Samvinnan - 01.12.1973, Side 29

Samvinnan - 01.12.1973, Side 29
Gísli: En nú eru þessi hús allt öðruvísi en hann teiknaði þau. Hlutföllum teikninga hans hef- ur verið breytt, útlitsbreyting- ar gerðar o. s. frv. Jón: Ef þið litið á hvað hann gerir, þegar hann fer að reyna að endurvekja islenzka sveita- bæi í steinsteypu með burstum og öðru dóti eða þegar hann fer útí stuðlarómantíkina sína, þá kemur i ljós að hann virðist hafa verið gersneyddur sjálfs- gagnrýni. Einsog við vitum öll, hversu óvægin sem við erum í gagnrýni á aðra og hversu kerfisbundin sem við erum í allri okkar gagnrýni, þá er for- senda allra góðra verka sjálfs- gagnrýni. Gylfi: Það er eitt sem við meg- um ekki gleyma í sambandi við Guðjón Samúelsson, og það er að hann kemur í kjölfar ákveð- inna þjóðfélagsbreytinga. Þjóð- félagsbreytingarnar, sem verða á þessum tíma, eru meðal ann- ars þær, að allt íslenzka flokka- kerfið stokkast upp eftir 1918, og það er Jónas Jónsson sem er driffjöðurin í þeim breytingum. Hann nær ákveðnum pólitísk- um völdum, sem síðan tengj- ast listinni á þessum vettvangi með Guðjóni Samúelssyni. Hann fær tækifæri til að gera eitthvað með fjármagn handa á milli. Hann er fyrsti íslenzki arkítektinn sem fær þessa að- stöðu í landinu. Þáttaskil í seinni heimsstyrjöld SAM: Eigum við þá að snúa okkur að ballinu, sem Hörður minntist á. Hann segir að tengslin við Kaupmannahöfn hafi rofnað í seinni heimsstyrj - öld, og þá hafi ballið byrjað. Þá fáum við semsé það sem við búum við nú að meira eða minna leyti. Hvað var það í rauninni sem gerðist? Hörður: í byggingarlist gerist meðal annars það, að í stað tengslanna við Kaupmanna- höfn koma tengsl við Noreg, Svíþjóð, England, Þýzkaland, Frakkland, Ítalíu og Bandarík- in. Það sama gerist í myndlist- inni. Menn fóru yfirleitt til Kaupmannahafnar og lærðu málaralist þar, en mín kyn- slóð, þ. e. a. s. stríðskynslóðin, við förum til margra landa. Kristján Davíðsson, Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pétursson og Kjartan Guðjónsson fara til Chicago, New York og Boston. Við hinir förum til Kaup- mannahafnar, Parísar og Eng- lands. Gerður Helgadóttir f er til Ítalíu. Sú samtenging, sem var í því fólgin að íslendingar námu á einum stað, þar sem prófessorarnir vissu þó hvar ísland var á jarðkringlunni, hún skapaði ákveðið samhengi. En þegar íslenzk list losnar úr þessum föstu menntastofnana- tengslum og listafólkið fer á tvist og bast, þá má segja, eins- og raunar hefur verið sagt í gamni, að íslenzk list verði al- þjóðasýning á listaskólum ver- aldarinnar. Jón: Þetta tel ég alls ekki vera neikvætt, svo lengi sem góð- ir hlutir eru skapaðir. Ég álit það ekki afsakanlegt, heldur beinlínis æskilegt, að menn eigi sér fyrirmyndir. Siðan sker reynsla, manndómur og hæfi- leikar úr um það, hvað úr verð- ur. SAM: Er það þá svo, að góðir hlutir séu skapaðir hér? Gísli: Það er góð spurning, sem vert væri að ræða. Er innlend listastofnun æskileg? Hörður: Afþví við ætlum að ræða hér nútið og framtíð, þá finnst mér skipta meginmáli, hvort sem menn vilja kenna það við þjóðernisstefnu eða eitt- hvað annað, að íslendingar myndi þessar stofnanir í land- inu, sem þeir hafa sótt til um allar jarðir, ekki endilega til að skapa „íslenzkan arkítektúr" eða „islenzka list“, heldur til að skilja sjálfa sig, i hvaða landi Torfstafn á baðstofu norðanlands. þeir búa og við hvaða efna- hagsaðstæður. Þetta er að minu viti framtíðarverkefnið, og ég er ekki að prédika ein- angrun eða neitt i þá áttina. Höfuðatriðið er, að mennta- stofnanirnar verðum við að fá inní landið til þess að við skilj- um sjálfa okkur, samanber það að í landi einsog Danmörku eða Noregi miðla kennararnir á- kveðinni reynslu, sem er bæði þeirra eigin persónulega reynsla og reynsla kynslóðanna í landinu. Hér kemst ekki á jafnvægi fyrr en við, sem fá- umst við hinar ýmsu listgrein- ar, getum farið að miðla á- kveðinni reynslu sem við höf- um hlotið hér, en ekki í Þýzka- landi eða Kaupmannahöfn eða Paris. Ég er ekki að tala um það, að við lokum landinu, alls ekki. Þetta er samskonar grundvallaratriði einsog að fá Alþingi inní landið, einsog að fá stjórnarráð inní landið og háskóla inní landið. Afhverju má ekki fá listaskóla inni land- ið eða arkítektaskóla? Jón: Vissulega mundi ég styðja innlendan listaskóla eða arki- tektaskóla, en á ákveðnum for- sendum. Ef horft er til ófyrir- sjáanlegrar framtiðar, þá munu geta skapazt forsendur fyrir slíkum skólum í landinu, en þessar forsendur eru kenn- araliðið. Milljónaþjóðir einsog á Norðurlöndum, sem eru þó dvergþjóðir í samanburði við stærri þjóðir, eiga í erfiðleik- um við að fá góða kennara. Arkítektaskóli krefst til dæmis þvílíks mannafla, að væru til það góðir arkitektar á íslandi, að þeir gætu starfað við slíkan skóla, þá mundu þeir ekki gera neitt annað. Kennslustörf í arkítektaskóla eru full vinna. Hörður: Afhverju höfum við auglýsingadeild við Myndlista- og handíðaskólann, og hvers- vegna hefur á síðustu tíu ár- um orðið bylting hér í auglýs- ingateiknun og bókahönnun? Hvaða fólk er það sem vinnur að því? Það er fólk sem hefur verið alið upp hjá okkur. Af- hverju getur Jón Haraldsson ekki alveg eins kennt arkítekt- úr einsog Gísli Björnsson aug- lýsingateiknun ? Jón: Ég gerði bara ekki annað á meðan. 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.