Samvinnan - 01.12.1973, Page 39
Þorvaldur Kristmundsson: Fjölbýlishús við Fellsmúla.
Gísli: Má ekki alveg eins segja,
að við virkjum þá? Við megum
ekki heldur gleyma því afar-
mikilvæga atriði i sambandi
við framtíðarhorfurnar, að
þegar við tölum um menntun
manna og möguleika til þroska-
vænlegrar vinnu, þá ber okkur
að stefna að því að verða ekki
hreinir leiksoþpar, og það held
ég að okkur auglýsingateikn-
urum hafi tekizt. Þið eruð
kannski þeirrar skoðunar, að
arkítektarnir hafi ekki komizt
hjá því?
Guðrún: Nei, ekki sem stétt.
Jón: Þeir verða að sætta sig við
ákveðin skilyrði, eftir bita-
stærð og þörf.
Gísli: Ég hef þá trú, að á til-
tölulega skömmum tíma mun-
um við setja okkar eigin skil-
yrði og rækja ákveðnar þjóðfé-
lagslegar skyldur, semsé þær
að vera tengiliður milli upp-
lýsingavalds eða fræðsluvalds
annarsvegar og auglýsinga-
valds og almennings hinsvegar.
Guðrún: Ég held að okkur
muni líka takast þetta eftir á-
kveðinn tíma. Hingaðtil hafa
öll þessi mál verið skipulags-
laus og í ólestri. Fólk hefur
komið heim frá námi og allt
lent í sömu myllunni, en skort
alla samhæfingu og samtök.
Jón: Gísli segir að auglýsinga-
teiknarar hafi náð miklum ár-
angri á skömmum tíma, og það
er rétt. Forsenda þess er ein-
faldlega sú, að verkkaupar
telja sig hagnast á þvi og gera
það efalaust. Þetta á sér líka
stað í sambandi við arkítektúr
meðal menningarþjóða. Þegar
eitthvert fyrirtæki er orðið
mjög öflugt eða einhver fjár-
málamaður er búinn að auðg-
ast nóg eða jafnvel á vafasam-
an hátt, einsog til dæmis í
Bandarikjunum, þá lætur hann
reisa listasafn eða leikhús til
að bera nafn sitt. Þegar Uni-
lever er búið að græða nógu
mikið, þá reisir það Lever-
Gunnlaugur Halldórsson og Bárður ísleijsson: Reykjalundur í Mosfells-
sveit.
house, sem siðan er stælt í
SAS-hótelinu í Kaupm.höfn.
Viskíframleiðendur, sápufram-
leiðendur og allskonar aðrir
auðhringar gera slíkt hið sama.
Það er talið sjálfsagt og við-
eigandi að krýna fjárgróðann
með menningarlegu framlagi,
sem haldi nafni fyrirtækisins
á loft, og þá er fenginn góður
arkítekt til að teikna þessar
stofnanir. Þetta er ekki hugs-
unarhátturinn á íslandi. Hér
er hugsunarhátturinn þessi:
„Hvaða arkítekt getur komið
þessu húsi í gegn fyrir mig með
einni aukahæð ofaná og af-
slætti á taxta?“ Spurningin hér
er, hver situr i borgarráði, lrver
situr í skipulagsnefnd, hvaða
maður getur til dæmis fengið
samþykkt hótel á óskipulögðu
svæði undir Öskjuhlíðinni?
Gylfi: Ertu að benda okkur á
Halldór Jónsson eða hvað?
Jón: Nei, rneira að segja er-
lendir listamenn lenda í klón-
um á þessu fólki, þegar þeir
ætla að fara að byggja yfir sig
á íslandi.
Hörður: Mér finnst það alveg
rétt sem Gisli var að segja. En
hinsvegar verðum við að gæta
þess, að á því er talsverður
munur að láta gera auglýsingu,
sem kostar 10 til 15 þúsund
krónur og eitthvað að auki í
framleiðslu, og að láta teikna
heilt hús, sem kostar kannski
milljónir. Ég er hér að verja
arkítektana, þvi þeir ná ekki
eins vel utanum sín verkefni
og auglýsingateiknarar.
III nauðsyn
Gísli: í bókagerð er um að ræða
upphæðir sem skipta hundr-
uðum þúsunda. Þegar ein-
hver er fenginn til að hanna
eða teikna bók, er það talinn
vera aukinn kostnaður, og þá
er spurningin hvort hann skil-
ar sér aftur. í þeim tilfellum
þar sem við höfum fengið að
fjalla um bækur, þannig að
þær hafa orðið dýrari, hefur
tekizt að láta þennan aukna
kostnað skila sér aftur ein-
hverra hluta vegna, þráttfyrir
það að við höfum haldið í
heiðri þær grundvallarreglur,
sem við viljum starfa eftir, og
ekki gerzt undirtyllur eða
leigþý eða hvað menn vilja
kalla það — þ. e. a. s. ekki far-
ið eftir því sem útgefendur
hafa helzt beðið um. Þetta er
til, og ég held það sé hægt að
komast áleiðis með einbeitni og
þrautseigju.
Stefán: Þörfin fyrir þessa
þjónustu verður að vera fyrir
hendi, og hún verður að vera
skynjuð af þeim sem völdin
hafa og peningana.
Gísli: Það er hægt að búa hana
til.
Stefán: Alveg rétt. Þar höfum
við brugðizt.
Jón: Hér er kannski líka um
að ræða illa nauðsyn. Fram-
leiðendur telja sig þurfa aug-
lýsingar, þeir þurfa menn til
að hanna bækur og teikna aug-
lýsingar. En þegar kemur að
byggingarlist, þá líta ráða-
menn svo á, að fagvinna arkí-
tekta sé illur óþarfi. Ég ætla
ráðamönnum, að minnstakosti
stjórnmálamönnum (ég vil
ekki tala um arkítekta í valda-
aðstöðu), ekki svo illt innræti,
að þeir mundu viljandi og vit-
andi vits ráðstafa þessum verð-
mætum, sem fólgin eru í skipu-
lagi og byggingu borga, á jafn-
guðlausan, kjánalegan og
kæruleysislegan hátt og raun
ber vitni, ef þeir héldu ekki í
hjarta sínu, að það sé eigin-
lega andskotans sama hvernig
þetta er gert. Þar komum við
aftur að menntakerfinu. Fólk
er ekki alið upp við arkítektúr
og því gersamlega óupplýst í
sjónmenntum. Það heldur að
allt sé í lagi, afþví það veit
ekki betur.
Hörður: Það var minnzt á ó-
kosti þessa skipulags, ókosti
kapítalismans og ókosti sósíal-
ismans, en í fagi Gísla, aug-
lýsingaþjónustunni, eru kostir
kapítalismans augljósir.
Jón: Ótvírætt í þeim skilningi,
að meira komi i kassann.
Hörður: Þetta er semsagt hið
frjálsa framtak einsog það ger-
ist bezt, og athugið það, að
þar kemur enginn stjórnmála-
maður nálægt. Það eru ein-
ungis einkaframtaksmenn.
Jón: Og þeir sjá, að varan selst
betur, þegar góðir fagmenn
standa að því að hanna hana
og auglýsa.
39