Samvinnan - 01.12.1973, Page 15

Samvinnan - 01.12.1973, Page 15
/---------------\ Sá mest seldi ár eftir ár manna í gott verð. Það er líka býsna skoplegt, sem búið er til út af öðru eins nafni, t. d. að leggja inn ull i „pöntunina" og annað enn verra. Enn er þess að gæta, að ef orðið „kaupfjelög" er haft um hin erlendu fjelög, þá eiga hin íslenzku það engu að síður; því allt, sem gjörir kaupfjelags- skapinn á Engl., í Danmörku og víðar sjerstaklega frábrugð- inn kaupmennskunni, er al- gjörlega sameiginlegt með hin- um islenzku fjelögum. En því miður bindur nafnið einmitt ekki þetta í sjer, heldur er nú búið að binda hugmyndina, sem liggur í enska orðinu Cooperation, við orðið kaupfje- lagsskapur, án þess að það svari til. Jeg vil þess vegna mælast til þess við þá Torfa í Ólafs- dal og Guðjón Guðlaugsson, að gjöra ekki höfundum orðsins „kaupfjelög" það til „ergelsis" að svipta kaupfjelög vor þessu nafni, til þess að troða upp á þau öðru eins og orðinu „pönt- unarfjelag" í staðinn. Jeg vil einmitt, að öll fjelögin taki upp nafnið og noti, allt þangað til annað betra fæst í staðinn. Pjetur Jónsson. 3. Rödd frá Sviss. í ritgjörð um kaupfjelög, ept- ir dr. J. F. Schár, formann fyr- ir sambandi kaupfjelaganna í Sviss, eru mjög ljóslega dregn- ar fram skoðanir þær, sem í Sviss, og víðar eru ríkjandi á- hrærandi þýðingu þá, sem kaupfjelögin hafa fyrir hið al- menna mannfjelagslega skipu- lag. Þar eru og skýrt tekin fram meginatriði kaupfjelagsskapar- ins. Eptirfylgjandi smágreinir eru þýddar úr þessari ritgjörð: 1. Það eru einkum tvær spumingar, sem hið nú- verandi fjelagslega ástand krefst úrlausnar á, nefni- lega: a. Hvað ber vinnandinn (framleiðandinn) úr býtum fyrir framleiðslu sína? (launamálið). b. Hvað fær neytandinn fyrir gjaldeyri sinn? (kaupskaparmálið). 2. Hinar fjelagslegu umbóta- tilraunir, sem miða að því að bæta kjör hinna lægstu stjetta og hjálpa eignaleys- ingjunum, eru þess vegna fólgnar í tveim meginatrið- um: a. að vinnandinn fái full- an og óskertan ávöxtinn af vinnu sinni. b. að neytandinn fái fullt og óskert gildi gjaldeyris síns í góðum vörum. 3. Vanalega fær neytandinn gegn 100 aurum í gjaldeyri sínum vörur, er að eins jafn-gilda 70-80 aurum. Með öðrum orðum, hann verður að borga 20-30% í óþarfa verðhækkun, er gengur til milliliðanna, og flýtur af úthlutuninni, van- skilunum, tímaeyðslunni, fjár og vinnueyðslu við hinar mörgu smáverzlanir. Þetta sýnir, að kaupskap- aratriðið er engu minna vert en launaatriðið. 4. Það virðist vera ranglátt að neytandinn — þegar hann kaupir lífsnauðsynjar sín- ar — sje neyddur til að borga 20—30% af þeim til milliliðanna, fyrir þau verk, sem hann sjálfur getur framkvæmt með minni tilkostnaði í vel skipuðu kaupfjelagi. 5. Þessir 20-30%, sem neyt- andinn er rændur, koma smákaupmanninum að litl- um eða engum notum. Mestur hlutinn rennur í vasa stóreiganda, nefnilega „grossera“og bankaeiganda (fjárrentur) húseiganda (húsaleiga) o. s. frv. Hinn hlutinn eyðist til óþarfrar Framhald á bls. 71. stm&ar örygyi fyrir þig og þina Frægur sigur vannst í baráttunni við berklana. Nú gefst hvers konar öryrkjum kostur á að endurheimta heilsu og orku með þjálfun og störfum við hæfi á Reykjalundi og Múlalundi. Enn þurfa margir að bíða eftir vist og vinnu. En uppbyggingin heldur áfram. Með þinni aðstoð — þátttöku í happdrætti SÍBS. Irafw Happdrætti SÍBS § vinningur margra, ávinningur allra. 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.