Samvinnan - 01.12.1973, Síða 20

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 20
 tara Sjónmenntir á Sjónmenntir á Sjónmenntir á Islandi íslandi íslandi Gísli B. Björnsson Guðrún Jónsdóttir Gylfi Gíslason Hörour Ágústsson Jón Haraldsson SigurSur A. Magnússon Stefán Snæbjörnsson SAM: Pyrir þrjátíu árum felldi Steinn Steinarr þennan óvægi- lega dóm: „íslendingar eru vafalaust ólistrænasta þjóð veraldarinnar. Ekkert liggur öllu fjær íslenzku heimili en listrænn smekkur á hvaða sviði sem er.“ Og rúmri öld áð- ur lét danskur maður, L. Chr. Miiller, svo ummælt í Fjölni (1833): „Það, sem er sjaldgæf- ast á íslandi, er fegurðartil- finning og skáldandi.“ Vorum við raunverulega svona illa staddir, áður en myndlist varð lifandi þáttur í íslenzku menn- ingarlífi, og eftir að myndlist hafði verið stunduð hér af kappi í hartnær hálfa öld? Hörffur: Ég mótmæli þvi ein- dregið. En til að rökstyðja mál mitt verð ég að halda smátölu um það, hvernig íslenzk mynd- list í víðtækustu merkingu, þ. e. a. s. húsagerðarlist, högg- myndalist, málaralist og list- iðnaður, hefur þróazt með þjóð- inni. Eftir tíu ára könnun á þessu efni hef ég komizt að eftirfarandi niðurstöðu: Þegar íslendingar eru búnir að koma sér fyrir í hinu nýja landi og stofna nýtt þjóðfélag fyrir um það bil þúsund árum, þá verð- ur fljótt mikil gróska á öllum sviðum. Einsog ég hef oft bent á, hafa bókmenntirnar yfir- skyggt myndlistina, og ástæð- SAM: Hörður minnist á ritaðar heimildir um íslenzka myndlist til forna, og í því sambandi er meðal annars fróðlegt, að fyrstu myndir sem við höfum heimildir um eru kamarsteikn- an fyrir því er einfaldlega sú, að myndlistararfurinn frá mið- öldum er mikiðtil horfinn. Eft- ir er brot og brot á söfnum. En þessi brot ásamt rituðum heim- ildum sýna alveg ótvírætt að mínum dómi, að hér hefur ver- ið hámenning á miðöldum bæði í byggingarlist og mynd- list. Á það ætla ég að reyna að færa sönnur á næstu árum. Hinsvegar er augljóst, að strax um siðaskipti hrakar þessum listgreinum í landinu, og seinna svo, að segja má, að stefnan niðurávið sé næstum því lóð- rétt. Við getum sagt, að há- punkturinn sé á 13. og 14. öld, síðan er kúrfan aðeins hall- andi niðurávið, á 17. öld lækk- ar hún þónokkuð, en á 18. öld hrapar hún. í sambandi við ummæli Steins Steinars er á- stæða til að ræða mjög ræki- lega hér þau umskipti sem verða, þegar íslendingar hætta að vera bændaþjóð og gerast nútímaiðnaðarþjóð i smáum stíl. Einsog á öllum byltingar- tímum skolast margt til í þess- um umbrotum, og það er ein- mitt á þessum skilum sem Steinn Steinarr fellir sinn dóm. Það hefur ekkert verið gert til að sýna fólki framá það, að jafnvel á niðurlægingartímun- um var til myndlist, og að myndlist í víðtækasta skilningi hefur átt óslitna sögu ekki síð- ur en bókmenntirnar. ingar. í Landnámu segir frá því, að Tjörvi nokkur, sem var i sárum vegna þess að hann fékk ekki konuna, sem hann vildi eignast, teiknaði af henni mynd á kamarsvegginn, en hún var jafnharðan þurrkuð út. Sögurnar geyma einnig ríku- legar heimildir um myndlist, til dæmis Laxdæla sem lýsir myndskreyttum salarkynnum Ólafs Pá skilmerkilega, sömu- leiðis Njála og margar fleiri íslendingasögur. Þarna eru semsé heimildir um myndlist- ararf sem er algerlega glatað- ur. En hvernig skýrið þið þá þjóðsögu, að íslendingar hafi takmarkaðan áhuga eða smekk fyrir myndlist? Ásmundur Sveinsson talar einnig um, að íslendingum hafi láðst að þjálfa augað. Jón: Stafar þetta ekki einfald- lega af búksorgum íslendinga? Þjóð, sem var nánast útþurrk- uð af völdum náttúruhamfara, einokunar og annars djöful- skapar, verður náttúrlega ekki sérstaklega spretthörð í svo- kölluðum menningarmáium. Þegar börnin svelta í kotinu, eru menn ekki að velta fyrir sér listsköpun á veggjum eða útskurði. SAM: En nú eigum við þessar heimildir um rikulegan mynd- listararf, en það er einsog mönnum hafi sézt yfir þær í öllum umræðum um þessi mál. Jón: Það er þessi ágæta and- ófsstefna kreppuárakynslóðar- innar, sem Steinn tilheyrði. Á þessum árum skilst manni að tízkan hafi verið að hafna öllu íslenzku, tala um að íslending- ar væru menningarsnauðir og ólistrænir. Ég ætla ekki að fara að tala máli Steins, enda þarf hann ekki á hjálp að halda, en ég held að hér sé um að ræða glósur eða frasa, sem notaðir voru í því skyni að ganga framaf mönnum, koma þeim úr jafnvægi, vekja um- tal, sem aftur fæðir af sér at- hugasemdir og spurningar um afstöðu manna til þessara hluta. SAM: En er þetta ekki tengt dönskum menningaráhrifum á síðustu öld? Gísli: Jú, ég held að þróunin hafi slitnað einhverntíma í byrjun síðustu aldar. SAM: Þegar talað er um is- lenzkan fegurðarsmekk, hef ég í huga allt það erlenda skran sem hingað barst á síðustu öld og öll betri heimili voru full af. Hörffur: Ég vil leggja áherzlu á þjóðfélagsfræðina í þessu, af- þvi vikið var réttilega að fá- tækt þjóðarinnar. En við meg- um ekki gleyma því, að þjóð- frelsismenn, Fjölnismenn, Jón Sigurðsson og þeir sem á eftir komu, hafa dregið ákveðið járntjald fyrir söguna. Þeir hafa beinlinis villt heimildir á íslenzku þjóðfélagi. Alveg fram- á 18. öld er íslenzkt þjóðfélag lénsþjóðfélag, þ. e. a. s. það eru nokkrir menn sem eiga all- ar jarðir í landinu, og þeir eru mjög ríkir. En eftir að þjóð- frelsisbyltingin hefst, þarf að vinna gegn þessari yfirstétt, brjóta hana niður, einsog sið- ur er á byltingartímum þarf að benda á galla hennar. Hún hef- ur safnað miklum auði og skil- ið eftir sig mikla fátækt, og það er bara horft á fátæktina. Okkur er sagt að öll þjóðin hafi búið í torfkofum. Þetta er bara lygi. Alþýða Evrópu bjó líka í torfkofum. En við höfum gleymt því sem yfirstéttin bjó til, afþví arfur hennar er horf- inn. Ég get til dæmis leitt ykk- ur inni Þingeyraklaustur á 17. og 18. öld. Það er glæsilegt höfuðból, og þar er svo mikið til af fögrum hlutum, allt svo vel uppbyggt, að ættum við Heimildir um forna myndlist 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.