Samvinnan - 01.12.1973, Page 21
bara Þingeyraklaustur 18. ald-
ar, þá yrði það ferðamanna-
staður.
Jón: Enda var þetta ríkasta
klaustur á landinu.
Hörður: Það voru mörg svipuð
höfuðból, en þau eru bara horf-
in með öllu. Þessvegna sjáum
við ekkert nema kotin frá sið-
ustu öld.
Jón: Þarna kemur bæði til
tímans tönn, og svo hitt að
landið var bókstaflega tæmt af
öllu fémætu. Það var allt flutt
til Danmerkur.
Hörður: Ef þið hafið til dæmis
lesið listann í Fornbréfasafninu
yfir alla þá muni, sem teknir
voru úr Þingeyraklaustri einu
og fara mundu langt i að fylla
Þjóðminjasafnið, þá munduð
þið skilja þetta betur.
Jón: Enda var ísland nýlenda,
sem var notuð fyrir óefnilega
pabbadrengi, sem gátu ekki
unnið fyrir sér á heiðarlegan
hátt. Þeir voru sendir til ís-
lands í nokkur ár og komu
heim og byggðu veglegar hallir,
eftir að búið var að skrapa
landið gersamlega bæði hár-
laust og jafnvel húðlaust af
listrænum hlutum.
Norsk og dönsk áhrif
Gísli: Ég hef á tilfinningunni
að þráðurinn hafi slitnað á ár-
unum frá 1830 til um 1930.
Hörður: Ef við tökum húsagerð
hér i Reykjavík og sjáum, hvað
embættismennirnir hafa byggt
í höfuðborginni og hve menn-
ingarlegur bærinn er kringum
árið 1900, þá fáum við aðra
mynd en við erum vön að gera
okkur af þessum tíma. En þá
þýðir ekki að fara i moldarkof-
ana við Arnarhól eða í Þing-
holtunum. Við verðum að fara
niðrí Lækjargötu og Tjarnar-
götu.
Jón: Að ekki sé minnzt á Ak-
ureyri, Seyðisfjörð og ísafjörð.
Um aldamót var Akureyri
raunverulega miklu meira
menningarsetur en Reykjavík.
Þar sátu andans menn einsog
Matthias og hans nótar.
Gísli: En var það ekki fyrst og
fremst byggt að Norðmönnum
og Dönum?
Jón: Auðvitað koma þar til
bæði norsk og dönsk áhrif á
húsagerð.
Gylfi: Erlendu áhrifin eru
menningarleg á þessum stöð-
um.
Gísli: En eru ekki okkar eigin
framkvæmdir sem þjóðar litil-
vægar á þessum tíma?
Hörður: Alls ekki. Þetta er ná-
kvæmlega það sama og skeður
á miðöldum. Athugið bara,
hvernig miðaldir mótast. Það
er ekki til nein þjóðræknistefna.
Ef þið lítið á gótíkina í Frakk-
landi og Englandi og norður
um alla Evrópu, þá mundu
þessir afturhaldsseggir, sem
skrifa í slúðurdálkana, segja
að hér sé um að ræða tízku-
stefnu þar sem hver apar upp
eftir öðrum.
Jón: Varla verður hægt að tala
um tízkustefnur í sambandi við
byggingar, sem tók kannski
tvær til þrjár aldir að reisa.
Gótíkin bryddir á ákveðnum
nýjum byggingartæknilegum
möguleikum, og það var efnið,
einsog gjarnan vill verða, sem
réð byggingarhættinum. Eins
er byggingarlist á íslandi háð
þeim efnum, sem fyrir hendi
eru, þeirri veðráttu, sem verð-
ur að byggja fyrir, og svo vit-
anlega ríkjandi þjóðfélagshátt-
um, þeirri fátækt sem þjóðin
lifði við. Að sjálfsögðu byggðu
höfðingjar og hið kirkjulega
vald, meðan þess naut við, bet-
ur en almúgamaðurinn.
SAM: Þetta hrap, sem Hörður
minntist á að átt hefði sér
stað með siðaskiptunum, hlýtur
að vera tengt því, að þá hverf-
ur af vettvangi það afl sem
stóð á bakvið svo mikið af list-
sköpun þjóðarinnar, hið auð-
uga kirkjulega vald. Þá höfð-
um við enga arftaka hér heima.
Útí Evrópu tekur aðallinn að
verulegu leyti við hlutverki
kirkjunnar í listrænum efnum,
ræður til sín listamenn, en hér
verður algert tómarúm.
Jón: Það hörmulega í þessu
máli er, að meðan kaþólska
kirkjan sat við völd safnaði
hún auði og völdum, en byggði
um leið upp þjóðmenninguna,
en með siðaskiptunum hverfur
frumkvæði og framtak úr
Stefán, Guðrún, Jón og Sigurður A. Magnússon.
landi. Þá hættir þjóðin að geta
tjáð sig í ákveðnum listform-
um, en í staðinn fær hún
„kulturvenlige Danskere“, sem
hafa alls engan metnað fyrir
hönd íslenzkrar menningar.
Einsog ég sagði við danska vini
mína á sinum tíma: Á 600 ára
stjórnarskeiði Dana á íslandi
reistu þeir aðeins eitt hús, og
það var tukthús.
Hörður: Þau voru að vísu fleiri.
Hvað um Viðeyjarstofu?
Jón: Auðvitað tók ég mér
skáldaleyfi einsog Steinn Stein-
arr. Þetta fór líka prýðisvel í
Danskinn.
Gylfi: Mig langar að benda á
eitt í sambandi við ummæli
Steins. Þegar hann lætur þessi
orð falla, er Þjóðminjasafnið
að kúldrast inní Landsbóka-
safni, þannig að það litla sem
til er af eldri arfleifð er varla
sjáanlegt. Þessir hlutir eru ekki
einusinni settir upp þannig nú,
að við skoðum þá sem mynd-
listarverk. Þessvegna förum við
á mis við þann rétta skilning á
fortíð okkar.
Bókmenntir í fyrirrúmi
Guðrún: Mér finnst líka rétt
að benda á það, að þeir ís-
lendingar, sem hafa verið okk-
ar aðalmenningarfrömuðir,
hafa miklu frekar haldið fram
bókmenntum og bókmennta-
arfi okkar. Þetta á við enn í
dag. Það gætir miklu meiri
skilnings á bókmenntum en
öðrum listgreinum.
Jón: Það er það eina sem virt
er meðal íslendinga. Einsog Ás-
mundur Sveinsson sagði ein-
hverntíma, ef menn geta hnoð-
að saman vísu eru þeir menn
með mönnum, en allt annað er
hégómi.
Gylfi: Við verðum að hafa í
huga í sambandi við bókina, að
þegar endurreisnin er að hefj-
ast hér á landi, þá er bókin
fjölmiðill þeirra tíma. Leiðtog-
arnir ná einungis til fólksins
með hinu prentaða orði, með
bókinni. Þeir geta ekki náð
sömu áhrifum með myndum,
og af því leiðir að þróun bók-
menntanna verður miklu meiri
og blómlegri en annarra list-
greina.
SAM: Má vera, en ég vil nú
samt varpa fram þeirri stað-
hæfingu, að íslenzk myndlist á
þessari öld sé sízt ómerkari
þegar á heildina er litið en
bókmenntirnar sem samdar
hafa verið. Hitt er kannski líka
vert íhugunar, að enginn ís-
lenzkur rithöfundur getur lifað
af sínum verkum, nema Hall-
dór Laxness, en það geta
nokkrir myndlistarmenn.
Hörður: Þeir eru áreiðanlega
færri en þeir sem lifa á bók-
menntum.
SAM: Það lifir enginn rithöf-
undur nema Laxness á bókum
sínum.
Hörður: Við skulum ekki deila
um það. En ég vildi aðeins
víkja að skilningi íslendinga á
sjálfum sér og sögu sinni, sem
ég álit vera rangan. Ég tel að
rómanski stíllinn hafi verið
21