéttinni eða fámennis- stjórninni eða öllum hinum. (Fidel litur hálfruglaður út, hugsar sig um). Þú ert íslendingur, ekki satt, ís-lend-ingur? Þú þjáist örugglega af því að velta of mikið vöngum, en þetta er víst algengur sjúk- dómur meðal margra Evrópubúa, sem skilja ekki vandamál heimsálfu okkar. Ég segi þér hreinskilnislega þessa skoðun mína. Og ég segi þér ennfremur, að í Ekvador er ekki fasistastjórn. Það er ekki hægt að sanna slíkt á hana. Það má vel vera að stjórn Ekvadors sé mótsagna- kennd inn á við, sjálfsagt er hún það; en það er alls ekki hægt að kalla hana fas- istastjórn. Pétur: Er stjórn Ekvadors alþýðu- stjórn? Fidel: Ja, það er varla hægt að kalla hana byltingarstjórn. En stjórn íslands, er hún stjórn alþýðu? Eru þar stórland- eigendur? Eru þar miklir iðjuhöldar? Er þetta stjórn alþýðu eða er þetta lepp- stjórn eigenda fyrirtækja? Pétur: Nei, mér finnst ekki rétt að bera saman ísland og Ekvador. ísland er sér í flokki. Þar búa aðeins rúmlega tvö hundr- uð þúsund manns. Fidel: En eru landeigendur á íslandi? Pétur: Mjög fáir og langflestir mjög smáir. Fidel: Er stjórnarfarið kommúnískt? Pétur: Varla væri hægt að segja það. En núna er við völd samsteypustjórn sem er eins og smækkuð mynd af UP (sam- steypustjórn Allendes, hins marxíska for- seta Chile, er kölluð UP „Sameining al- þýðu“, samsett af kommúnistum, sósíal- istum, radikölum (svipaðir þeim dönsku), kristilegum sósíalistum, svo og 8 öðrum flokkum og hreyfingum). En samsetning hins íslenzka UP er mjög frábrugðin stjórn Allendes. íslenzka UP mundi í Chile vera svipað að formi til, og ef (hinir hægrisinnuðu) þjóðernissinnar og komm- únistar sætu saman í stjórn. (Skellihlát- ur). Fidel (hlæjandi): Jæja, þar er smá-UP. Herrar mínir, ég vil segja ykkur einn hlut i sambandi við þessa spurningu. Sérhver kapítalistastjórn er kúgunarstjórn („re- pressive"). Engin kapítalistastjórn er stjórn fólksins. Ég vil hafa þetta á hreinu. Stjórnir kapítalískra ríkja eru leppar þeirra stétta, sem eiga framleiðslutækin. Stjórnir í öllum stéttaríkjum eru kúgun- arstjórnir. En þó er ekki þar með gefið, að þær séu fasistastjórnir. Við skulum ekki rugla saman hugtökum. En heyrðu, þú ert ekki búinn að segja mér frá hög- um þessara tvö hundruð þúsund íslend- inga. Hver er eigandi fiskiðnaðarins? Pétur: Hann er bæði í höndum ein- staklinga og ríkisins. Fidel: Hafið þið annan iðnað? Eru þar skipasmíðastöðvar? Pétur: Jú, þær eru til. Einnig höfum við smáiðnað. Fidel: Er engin stóriðja? Pétur: Aðeins álverksmiðja. Fidel: Á ríkið hana? Pétur: Nei. Fidel: Hver á raforkuverin? Pétur: Ríkið á þau. Fidel: Er til vélaiðnaður á íslandi? Pétur: Nokkur pínulítil fyrirtæki. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.