Samvinnan - 01.02.1972, Side 58

Samvinnan - 01.02.1972, Side 58
SAMVINNA Baldur Óskarsson: Tímamót í tveimum skilníngí i. Hinn 20. febrúar 1972 voru liðin 90 ár frá upphafi Kaupfélags Þingeyinga, og sama dag varð Samband íslenzkra sam- vinnufélaga sjötíu ára. Þessi tímamót samvinnufélaganna í landinu fylla hvern þann er aðhyllist samvinnuhugsjónina fögnuði og stolti. Slík hefur verið gróska þeirra og gifta, gildi og þáttur í íslenzku þjóðlífi frá fyrstu tíð til þessa dags. Saga samvinnufélaganna er samofin þjóðarsögunni. Án þeirra er vafasamt, hvort íslenzk bændastétt hefði brotið af sér kúgunarhlekki fátæktar og kaup- mannavalds. Með réttu má segja, að hver sigur kaupfélaganna og Sambandsins hafi um leið verið sigur þjóðarinnar; hafi fært hana að því marki að verða fullvalda og sjálfstæð; veitt fólkinu sifellt betri lífskjör. Starf samvinnufélaganna verður því seint fullþakkað. II. Það er án efa þarflaust að rekja hér að ráði hið umfangsmikla starf samvinnu- félaganna í landinu. Það spannar flest verkefnasvið í íslenzku atvinnulífi, þótt verzlun og afurðasala séu ennþá þunga- miðja þess. Byggðarlög byggja mörg hver tilveru sína á kaupfélögunum, sem bera uppi nær allt atvinnulíf og þjónustustarf. En árangur samvinnustarfsins hefur ekki unnizt átakalaust. Uppbygging þeirra hefur kostað þrotlausa baráttu forystu- liðs og starfsfólks. En hún bar árangur vegna trúar á hugsjón samvinnunnar og fyrir það, hversu áþreifanlega félögin léttu fólki lífsbaráttuna. III. Það er á hinn bóginn flestum sam- vinnumönnum áhyggjuefni, að síðustu árin hafa orðið samvinnufélögunum þung í skauti. Hagur kaupfélaganna hefur versnað, þannig að flest þeirra hafa ekki getað greitt arð árum saman, og féiags- mannatala sambandsfélaganna hefur lengi staðið í stað, verið liðlega 30 þús- und. Hlutur heildarsamtakanna í at- vinnulífi landsmanna hefur heldur minnkað. Síðustu tvö árin hafa þó orðið verulegar breytingar til hins betra, ekki sízt hjá Sambandinu, sem hefur hafizt upp úr miklum efnahagserfiðleikum til góðrar afkomu og nýrra átaka fyrir ör- ugga forystu framkvæmdastjórnar þess. IV. Þrátt fyrir það er ljóst, að samvinnu- félögin eru nú á miklum vegamótum. Með vaxandi umsvifum á viðskipta- og at- vinnusviði hafa samvinnufélögin færzt æ meir í það horf að verða stofnanir, sem halda sitt strik, í stað þess að vera lif- andi félagshreyfing með andlegum hrær- ingum. Orsakir þessa eru ýmsar, m. a. almenn félagsleg deyfð með þjóðinni, vaxandi efnishyggja undanfarinna ára, miklir breytingatímar, sem urðu samfara því að færast á stuttum tíma úr frumstæðu bænda- og dreifbýlisþjóðfélagi í fjöl- breytt þéttbýlisþjóðfélag. Þarfir fólksins nú eru aðrar en áður. Lífsbaráttan bein- ist ekki lengur að einu saman brauði. Þetta er sá vandi sem íslenzk sam- vinnuhreyfing stendur frammi fyrir á þessum merku tímamótum í starfi sínu, og þennan vanda verður hún að leysa, eigi vel að fara. V. Samvinnustefnan er þjóðbætandi hug- sjónastefna. Fyrir hana er ennþá full Stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga, frá vinstri: Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri, Hafnarfirði; Ragnar Ólafsson hœstaréttarlögmaður, Reykjavík; Eysteinn Jónsson alþingismaður, Reykjavík; Finnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri, Húsavík; Jakob Frímannsson fv. kaupfélagsstjóri, Akureyri (formaður); Þórður Pálmason fv. kaupfélagsstjóri, Borgarnesi; Guðröður Jónsson kaupfélagsstjóri, Neskaupstað; Þórarinn Sigurjóns- son bústjóri, Laugardœlum; Ólafur E. Ólafsson kaupfélagsstjóri, Króksfjarðarnesi. 54

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.