Samvinnan - 01.02.1972, Síða 59

Samvinnan - 01.02.1972, Síða 59
Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup: ^irkjan og sntntínuim þörf á íslandi og reyndar umheiminum öllum. Flestar félagslegar kröfur samtim- ans fara líka saman við hugsjón hennar. Samvinnumenn þurfa því ekki að vera feimnir við að glæða hugsjónaeldinn á arni sínum, taka undir og tileinka sér strauma samtíðarinnar. Hinni félagslegu kviku, sem upp hefur komið síðustu árin, ekki sízt meðal ungs fólks, og birzt hefur í ýmsum myndum, þarf að veita inn í samvinnuhreyfinguna með vekjandi umræðu. Sú umræða þarf bæði að beinast að samvinnuhreyfing- unni sjálfri, eðli hennar og tilgangi, hlut- verki í breyttu þjóðfélagi, og finna þarf nýja farvegi fyrir framtíðarstarfið. En samvinnuhreyfingin þarf einnig að vera uppspretta umræðna um önnur mál, svo sem nýtt verðmætamat, jöfnuð þegnanna, frelsi þeirra til að ráða sér og umhverfi sínu, aðstöðu til sífræðslu og menningar- legrar sköpunar, aðgang allra að landinu og verndun þess. Öll eru þessi mál, ásamt mörgum fleiri í brennidepli samtímans, þess eðlis, að þau samrýmast samvinnustefnunni. Sam- vinnumenn verða að beita samtökum sín- um til að berjast fyrir umbótum á þess- um sviðum. Slík umræða og baráttustarf er nauðsynlegt hreyfingunni, til að ala upp innan vébanda hennar forystulið, sem heldur merki samvinnuhugsjónar- innar hátt á loft og færir hana út í veru- leikann í þeim búningi sem hæfir nýjum tíma, svo hún fái til liðs við sig nýja skapandi krafta. Án slíkrar endurnýjunar verður samvinnuhreyfingin steinrunnið nátttröll. Svo dæmi sé nefnt, eru fólki fá mál eins erfið og að eignast eigið húsnæði. Sam- vinnufélögin hafa alla aðstöðu til að standa fyrir ódýrum og hentugum sam- vinnubyggingum á skipulegan hátt. Fátt yrði betur þegið af ungu fólki. Oft hefur verið á það minnzt, hversu nauðsynlegt sé að auka samstarf verka- lýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar. Heilshugar samskipti þeirra gætu orðið til margháttaðra úrbóta fyrir fólkið í landinu. Launafólk í þéttbýlinu hefði margvíslegt gagn af viðskiptum sínum við kaupfélögin og eflingu þeir-a. Á sama hátt geta þessar hreyfingar í rameiningu haft forystu um framkvæmd n.tvinnulýð- ræðis, öryggismál vinnustaða, orlofsferð- ir, og síðast en ekki sizt haft náið sam- starf á sviði fræðslu- og menningarmála. VI. Á þessum tímamótum samvinnuhreyf- ingarinnar vil ég undirstrika sérstaklega, að þótt samvinnumenn byggi upp fjöl- þætt fyrirtæki og viðamiklar greinar við- skipta- og atvinnulífs, má ekki láta undir höfuð leggjast að glæða samvinnueldinn eggjandi umræðu og nýjum straumum samtímans. Hreyfingin þarf að eignast fjölmarga félagslega forystumenn, unga og eldri, sem marka stefnu hennar og móta viðhorf. Hún þarf að tengjast öðr- um alþýðuhreyfingum traustum trúnað- arböndum. Samvinnumenn. Látum afmæli fyrir- tækja okkar verða til eflingar stefnu okk- ar og hugsjón. 4 Ég þakka ritstjóra Samvinnunnar það ágæta framtak hans að gangast fyrir hringborðsumræðu um kirkjuna og sam- tímann og kynna það, sem þar var talað, svo rækilega, sem gert er í síðasta hefti. Mér þykir líklegt, að margir hafi lesið þessi orðaskipti af áhuga, og ég vona, að þau hafi vakið umhugsun og umræður manna í milli. Ýmsir vildu sjálfsagt spyrja nánar út í þau efni, sem tekin eru á dagskrá, en þau eru hvorki fá né smá. Ég þigg með þökkum vinsamlegt boð ritstjórans að segja hér eitthvað í þessu sambandi. Ég eyk ekki við né umbæti að svo búnu þau svör, sem fyrir liggja og fara í sömu átt í meginatriðum. Hvað er kirkjan? Á þeirri spurningu byrjar umræðan. Það er eðlilegt. En líka mætti spyrja: Hvað er samtíminn? Það er kannski ekki auðvelt fyrir kirkjuna að segja svo til sín, að aðkomandi, rýninn spyrjandi telji sig mikils vísari. En hvernig svarar sam- tíminn, ef hann á að segja til sín? Þetta er kirkjunni mikil spurning. Hún vill hlusta eftir röddum samtímans; hún veit, að hún á að gera það. En þeim ber ekki saman. Og þegar gerðar eru kröfur til kirkjunnar, ber þeim heldur ekki sam- an. Samtíminn hefur mörg andlit og talar ýmsum tungum. En kirkjan og samtíminn eru samt ekki eins og ókunnar persónur, sem ganga hvor sínum megin á götu í öfugar áttir án þess að sjást eða yrðast á. Þau eru sam- ferða handan úr sömu fortíð og áleiðis til sömu jarðnesku framtíðar, með vanda þeirra dægra, sem nú eru að líða, fyrir augum og brjósti. Kirkjan er ekki á sunnudagsgöngu um strætið þar sem aðrir mæðast i rúmhelgum verkefnum. Hún lifir í tímanum, eins og hann er. Hennar menn eru samábyrgir öðrum, deila kjörum og kostum með þeim. Hún á alla hlutdeild í uggsemi og vonum, ógn- um og fyrirheitum þess söguskeiðs, sem nú er verið að fara. Og því fer fjarri, að hún hafi allsherjar formúlur á takteinum, sem hún geti teflt fram með eða móti hverju hrópi og hverri kröfu til viðbragða í ryskingum og fálmi götunnar. Hún reyn- ir að meta málavexti, reynir að stilla til friðar, reynir að hjálpa. En henni er full- komlega ljóst, að hennar menn hafa tak- markaða yfirsýn, eins og aðrir i þvögu götunnar. Því hvað sem kirkjan er að öðru leyti, þá er hún mannlegt fyrirbæri, menn, misjafnlega kostum búnir. Er hún annað jafnframt? Hún er „likami Krists“, var svarað við hringborðið. Svo svarar trúin með Nýja testamentinu. Það má líka orða þetta svo: Kirkjan er menn, sem vita, að Jesús er í nútímanum, á götunni sem við göng- um. Hann gengur þar „með þyrnikórónu um konungsenni", risinn upp frá dauðum, og segir: Komið til mín, fylgið mér. Kirkj- an er menn, sem heyra og hlýða, vilja vera í nánd hans, læra hjá honum, sjá Guð og heim með hans augum, hafa ör- uggt hugboð um eða ótviræða reynslu af því, að allt sjúklegt og sárt getur fengið bót hjá honum, að snerting hans handar og blær anda hans breytir öllu viðhorfi svo, að lífið verður nýtt. Þetta er á bak við allt ytra líf kirkjunn- ar. Það tengir einstaklinga saman í söfn- uði, söfnuðina saman í almenna kirkju, sem vitnar á öllum tungum heims, að hann sé frelsari heimsins og að ríkið hans sé allra manna mark og mið. Það riki er ekki af þessum heimi, en í þessum heimi, hljóðlátt, eins og það lif vorsins, sem dauðans klakaklær sporna við, verjast og vildu deyða en geta ekki slökkt. Kirkjan er m. ö. o. ákveðið föruneyti á vegum tímans. Samfylgd með Kristi. Þeir, sem sjá hann fyrir sér, finna það vel, að þeir eru ekki annað en haltrandi krypplingar í fylgd hans. Kirkjan er ekki líkami Krists í þeim skilningi, að jarðnesk ásýnd hennar sé trú og raunsönn mynd af himneskri veru hans. Páll postuli sagði: Ekki er svo, að ég hafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn, en ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú (Fil. 3, 12—13). Hann talar fyrir hönd allra kristinna manna, kirkjunnar í heild fyrr og síðar. Ég keppi eftir því. Af því að Kristur hefur lokið upp augum mínum svo, að ég veit, að eitt er eftir- sóknarvert, eitt er það mark, sem mér er sett: Að ég geti þekkt hann og kraft upprisu hans — svo aftur sé vitnað í bréfið, sem Páll skrifaði í fangelsi með dauðadóm yfir höfði sér. Líkami Krists er kirkjan samkvæmt eðli sínu og hugsjón, af því að Kristur kann- ast við hvern þann, sem kemur til hans og vill vera hans, og hver sá, sem lýkur sér upp fyrir anda hans, verður „limur“ á líkama hins upprisna, eða „grein“ á stofni hans, eins og Nýja testamentið kemst að orði. Þetta er merking skírnar- innar. Hún er gjöf og köllun í senn: Kristur er þinn, vertu hans. Flestir þekkja orð Jesú: Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. Vér köllum það guðsþjónustu, þegar 55

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.