Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 40
Gísli: ÞaS er eitt í þessu sam- bandi sem vert er að hugleiða. Til skamms tima hefur sú kenning verið ríkjandi, að um- búðir skiptu engu máli, varan seldist hvort eð væri. Engu að síður hefur tekizt á tveimur til þremur árum að breyta þessu viðhorfi, og nýlega var haldin sýning i Norræna húsinu á hönnuðum umbúðum, sem vakti talsverða athygli. Það þarf semsé að nöldra og suða og ná vissri fótfestu, og ég held að við séum að ná þessari fót- festu í vissum greinum, og ég held að ein þeirra sé húsgagna- hönnun. Stefán: Þarna kemur til þessi viðskiptalega skynjun. Um leið og menn skynja að hlutur eyk- ur sölu, er öllu borgið. barnsskór sjónvarpsins Ágúst Pálsson: Neskirkja í Reykjavík. Jón: Gísli minntist á nagg og nudd. Þau mál eru orðin ófá sem arkítektar hafa borið upp í ræðu og riti. En þar sem ég er ekki fulltrúi annarra en sjálfs mín og tala því á eigin ábyrgð, vildi ég taka þetta fram: Ég hef ráðizt á mis- beitingu valdaaðstöðu i þjóð- félaginu, bent á rangar leiðir í sambandi við Fossvogshverf- ið, Breiðholtshverfið og fleiri hverfi, gagnrýnt skipulag borg- arinnar, og þannig mætti lengi telja. Hvaða árangur hefur þetta borið? Alls engan. Lítið bara á Bernhöftstorfuna. Til samanburðar vil ég svo nefna hornið á Skólavörðstíg og Laugavegi. Höfundur þessa fræga horns situr náttúrlega i skipulagsstjórn Reykjavíkur, svo honum ætti væntanlega að vera innan handar að gera það sem bezt væri í skipulagsmál- um, hefði hann hæfileika, menntun og siðgæði til, en það gerir hann alls ekki. Látum það vera. Það var hringt talsvert til mín meðan hreyfingin gegn horninu var í gangi og ég jafn- vel beðinn að skrifa i blöðin, en ég svaraði: „Ef þið ætlið að ná einhverjum árangri, lát- ið þá í guðanna bænum hvorki mig né nokkurn arkitekt annan skrifa um málið. Hafið ekki samband við Arkitektafélagið, því það verður tóm vitleysa úr því. Hér á landi þýðir ekkert að beita fagmönnum. Talið við borgarfulltrúana og segið þeim, að hér séu kjósendur sem kjósi þá ekki aftur, ef þeir láti þetta viðgangast.“ Þeir fóru að orð- um mínum. Það var ákveðinn maður í borgarstjórn, sem tók málið að sér persónulega, og þetta varð ein af þessum heil- ögu vakningum. Hæstvirtir kjósendur komu málinu í gegn, en enginn arkitekt eða arkí- tektasamtök hefðu getað það. Hörður: Vitanlega þyrftum við líka að sýna stjórnmálamönn- unum framá, að þeir verða ekki ráðamenn lengur, ef þeir taka ekki tillit til okkar. Guðrún: En þarf ekki líka að upplýsa alþjóð? Ef við tökum til dæmis íslenzka sjónvarpið, hvenær sjáum við þar nokkuð um hérlenda byggingarlist eða það sem er að gerast í bygg- ingamálum? Gylfi: Stæði það ekki næst Arkítektafélaginu að vekja slíka umræðu? Guðrún: Við erum margbúin að tala um þetta. Jón: Ég held að sjónvarpsmenn hafi ekki vitað að arkítektúr væri hluti af menningunni, fyrr en ensku þættirnir um sögu siðmenningarinnar bár- ust hingað. Annars virðast barnsskór sjónvarpsins ætla að duga því lengur en nokkur dæmi eru til annarsstaðar. Mikil málverkakaup hér Gylfi: Má ég með fáum orð- halda áfram ræðu minni um sögulega og félagslega þróun undanfarinna áratuga? Ég minntist á hernámið 1940 og straumhvörfin sem það olli. Eftir peningaflóð hernámsár- anna höldum við inní næsta þátt, sem er síldarfylliríið hérna í Hvalfirðinum og víðar með feykilegu peningaflóði. Síðan kemur svolítil lægð, en Ameríkaninn fer fljótlega af stað og við fáum yfir okkur annað stórflóð peninga. Síðan hefur látlaust verið stefnt að nógu miklu magni í öllum greinum, í síld, í loðnu, í smjöri, í kollsteypum. Við höfum á sama tíma látið undir höfuð leggjast að endurnýja fiski- skipaflotann með eðlilegum hætti, hugsað um það eitt að ná upp sem mestu magni, búa til skít úr því og selja úr landi. Og svo kemur áfallið 1967 okk- ur í opna skjöldu. En hvernig ætli það sé, hafa okkur bætzt nokkrir listaverkasafnarar í öllu þessu peningaflóði? Munið þið eftir einhverjum nýjum safnara frá þessum tíma? Hörður: Ragnar Jónsson í Smára er sá seinasti. Gísli: Já, þegar talað er um stórsafnara, en ég held að margt fólk á okkar aldri sé dæmigerðir safnarar. Það hef- ur kannski minni fjárráð en þessir eldri kapítalistar okkar. Jón: Þeir voru nú ekki allir kapitalistar gömlu safnararn- ir. SAM: Hitt má líka hafa í huga, að hér selst gífurlega mikið af málverkum ánþess lagður sé dómur á einstaka málara. Mál- verkasala íslendinga á sér enga hliðstæðu á Norðurlöndum til dæmis. Norrænir málarar eru að heita má hættir að selja nokkra mynd á málverkasýn- ingum. Gylfi: En þá megum við ekki heldur gleyma því, að norræn- ir málarar eru með starfsstyrki og allskyns aðra styrki á miklu hærra stigi en við. Það hefur algerlega verið vanrækt hér. Stefán: Myndlist er líka eina grein sjónmennta sem eitthvað er skrifað og talað um hér á landi. Það er alltaf gagnrýni um myndlistarsýningar. Gylfi: Það er þvi miður lítið skrifað um myndlist hér, nema kannski helzt í Mogganum. Hörður: Sjáið þið fcil: Þegar ómerkilegur reyfari eða revía er sett upp i Iðnó, þá kemur um hana heilsíðudómur í öllum dagblöðum Reykjavíkur. Ég hef ekki enn vitað til þess, að skrifað væri um eina einustu byggingu, sem er áhugaverð. Ég hef oft rekið mig á það, þegar verið er að segja frá skóla- eða kirkjubyggingum hér eða útá landi, þá eru taldir upp allir fagmenn í fréttum fjölmiðla, en arkítektinn varla nefndur. Jón: Ég vil taka fram, að þetta er ekki hégómaskapur, en mað- ur tekur gjarna eftir einmitt þessu sem Hörður var að segja. Það er undantekning ef arkí- tekt er nefndur. Hitt er til að teiknarinn sé ekki arkítekt, og þá er hann nefndur með nafni og kallaður arkítekt. Þessa eru mörg dæmi. Mér er þetta per- sónulega ekkert kappsmál, en afstaðan er athyglisverð. Hörður: Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því, að byggingarlistin er móðir allra annarra sjónmennta, og þegar hún er i rúst, fáum við ekki æskilegan vöxt og viðgang í aðrar sjónmenntir. Þessvegna er fyrir öllu að hér rísi góður arkítektúr og i samhengi við hann þær menntastofnanir sem tengi arkítektana við reynslu forvera sinna. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.