Samvinnan - 01.12.1973, Síða 3

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 3
Akureyri, 1. nóv. 1973. Hr. ritstjóri. Eftir lestur Samvinnunnar undanfarin ár hefur mér nokkrum sinnum flogið í hug að senda þér línu, einkum í þeim tilgangi að taka undir hinar réttmætu og vel fram settu athugasemdir og ábend- ingar í bréfum til þín frá Gísla bónda Magnússyni 1 Eyhildar- holti. Af þessu hefur þó ekki orð- ið, en eftir að ég hafði lokið lestri síðasta heftis (67. árg. 5. tbl. 1973), varð mér það á að lýsa ánægju minni með eftir- farandi stöku: sam hefur manni sýnt, að hann sinni vöku haldið getur og það sannað, að hann kann á því tök að gera betur. Ármann Dalmannsson Vestmannaeyjum, 25. nóv. 1973. Herra ritstjóri. Það var merkileg tilraun að taka fyrir einn málaflokk í hvert hefti Samvinnunnar. Viðfangsefnin misáhugaverð lesendum eftir þeirra andlegu „innréttingu". Þegar til lengd- ar lætur kynni þetta að vera of fast form. í öðru lagi hlýtur að koma á daginn, að ýmsir þeir, sem til málþings eru leiddir, hafa ekki margt at- hyglisvert að segja okkur. Nóg um það. íslensk menning í fortíð og framtíð í síðasta hefti fannst mér takast vel. Eg ætla að drepa á fáein atriði sem þá voru á dagskrá. Eg get ekki fallist á, að Eddukvæði séu „leiðinlegar gullaldarbókmenntir". Eddu- kvæði með skýringum þykir mér skemmtileg bók. En eg held að það sé rétt hjá GJÁ, að þessu efni sé spillt í skólum með háfræðilegu stagli. Og eg vil bæta við: eins og mörgu öðru, til að mynda náttúrlegu íslensku máli með allt of mikilli málfræðilegri sundurlimun. Vésteinn Ólason heldur að fólk lesi íslendingasögur ekki minna en áður. Eg man hálfa öld aftur í tímann, og eg tel að breytingin sé mikil. í mínu ungdæmi las almenningur ís- lendingasögur ef til náðist, ungir og gamlir. Eg var víst níu ára, er bóndi í sveitinni lofaði að ljá mér Njálu. Mamma átti seinna erindi á bæ þessa bónda og eg bað hana lengstra orða að gleyma ekki að koma með Njálu. Eg beið í ofvæni lengi dags, en hún kom Njálulaus — bókin i láni. Eg öskraði af vonbrigðum. Þetta væri óhugs- andi nú á dögum. Nú hafa allir úr svo miklu að moða af spenn- andi lestrarefni, að íslendinga- sögur þykja ekki eftirsóknar- verðar. Eg hef starfað í al- menningsbókasafni á þriðja tug ára í allstórum kaupstað. Alger imdantekning að spurt sé um íslendingasögur, nema þá skólanemendur, en þeir biðja um vissar sögur sem kennarinn segir þeim að lesa eða hafa við samning ritgerða. — Eg veit að íslendingasögur skarta í mörgum skáp, en eru sjaldan teknar þaðan nema til að dusta af þeim rykið. Eg held að fremur fáir kaupi fornritin til þess að koma sér upp stöðu- tákni. Menn hafa sagt mér, að þeir hafi ekki tíma til að lesa sögurnar; því valdi m. a. lang- ur vinnutími, blöð, útvarp, sjónvarp, jaml og argaþras hversdagslífsins. — Hitt er staðreynd að ungir og gamlir lesa þjóðsögur og hafa hið mesta gaman af. Alþýðumenningin var á dag- skrá, eða eigum við að segja sveitamenningin. Haraldur Ólafsson hafði þá skoðun, að kvöldvakan, jólin o. fl. væri 19du aldar fyrirbæri og dansk- ur innflutningur. Eg held að sveitafólkið hafi rambað á sín- ar kvöldvökur án vitundar um danskan uppruna. En kvöld- vakan, með lestri íslendinga-. sagna, rímnakveðskap og ridd- arasögum, þessi svokallaða „akademía baðstofunnar", var alls ekki haldin á hverjum bæ. Það voru betur stæðu heimil- in sem bjuggu við nokkum bókakost. Hin áttu ekki bækur, nema gamalt guðs orð svokall- að. Á sumum heimilum voru bækur aldrei hafðar á glám- bekk, vegna þess að þá var enginn friður fyrir ásókn af- bæjarmanna að fá þær að láni. En danskrar menningar gætti verulega í sjávarþorpum. Vestmannaeyjar t. d. var frem- ur danskt þorp en íslenskt fram að þjóðhátíð (1874), jafn- vel lengur. Flestir kunnu dönsku. Stofninn í lestrarfé- laginu voru danskar bækur, mest fræðirit sem Jón Sigurðs- son útvegaði hjá stjórninni. Bændur og tómthúskarlar lásu þessi rit ár eftir ár, jafnvel lærðu þau. Þetta var þeirra akademía. Vestmannaeyjar voru raunar dönsk eign fram- yfir miðja 19du öld. Sjálfvirki ofnkraninn Ný gerð • öruggur ■ einfaldur • smekklegur Kraninn meö innbyggt þermóstat er hvildarláust á veröi um þægindi heimilisins, nótt og dag afstýrir hann óþarfa eyðslu og gætir þess, aö hitinn sé jafn og eólilegur, þvi aö hann stillir sig sjálfur án afláts eftir hitastigi loftsins í herberginu. Fyrir tilstilli hans þurfið þér aldrei aó kviöa óvæntri upphæö á reikningnum, né þjást til skiptis af óviðráóanlegum hita og kulda í eigin ibúö, af þvi aó gleymdist aö stilla krana eöa enginn var til aö vaka yfir honum. s Samband íslenzkra samvinnufélaga | Innflutningsdeild I Sambandshúsið Rvik sími 17080 | 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.