Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 61
Þetta hefur gerzt hér á landi og víðar.
Mikill fjöldi þess fólks, sem er á skrá
þjóðkirkjunnar, telur hana nokkurn veg-
inn sjálfsagða. En þeim almennu lífs-
venjum, sem trúarlífið var áður gróið
við, hefur bylting tímans skolað burt.
Kirkjan er áfram umgjörð, stofnun, en
grípur ekki inn í daglegt líf þorrans,
snertir aðeins fáein mikilvæg atvik á lífs-
ferlinum, oft næsta lauslega.
Ég hverf hér frá og vik aftur að því,
sem ég varpaði fram áður, hvernig sá
nútími, sem kirkja þessara ára er send
til, segir til sín. Og þá hef ég ekki ísland
eitt í huga.
Til þess að fá einhver svör, er m. a.
ágætt að fara einstöku sinnum í leikhús.
Skáldin og listamennirnir eru ómissandi
leiðsögumenn.
Mér tókst ekki að sjá leikrit Bonds,
„Hjálp“, sem hér var sýnt nýlega. En ég
tók eftir umsögn leikdómarans Þorvarðar
Helgasonar: „Og aftur er okkur sýnd
skuggsjá, speglun lífs í nútímanum, ves-
öld og niðurlæging manneskjunnar, okk-
ur sýnt, hvernig forherðing hjartnanna
birtist hjá þeirri kynslóð, sem lítið heíur
haft af stríði að segja, en dýrkar hinn
kærulausa og tilfinningasljóa rudda:
Töffgæjan“.
Samuel Beckett hlaut Nobelsverðlaun
fyrir 2 árum, og í rökstuðningi sænsku
akademíunnar var talað um, að hann
hefði lyft ritverkum sínum yfir örbirgð
nútímamannsins. í blaðagreinum var
hann kynntur sem skáld tilgangsleysis
og bölsýni. „Beðið eftir Godot“ er kunn-
asta ritverk hans hérlendis. Uppistaðan
þar er bið eftir einhverju eða einhverj-
um, sem aldrei kemur. í leikskránni var
komizt svo að orði, að i þessu speglaðist
„von nútímamannsins um að eitthvað
gerist, einhver komi og leysi hann af
klafa leiðans og vonleysisins. Hver Godot
er, skiptir í rauninni ekki máli, í líking-
unni er hann alhæft tákn þess, sem
hver sem er væntir, en kemur ekki.“
Margar slíkar speglanir nútímans birt-
ast í bókmenntum. Aðrar listgreinar tala
ekki eins beru máli, en sama skynjun
kemur þar víða fram.
Kirkjan er véfengd. Það e: ekki nýtt.
En samtíminn efast öðruvísi en gert var
til skamms tíma. Samtíð þriðju og fjórðu
kynslóðar að baki, eða s. n. menn-
ingarforusta þeirrar tiðar, hafði lítið
álit á kirkjunni. Efnastétt Evrópu, sem
fyrst naut ávaxtanna af nýrri tækni og
hömlulausum tækifærum auðmagnsins til
þess að sópa að sér gróða, ekki sízt frá
nýlendum, ól af sér menntamenn, sem
túlkuðu söguna og vísindaleg viðhorf fyr-
ir alþýðu á þann veg, að kirkjan varð
nánast að strípuðu skrípi. Samtímis var
verkalýðshreyfingin að risa og stéttabar-
áttan. Hún sækir sér röksemdir fyrir af-
stöðu sinni til kirkjunnar í búr fjand-
manna sinna, og verða rætur þess rakt-
ar allt ofan í þann jarðveg, sem Karl
Marx er sprottinn úr. Sú réttindabarátta,
sem þá hófst, saug sinn siðgæðisveig úr
kristnum lindum. En hugmyndakerfið,
sem þessi barátta fótaði sig á smátt og
smátt og stjóraði sig við, var skilgetið
afkvæmi afkristnaðrar, sjálfumglaðrar
borgarastéttar. Og þvi miður fékk það
kerfi ekki neitt gagnlegt mótvægi út frá
kristnum forsendum, þrátt fyrir nokkr-
ar atrennur og ekki ómerka kristna for-
ustu í veralýðsmálum sums staðar, eink-
um á Englandi.
Það er sameiginlegt einkenni allrar
hugsunar þessa horfna skeiðs, að tíðin
var í engum efa um sjálfa sig. Maðurinn
leit yfir allt, sem hann hafði gjört, og
sjá, það var harla gott. Og því meira, sem
hann fengi að gert, því betra. Framtíðin,
með sívaxandi valdi mannsins, var ein-
sæ. Öll framför í þekkingu og tækni
hlaut að bæta heiminn og manninn. Það
gat ekki brugðizt. Þessa trú hefur marx-
isminn varðveitt af miklum trúnaði og
heldur í hana enn af stórkostlegri hreysti,
miðað við allt sem hann hefur orðið að
horfast í augu við í eigin herbúðum.
Fáir hefðu trúað því kringum síðustu
aldamót, að nægtaþjóðfélag gæti i nokk-
urri grein orðið vont við manninn, að
þægindin gætu gert hann geðvondan,
magasúran, hjartveikan, að þeir tímar
gætu runnið upp, að tæknin, iðnvæðing,
efnavinnsla, framsókn hagnýtra vísinda
til algerra yfirráða yfir náttúrunni, lönd-
um og höfum, gæti orðið banvænn voði.
Nútíminn er ekki eins öruggur með
sjálfan sig. Hann dregur ekki kirkjuna í
efa vegna þess. Ekki heldur af vitrænum
orsökum, ekki af því, að vísindalega fals-
stimpluð hálfsannindi, þar með talin
lygin sögutúlkun, fullnægi honum. Hann
efast um allt. Hann hefur vaknað upp af
paradísardraumi sínum, þar sem aldin
skilningstrésins hnigu að vörum hans eitt
af öðru, og uppgötvar það sama og forð-
um gerðist: Hann er nakinn. Það setur
að honum hroll þeirrar kenndar, að allt
sé meiningarlaust, hann er rekald í blind-
um straumi, fjúkandi fis á skjóllausu
hjarni, jörðin, tilveran, er likt og geimfar,
sem blindur kraftur skaut á loft, heim-
urinn æðir út i bláinn án markmiðs,
hann er ein stór líkkista, þar sem við
erum kviksettir (Aniara). Lífið er geð-
veikiskast, brjáluð tiltekja í efninu. Hið
eina rökrétta væri að neita að lifa, eða
eins og franska skáldið segir: Rjúka út á
götu með hlaðna marghleypu og skjóta
blindandi á þessa bölvuðu, iðandi kös.
En grípi menn ekki til svo róttækra ráða,
heldur haldi áfram að vera til í mótsögn
við allt vit og rök, þá geta menn alltjent
notað skynsemisglætuna til þess að fletta
ofan af markleysunni, spegla mannlífið,
sýna hið rétta andlit tilverunnar, ekki
aðeins vesöld og niðurlægingu manneskj-
unnar, heldur hvað tilveran öll er „ab-
surd“, viti firrtur óskapnaður.
Margt það, sem mest ber á í listum og
bókmenntum, að ógleymdum vissum
greinum s. n. heimspeki, ber einkenni
þessara viðhorfa. Og svo áberandi drætt-
ir í listum, skáldskap, heimspeki, eru
aldrei tilviljun. Þar kemur fram eitthvað,
sem er sterkt í dulvitund fjöldans.
Mörgum lesendum mun þykja þetta
fjarstætt og langt undan ströndum ís-
lands. Rétt er það, að íslendingar njóta
þess að ýmsu leyti, að þeir hafa ekki farið
evrópsk-ameriska alfaraleið inn í sið-
menningu nútímans. Til þess hafa þeir
verið of afskekktir og einhæfir um
reynslu, of uppteknir af sínu eigin bangi.
En þetta er samtíminn samt. Menn lifa
í andlegu tómi, vita, að kirkjan er til, en
það kemur þeim ekki við. Sá dularfulli
máttur, sem við köllum tíðaranda, hefur
gert það að sjálfsögðum hlut, að ómeð-
vitaðri forsendu í hugum margra, að
boðskapur kirkjunnar komi engum við
nema hérvillingum. Og hinn stóri múgur
borganna hugsar lítið fram yfir það naut,
sem baular eftir sínum töðumeis. Afþrey-
ing er næg í boði, þegar innri þörf seilist
út fyrir básinn. M. a. virðist það vera einn
höfuðtilgangur ríkisrekinna sjónvarps-
stöðva að sjá um, að fólk geti drepið sinn
nútima. Það er auðvelt að hjálpa upp á
unga og gamla i þeim efnum. Hitt erfið-
ara að vekja til umhugsunar og hjálpa
fólki til að finna fótfestu og ósvikna full-
nægju, finna tilgang, merkingu, gildi lífs
síns.
Ekkert af þessu ber að skilja sem dóm
yfir samtímanum. Engin orð koma mér
oftar í hug í þessu sambandi en þessi:
Þegar Jesús sá mannfjöldann, kenndi
hann í brjósti um hann, því þeir voru
hrjáðir og tvístraðir eins og sauðir, sem
engan hirði hafa. Og hann sagði við
lærisveina sína: Uppskeran er mikil en
verkamennirnir fáir. Biðjið þvi herra
uppskerunnar....
Þegar kirkjan horfist í augu við sam-
tímann, lifir hún fyrst og fremst sinn
eigin dóm.
Það, sem ég hef hér sagt um samtím-
ann, er mér staðfesting hins forna sann-
mælis: Hjarta vort er órótt unz það hvíl-
ist i Guði.
Ef nokkuð er mér augljóst um marg-
ræðan samtíma, þá er það það, að tóm
hans, uggur, ósátt við ómanneskjulegt
framferði, feigðargrunur, er dulin leit að
Guði, hróp í himin hans. Þetta getur
birzt í mörgum myndum, líka í gervi
guðsafneitunar. Hvað gerir kirkjan? Hvað
getur kiikjan?
Martin Luther King sagði, að samtim-
inn knýi dyra hjá kirkjunni, oft óafvit-
andi. En hann varar við þeim möguleika,
að eitthvað svipað gerist og í dæmisögu
Jesú: Innan úr húsinu berst syfjuð rödd,
sem segir: Gerðu mér ekki ónæði, það er
búið að loka dyrunum og börnin min eru
ásamt mér komin í rúmið, ég get ekki
farið á fætur til að fá þér brauð.
Það er erfitt að tala saman gegnum
hurð. Kirkjan finnur sárt til þess, þegar
dyr hennar geta ekki opnast fyrir þeim
sem standa fyrir utan. Og hún leitar or-
saka og saka hjá sjálfri sér. En nú á
dæmisagan, sem vitnað var til, að kenna
það, að dyrnar opnast, ef knúið er á í
57