Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 38

Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 38
listsköpun niður, en ég er líka vantrúaður á kapítalíska kerf- ið, því það hefur gert alla skap- aða hluti að söluvarningi. Það eru þarna tveir kostir, sem báðir eru slæmir, og þá er spurningin, hvort hægt sé að finna einhvern annan kost. Gætum við til dæmis ekki haft frumkvæði um að skapa þriðja kostinn hér á íslandi? Þurfum við endilega að lifa nákvæm- lega einsog hinir? Stefán: Eru það ekki pening- arnir sem skapa þörfina fyrir alla þessa arkítekta og hönnuði og auglýsingamenn og guðveit- hvað? Við þurfum ekki að vera feimin, þó við ætlum að græða eitthvað. Gylfi: Útaf þessu sem Hörður var að segja má benda á, að nú er kominn fram geysistór hópur ungra myndlistarmanna, sem vinna alls ekki fyrir mark- að; þeir vinna ekki til að selja. En ríkið eða aðrir opinberir aðilar hafa ekki tekið við sér, þannig að þeir hafa engan líf- eyri af vinnu sinni. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að þessir ungu menn munu halda áfram að vinna með þessum hætti, sem er gerólikur þeim vinnu- brögðum sem við höfum átt að venjast, og þá er spurningin, hvernig þeim verði tryggð að- staða til að vinna áfram. HörSur: Höfum við lif að á okk- ar myndlist? Gylfi: Kannski ekki, en ég held að ástandið hafi aldrei verið verra i sambandi við sölu ungra myndlistarmanna. Gísli: Gerðist ekki nákvæm- lega það sama með September- málarana á sínum tíma? Voru þeir nokkuð að vinna fyrir Hörður: Við spyrjum, hvað sé hægt að gera einsog ástandið er nú. Við erum að tala um arkítektúr, og það var spurt um samband arkítektúrs og myndlistar. Hér er búið að byggja bæði ljót hús og falleg hús; það er semsé búið að byggja gríðarlega mikið, en það hefur engum manni dottið í hug að hafa myndlistarmenn með í ráðum, fá myndlistar- mennina og listiðnaðarmennina inní þetta samstarf. Ég er bú- inn að kenna síðan 1953 og markaðinn? Seldu þeir nokk- uð þá? Hörður: Ég hef aldrei unnið fyrir markað, aldrei á ævinni. Gylfi: Ég er ekki að tala um, að menn vinni með því hugarfari, að þeir séu að vinna fyrir markað. Stefán: Ég er hinsvegar þann- ig tengdur þessum vélum og markaði, að ég kemst ekki hjá að viðurkenna, að þörf sé fyrir markað og að hann sé óhjá- kvæmileg staðreynd. Jón: Mér finnst skjóta hérna skökku við, nema ég hafi mis- skilið orð Gylfa áðan. Mér fannst hann segja, að ungu myndlistarmennirnir hefðu að kjörorði: „Ekki listin fyrir list- ina, heldur listin fyrir fólkið.“ En nú segir hann, að þessir sömu menn máli alls ekki fyrir markað. Ætla þeir þá bara að horfa á myndirnar sjálfir? Gylfi: Nei, en myndirnar eru gerðar í því formi, að einstakl- ingar kæra sig kannski alls ekki um að eiga þær. Jón: Þeir vilja ekki eiga þær? Opinberir aðiljar eða félags- samtök eru þó líka viss mark- aður. Gylfi: Kannski væri réttara að orða það öfugt. Ungir mynd- listarmenn kæra sig yfirleitt ekki um sölu til einstaklinga. Pólitísk myndlist, sem er mjög i uppsiglingu núna, er ekki fyr- ir eitt einasta hemili, að minnstakosti meðan listamenn- irnir eru svo blankir að þeir geta ekki búið til nema eitt eintak af hverri mynd. Fjöl- miðlun myndlistar er mjög erfið hér á landi enn sem kom- ið er. þekki nokkuð vel til þessara mála, og ég leyfi mér að full- yrða að hér á íslandi sé grið- arlega mikið af hæfileikafólki á myndlistasviðinu. Og það eru ekki alltaf mestu hæfileika- mennirnir sem komast í sviðs- ljósið, þvi það þarf meira til en hæfileika eina saman til að þola ástandið sem ríkir: það þarf þrautseigju og vissa hörku. Á miðöldum var kirkjan hins- vegar gráffug í list, og þá komu hæfileikarnir til skila. Hvernig eigum við þá að skipuleggja þessi mál í nútímanum, þannig að ekki fari fyrir hæfileika- fólkinu, sem nú er við nám, einsog stofublómi sem sett er útí kuldann, þar sem það deyr? Við þessir gömlu jálkar þolum kannski ástandið, en ég er ekki viss um að yngra fólkið þoli það. Og svo erum við líka að vissu leyti dauðir. Ef ég væri menntamálaráðherra, væri ég ekki í neinum vandræðum með að leysa þennan vanda: Ég mundi fara að dæmi Krists í musterinu og reka út þetta fólk, sem Jón var að tala um, og taka inn gáfaða menn í staðinn og fá þeim í hendur verkefni. Guffrún: Ég verð nú að segja að það sem Hörður segir um dauðu blómin, sem rifin eru upp með rótum og látin útí kuldann til að deyja eftir að námi í Myndlista- og handíða- skólanum lýkur, á eiginlega líka við um íslenzka arkítekta. Þar er nákvæmlega sama uppá teningnum. Við komum heim frá þessum skólum okkar og erum kannski full af áhuga, en hverju mætum við þegar heim kemur? Við hittum fyrir á- kveðna stofnun sem heitir Hús- næðismálastofnun rikisins, sem selur niðurgreiddar teikningar samkvæmt fyrirmælum ákveð- ins ráðuneytis, og þar er ekki einn einasti arkítekt. Ef á að fara að teikna fyrir landsbyggð- Gísli: Þessu er öðruvísi farið hjá okkur listiðnaðarmönnum, þvi okkur hefur tekizt að ná töluverðum tökum á þeim markaði, sem við erum að etja við, á tiltölulega skömmum tíma, ánþess að hafa nokkurn mann i nokkurri stofnun til að hjálpa okkur eða beita fyrir okkur, á sama tíma og ýmsar stéttir, einsog til dæmis arkí- tektar, hafa þó haft menn í öllum stöðum til að hafa áhrif á gang mála. Það er ekki nema eitt ár síðan síðasti arkítekt- inn fór frá Húsnæðismála- stofnuninni. Jón: Má ég koma því hér að strax, að arkítektar sem stétt hafa ekki menn í hinum og þessum stöðum, einsog Gísli heldur fram, til þess að starfa að málefnum arkítekta. Gísli: Þetta eru þó menn sem eru menntaðir til þessara ina, hittum við fyrir aðra stofnun, sem heitir Teikni- stofa landbúnaðarins sem deil- ir út ókeypis teikningum. Þar er einn arkítekt. Við hittum fyrir húsameistara rikisins. Hann er með skrifstofu, en afþví við erum á íslandi, þá er svo fínt að vera húsameist- ari ríkisins, að framhjá hon- um er mjög erfitt að komast. Jón: Það er sko ekki fint leng- ur! Guffrún: Víst er fínt að vera húsameistari ríkisins. Jón: Hvaða fólk blandar þú eiginlega geði við? SAM: Þarna erum við með sósíalískt skipulag, ríkisreknar stofnanir . . . Guffrún: Sem ekki leiða til neins nema spillingar. SAM: Er það ekki þetta sem Halldór Laxness átti við, þeg- ar hann talaði um „sósíalisma andskotans“? Jón: Jú, því við höfum tekið það versta úr báðum kerfum. Við höfum galla sósíalismans í sambandi við alræði ríkisvalds- ins og verstu annmarka kapí- talismans þar sem hæfileika- leysið ríður húsum í krafti ein- staklingsframtaks, persónu- og flokkssambanda. starfa og hljóta að hafa við- horf sinnar starfsgreinar. Það sem við eigum við að etja eru í flestum tilfellum kaupsýslu- menn, sem hafa ekkert annað en peningavitið. Jón: Þeir geta verið bráðgáfað- irir þó þeir eigi peninga. Mér leiðist heldur þessi peninga- sálflækja. Gísli: Það hefur þó tekizt með þessum litla mannafla, sem við höfum yfir að ráða, að ná viss- um undirtökum. Gylfi: En við verðum að gera okkur grein fyrir því, að kaup- sýslumennirnir sjá meiri mögu- leika á gróða með því að virkja auglýsingateiknara. Það er það sem er eitt meginatriðið í þessu máli, en ekki skilningur þeirra eða ást á listrænum vinnu- brögðum. Blómin útí kuldanum Ekki leiksoppar 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.