Samvinnan - 01.02.1972, Side 70
kvæmilegt væri að heimsækja
vin sinn án heimboðs, ef mað-
ur vissi að hjá honum væri
haldið samkvæmi fyrir sam-
eiginlega vini.
— Hreint alls ekki, svaraði
Johnson. — Þeir kynnu að
hafa verið boðnir í þeim eina
tilgangi að tala illa um mann.
Samuel Johnson stóð og
geispaði á fiðlutónleikum. Tón-
listarunnandi sneri sér að hon-
um og hvíslaði:
— Túlkun hans er frábær,
leikni hans er óvenjuleg, og þó
er allt verkið ákaflega erfitt.
— Erfitt? tautaði Johnson.
— Guð gæfi, að það væri óleik-
anlegt!
Andúð Samuels Johnsons á
öllu, sem var skozkt, er alkunn.
Þegar hann hafði einhverju
sinni ferðazt um Skotland,
sagði hann við skozkan leið-
sögumann sinn:
— Þetta er sannarlega hræði-
lega syndugt land.
— Hvað sem þér annars
kunnið að álíta, sagði Skotinn
æstur, þá verðið þér að
minnstakosti að hafa í huga,
að Guð hefur skapað það eins-
og hann hefur skapað öll lönd.
— Laukrétt, svaraði dr.
Johnson, — en þá verðum við
líka að hafa hugfast að hann
skapaði það handa Skotum, og
svo hitt — þó samlíkingin sé
andstyggileg — að hann skap-
aði líka helvíti.
Andúð Samuels Johnsons á
Skotum kemur einnig fram í
því, að víða í hinni frægu orða-
bók sinni læðir hann inn
lúmskum athugasemdum eins-
og til dærnis þessari:
Ilajrar eru komtegund, sem
í Englandi er gefin hestum, en
í Skotla?idi Skotum.
Sarnuel Johnson var eitt
sinn inntur eftir því, hvers-
vegna hann hataði veslings
Skotana svo innilega.
— Eg liata þá ekki, herra
minn, svaraði hann. — Ég
hata ekki heldur froska, en ég
kæri mig samt ekki um, að þeir
stökkvi um kring í stofunni
hjá mér.
Ensk skáldkona, sem var all-
þekkt, bað Samuel Johnson
kvöld eitt, þegar þau voru í
samkvæmi, að segja álit sitt á
einu nýjasta kvæði hennar; ef
honum félli það ekki i geð,
skyldi hann segja það umbúða-
laust, því hún hejði jleiri jái'n
í eldinum og gæti unnið áfram
að öðrum viðfangsefnum, ef
þetta væri misheppnað.
Johnson las ljóðið yfir, rétti
henni það aftur og sagði alvar-
legur í bragði:
— Ég ræð yður til að leggja
það hjá hinum járnunum yðar!
Eftir langvinna deilu við
forleggjara sinn, Miller, fékk
Samuel Johnson eftirfarandi
bréf:
„Andx-ews Miller kveður hr.
Samuel Johnson, sendir honum
eftirstöðvar ritlauna sinna og
þakkar Guði sínum fyrir, að
hann þarf ekki framar að hafa
neitt saman við hann að
sælda.“
Johnson svaraði:
„Samuel Johnson kveður hr.
Andrews Aliller, þakkar hon-
um peningana og gleðst yfir
því að komast að raun um það
við þetta tækifæri, að hr. Mill-
cr skuli lxafa eitthvað að þakka
Guði sínum fyrir.“
Enn nýjungar frá
„Læra má af leik”
NÝTT! LEGO DUPLO
Stórir LEGO-kubbar
fyrir yngstu börnin.
Einkum ætlaðir ungum börnum,
sem enn hafa ekki náð öruggri
stjórn á fingrum sínum.
NYTT!
LEGO TANNHJÓL
Þroskandi skemmtun fyrir
unglinga á vélöld.
Ný tækifæri til þjálfunar
og þátttöku í tækni nútímans.
Njótið góórar skemmtunar heima.
AÐALSKRIFSTOFA
REYKJALUNDI,
Sími 91 66200
Mosfellssveit
SKRIFSTOFA
í REYKJAVÍK
Bræðraborgarstíg 9
Sími 22150
66