Samvinnan - 01.12.1973, Page 20

Samvinnan - 01.12.1973, Page 20
 tara Sjónmenntir á Sjónmenntir á Sjónmenntir á Islandi íslandi íslandi Gísli B. Björnsson Guðrún Jónsdóttir Gylfi Gíslason Hörour Ágústsson Jón Haraldsson SigurSur A. Magnússon Stefán Snæbjörnsson SAM: Pyrir þrjátíu árum felldi Steinn Steinarr þennan óvægi- lega dóm: „íslendingar eru vafalaust ólistrænasta þjóð veraldarinnar. Ekkert liggur öllu fjær íslenzku heimili en listrænn smekkur á hvaða sviði sem er.“ Og rúmri öld áð- ur lét danskur maður, L. Chr. Miiller, svo ummælt í Fjölni (1833): „Það, sem er sjaldgæf- ast á íslandi, er fegurðartil- finning og skáldandi.“ Vorum við raunverulega svona illa staddir, áður en myndlist varð lifandi þáttur í íslenzku menn- ingarlífi, og eftir að myndlist hafði verið stunduð hér af kappi í hartnær hálfa öld? Hörffur: Ég mótmæli þvi ein- dregið. En til að rökstyðja mál mitt verð ég að halda smátölu um það, hvernig íslenzk mynd- list í víðtækustu merkingu, þ. e. a. s. húsagerðarlist, högg- myndalist, málaralist og list- iðnaður, hefur þróazt með þjóð- inni. Eftir tíu ára könnun á þessu efni hef ég komizt að eftirfarandi niðurstöðu: Þegar íslendingar eru búnir að koma sér fyrir í hinu nýja landi og stofna nýtt þjóðfélag fyrir um það bil þúsund árum, þá verð- ur fljótt mikil gróska á öllum sviðum. Einsog ég hef oft bent á, hafa bókmenntirnar yfir- skyggt myndlistina, og ástæð- SAM: Hörður minnist á ritaðar heimildir um íslenzka myndlist til forna, og í því sambandi er meðal annars fróðlegt, að fyrstu myndir sem við höfum heimildir um eru kamarsteikn- an fyrir því er einfaldlega sú, að myndlistararfurinn frá mið- öldum er mikiðtil horfinn. Eft- ir er brot og brot á söfnum. En þessi brot ásamt rituðum heim- ildum sýna alveg ótvírætt að mínum dómi, að hér hefur ver- ið hámenning á miðöldum bæði í byggingarlist og mynd- list. Á það ætla ég að reyna að færa sönnur á næstu árum. Hinsvegar er augljóst, að strax um siðaskipti hrakar þessum listgreinum í landinu, og seinna svo, að segja má, að stefnan niðurávið sé næstum því lóð- rétt. Við getum sagt, að há- punkturinn sé á 13. og 14. öld, síðan er kúrfan aðeins hall- andi niðurávið, á 17. öld lækk- ar hún þónokkuð, en á 18. öld hrapar hún. í sambandi við ummæli Steins Steinars er á- stæða til að ræða mjög ræki- lega hér þau umskipti sem verða, þegar íslendingar hætta að vera bændaþjóð og gerast nútímaiðnaðarþjóð i smáum stíl. Einsog á öllum byltingar- tímum skolast margt til í þess- um umbrotum, og það er ein- mitt á þessum skilum sem Steinn Steinarr fellir sinn dóm. Það hefur ekkert verið gert til að sýna fólki framá það, að jafnvel á niðurlægingartímun- um var til myndlist, og að myndlist í víðtækasta skilningi hefur átt óslitna sögu ekki síð- ur en bókmenntirnar. ingar. í Landnámu segir frá því, að Tjörvi nokkur, sem var i sárum vegna þess að hann fékk ekki konuna, sem hann vildi eignast, teiknaði af henni mynd á kamarsvegginn, en hún var jafnharðan þurrkuð út. Sögurnar geyma einnig ríku- legar heimildir um myndlist, til dæmis Laxdæla sem lýsir myndskreyttum salarkynnum Ólafs Pá skilmerkilega, sömu- leiðis Njála og margar fleiri íslendingasögur. Þarna eru semsé heimildir um myndlist- ararf sem er algerlega glatað- ur. En hvernig skýrið þið þá þjóðsögu, að íslendingar hafi takmarkaðan áhuga eða smekk fyrir myndlist? Ásmundur Sveinsson talar einnig um, að íslendingum hafi láðst að þjálfa augað. Jón: Stafar þetta ekki einfald- lega af búksorgum íslendinga? Þjóð, sem var nánast útþurrk- uð af völdum náttúruhamfara, einokunar og annars djöful- skapar, verður náttúrlega ekki sérstaklega spretthörð í svo- kölluðum menningarmáium. Þegar börnin svelta í kotinu, eru menn ekki að velta fyrir sér listsköpun á veggjum eða útskurði. SAM: En nú eigum við þessar heimildir um rikulegan mynd- listararf, en það er einsog mönnum hafi sézt yfir þær í öllum umræðum um þessi mál. Jón: Það er þessi ágæta and- ófsstefna kreppuárakynslóðar- innar, sem Steinn tilheyrði. Á þessum árum skilst manni að tízkan hafi verið að hafna öllu íslenzku, tala um að íslending- ar væru menningarsnauðir og ólistrænir. Ég ætla ekki að fara að tala máli Steins, enda þarf hann ekki á hjálp að halda, en ég held að hér sé um að ræða glósur eða frasa, sem notaðir voru í því skyni að ganga framaf mönnum, koma þeim úr jafnvægi, vekja um- tal, sem aftur fæðir af sér at- hugasemdir og spurningar um afstöðu manna til þessara hluta. SAM: En er þetta ekki tengt dönskum menningaráhrifum á síðustu öld? Gísli: Jú, ég held að þróunin hafi slitnað einhverntíma í byrjun síðustu aldar. SAM: Þegar talað er um is- lenzkan fegurðarsmekk, hef ég í huga allt það erlenda skran sem hingað barst á síðustu öld og öll betri heimili voru full af. Hörffur: Ég vil leggja áherzlu á þjóðfélagsfræðina í þessu, af- þvi vikið var réttilega að fá- tækt þjóðarinnar. En við meg- um ekki gleyma því, að þjóð- frelsismenn, Fjölnismenn, Jón Sigurðsson og þeir sem á eftir komu, hafa dregið ákveðið járntjald fyrir söguna. Þeir hafa beinlinis villt heimildir á íslenzku þjóðfélagi. Alveg fram- á 18. öld er íslenzkt þjóðfélag lénsþjóðfélag, þ. e. a. s. það eru nokkrir menn sem eiga all- ar jarðir í landinu, og þeir eru mjög ríkir. En eftir að þjóð- frelsisbyltingin hefst, þarf að vinna gegn þessari yfirstétt, brjóta hana niður, einsog sið- ur er á byltingartímum þarf að benda á galla hennar. Hún hef- ur safnað miklum auði og skil- ið eftir sig mikla fátækt, og það er bara horft á fátæktina. Okkur er sagt að öll þjóðin hafi búið í torfkofum. Þetta er bara lygi. Alþýða Evrópu bjó líka í torfkofum. En við höfum gleymt því sem yfirstéttin bjó til, afþví arfur hennar er horf- inn. Ég get til dæmis leitt ykk- ur inni Þingeyraklaustur á 17. og 18. öld. Það er glæsilegt höfuðból, og þar er svo mikið til af fögrum hlutum, allt svo vel uppbyggt, að ættum við Heimildir um forna myndlist 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.