Samvinnan - 01.12.1973, Page 9
vissuÖ þér þetta um smurost ?
Að Humar- eða Rækjuostur
hrærður saman við oliu-
sósu er afbragð með köid-
um fiskréttum.
Að kjúklingasósan bragðast
enn betur efhún er krydd-
uð með Sveppaosti.
sera vit hafa og vilja á að leysa
hana sem bezt af hendi. Jeg i-
mynda mjer því, að nauðsyn-
legt framfaraskilyrði í þessari
grein sje það að sameina fisk-
inn á hina hentugu fiskverk-
unarstaði; þar sje völdum
mönnum falin umsjón á fisk-
verkuninni. Þessi kenning þyk-
ir nú ef til vill styðja blaut-
fiskverkunina, sem svo margir
fyrirdæma og það líklega af
rjettmætum ástæðum. En þeir
sem á annað borð hafa megn
og manndáð til að komast hjá
henni, þ. e. geyma afla sinn,
þangað til hann er fullverkað-
ur, geta vel lagt saman við ná-
granna sina með að verka hann
eptir rjettum reglum, ef þeir
á annað borð vilja.
Agnúarnir virðast mjer því,
eptir dómi skynberandi manna
og hlutarins eðli, gegn skjót-
um framförum sjávarútvegar-
ins vera einkanlega og í fám
orðum þessi;
1. Fjárskortur þeirra manna,
sem mesta hvöt og þörf
hafa til þess að reka þenn-
an atvinnuveg, efla hann
og auka, svo sem með þil-
skipum, íshúsum og fisk-
verkunartækjum o. s. frv.
Það er: þeirra manna, sem
mestmegnis lifa á honum.
2. Vantandi verðtryggingar
hjá þessum mönnum, þó að
þeim væri gefinn kostur á
nægu lánsfje.
3. Stirð samvinna milli út-
gjörðarmanna og háseta og
misjöfn hagnýting á þeim
hluta, sem hásetarnir bera
frá borði.
4. Óhagkvæm kaup á því, sem
til árlegrar útgjörðar heir-
ir, fyrir alla þá, sem ekki eru
kaupmenn sjálfir.
5. Misjöfn verkun á fiskinum,
þegar hver verkar heima hjá
sjer.
En er nú óhugsandi að yfir-
stíga þessa agnúa alla í einu að
mestu leyti eða öllu?
Það er gamalt máltæki:
„Tekst ef tveir vilja“. Hjer eiga
tveir flokkar manna hlut að
máli. í fyrri flokknum tel jeg
þá, sem dálitið fjármagn hafa,
en ekki leggja sinn eiginn
vinnukrapt til þilskipaveiða
(væntanlegir útgj örðarmenn),
en i hinum flokknum eru þeir,
sem lítið eða ekkert fje hafa
annað en vinnuarð sinn, en eru
fúsir að leggja fram vinnu-
kraptinn (formenn og hásetar).
Ef þessir tveir flokkar leggja
saman, mynda regluleg sam-
vinnufjelög með góðri stjórn og
skipulagi og fylgja svo fyrir-
tækinu með tiltrú og góðri von,
þá skil jeg ekki í örðu en að
mikið ávinnist og að það, sem
vinnst þannig, verði notasælla
en með nokkru öðru fyrirkomu-
lagi.
Jeg hugsa mjer fyrirkomu-
lagið í aðalatriðunum á þessa
leið. Menn á allstóru svæði,
sem stunda fiskveiðar, ganga
í sjálfsábyrgðarfjelag og sjeu
inngönguskilyrðin meðal ann-
ars viss hluteign í höfuðstóli
fjelagsins (ekki mjög stór) og
samsvarandi ábyrgð. Fjelagið
kaupir og gjörir út svo mörg
þilskip, sem það hefur efni og
ástæður til. Það kemur og á fót
samsvarandi frystihúsum, salt-
forða, fiskverkunarstæðum og
nauðsynlegum áhöldum. Allir
hásetar á skipunum og stöðug-
ir verkamenn sjeu i fjelaginu,
og fá þeir vinnulaun sín í á-
kveðinni hlutdeild aflans. Allur
kostnaður við útgjörðina og
fiskverkunina að öðru leyti sje
fjelagslegur. Fjelagið annast
sjálft eða með eigin erindreka
sölu fisksins á markaði. Jafn-
framt þessu sje fjelagið kaup-
fjelag, þ. e. gjöri sameiginleg
innkaup á öllum helztu nauð-
synjavörum, ekki einungis til
útgjörðarinnar, heldur og til
heimilisþarfa hvers fjelags-
manns. Það setji sjer strangar
reglur um fiskverkunina.
Hlunnindi við svona lagaðan
fjelagsskap eru skjótt auðsæ,
t. d.:
1. Að ýmsir smámolar, sem til
lítils voru hagnýttir áður,
verða þá sameinaðir í þjón-
ustu framfarafyrirtækis í
allstórum stíl og bæta að
sínu leyti úr fjárskortinum.
2. Þess konar fjelag getur með
sjálfskuldarábyrgð sett all-
tryggilegt veð gegn nauð-
synlegu fjárláni í viðbót við
það veð, sem er í skipum
þess og húsum.
3. Hjer fara hagsmunir allra
saman; alúð og erfiði ein-
staklingsins eru hagsmunir
heildarinnar og hagsmunir
heildarinnar koma ein-
/-----------------------------------------------------------------------s
sendir viðskiptavinum sínum
beztu
JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR
V.__________________________________J
9