Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 41
Jón Haraldsson: Fell í Mosfellssveit (ófullgert aS utan).
Aðlögum við
erlendu áhrifin?
Heildarsamhengi vantar
SAM: Það var talað um það
fyrr, að viðleitni til að búa til
eitthvað séríslenzkt gæti lent
útí sérvizku og vitleysu. Nú er
það staðreynd, að yfir okkur
flæða áhrif úr öllum áttum,
eftir að ísland komst i þjóð-
braut, og þá er spurningin,
hvort við gerum eitthvað ann-
að við öll þessi erlendu áhrif
hvaðanæva en stæla og líkja
eftir erlendum fyrirmyndum,
eða hvort við aðlögum áhrifin
íslenzkum aðstæðum, þannig
að þau verði að lifandi þáttum
í íslenzkri menningu.
Hörður: Ég segi hiklaust að við
aðlögum áhrifin okkar aðstæð-
um. Við skulum taka málara
einsog Svavar Guðnason eða
Þorvald Skúlason. Þetta eru
menn sem eru fæddir á íslandi,
eru aldir upp við íslenzkt
landslag, íslenzka birtu; þeir
eru vel gefnir, eru undir áhrif-
um frá erlendri list, en þeir
líkja ekki eftir henni. Þeir eru
alvarlegir og hugsa með sjálf-
um sér: „Hvernig get ég gert
minn hlut góðan?“ Svo er það
með þá einsog stendur í Ijóð-
inu eftir Jón Óskar, að þeir
gefa vindinum verkin sín, og
svo ræður tilviljun hvar og
hvernig það lendir. Sama er
að segja um íslenzkan arkítekt-
úr. Þar er alls ekki um eftirlik-
ingar að ræða, en auðvitað eru
sterk erlend áhrif greinileg. í
auglýsingateiknun og hús-
gagnahönnun er nákvæmlega
sömu sögu að segja og sömu-
leiðis í skúlptúr. Ef við viljum
vera grimm, þá verðum við að
hafa i huga, að 200.000 manna
þjóð þessa lands er í jaðri hins
vestræna menningarsvæðis, og
það hefur aldrei gerzt að jað-
armenning einsog í þessu til-
viki hafi grundvallandi áhrif
á framvindu í heiminum. ís-
lenzkar bókmenntir, sem við
erum alltaf að gorta af, hafa
ekki haft grundvallandi áhrif
á heimsbókmenntirnar, þó þær
væru okkur mjög mikilvægar.
Hér er um að ræða ákveðið
samspil, sem við verðum að
taka tillit til. íslenzk myndlist
hefur verið sköpuð af íslend-
ingum fyrir íslendinga, en ef
við eigum að fara að setja Þor-
vald Skúlason við hliðina á
Picasso og Gunnlaug Halldórs-
son við hliðina á Corbusier, þá
lendum við í dálitlum vanda.
SAM: Þú telur þá, Hörður, að
þessi jaðarmenning okkar hafi
haft í fullu tré við hin erlendu
áhrif?
Hörður: Já, það hefur hún alla
tíð haft. Og verði hún héreftir
sem hingaðtil vökul og stolt i
jákvæðum skilningi, þá ætti
ekki að vera neinu að kvíða.
Við eigum að vera stolt af því
að við erum manneskjur hér á
þessum stað, ekki af því að við
erum íslendingar, heldur af því
að við erum á þessum stað, bú-
um í harðbýlu, rigningasömu
landi og tökum afleiðingunum
af því sem manneskjur.
Gísli: Hörður talaði um, að
arkítektúr væri móðir allra
sjónmennta. í mörgum tilfell-
um er arkitektúr rammi utan-
um svo geysilega margt. Við
þurfum að búa í húsum, og hús-
in þurfa að gegna ákveðnu
hlutverki; það þarf að vera
eitthvað inní þessum húsum,
litir, ljós og allt það. Ef þessi
rammi er ekki í lagi, er oft
erfitt að búa til hina hlutina
sem eiga að vera í rammanum.
Möguleikarnir til að búa til
þessa hluti liggja einatt í þess-
um grunnkjarna, og þá er
spurningin aftur: Er þessi
grundvöllur, sem meðal annars
felst í menntunaraðstöðu ís-
lenzkra arkitekta, fyrir hendi?
Er hægt að bæta hann? Er
hægt að efla samstarf milli
arkítekta og annarra sjón-
menntamanna? Það vantar
örugglega tengsl milli arkí-
tekta og húsgagnahönnuða. Að
mínu viti eiga þeir síðarnefndu
að búa til húsgögnin í húsið,
en ekki arkítektarnir sjálfir,
nema kannski í einstaka til-
viki. Myndlistarmennirnir eiga
að fara inní þessar byggingar
og gefa þeim líf og liti. Mér
finnst fáránlegt, þegar arkí-
tektar teikna skikkanleg hús,
að það skuli látið viðgangast
að einhverjir ótíndir karlar
útbíi þau með ljótunr skiltum.
Þessu á arkítektinn að geta
ráðið. Hann á að gefa ákveðnar
formúlur fyrir því og sjá til
þess, að unnið sé eftir ákveðnu
kerfi og leitað til þeirra
manna, sem eru sérfróðir og
sérhæfðir á hverju sviði. Um
vefnað og málverk inní ramm-
ann á að leita eftir hugmynd-
um myndlistarmanna.
SAM: Þetta virðist ekki vera
gert. Hversvegna er það ekki
gert? Hver er staða okkar nú?
Hvernig hagnýtum við erlendu
áhrifin?
Gísli: Það er dálítið sundur-
slitið, tilviljunarkennt. Það er
i einstökum, afmörkuðum ein-
ingum. Það vantar heildarsam-
hengið, en víða eru merki sem
vitna um góðan efnivið og góða
möguleika, og árangurinn gæti
orðið betri, ef kraftarnir væru
samstilltir.
Gylfi: Ef ég á að svara spurn-
ingunni um úrvinnslu okkar úr
erlendu áhrifunum, þá held ég
við stöndum okkur bærilega
þegar á heildina er litið, en ég
vil halda þvi fram, að íslenzkt
menningarlíf hafi verið i lægð
undanfarin 30 ár. Ég held að
við höfum verið búnir að koma
okkur upp tiltölulega sam-
felldri menningu fyrir stríð,
en síðan verður stórkostleg
sprenging, sem olli þessari
lægð, þannig að menningarþró-
unin hafi staðið i öfugu hlut-
falli við efnahagsþróunina.
Það mætti benda á fjölmargt
þessu til stuðnings, svosem
meðferð opinberra fjármuna í
menningarmálum. Skilyrði
ungra myndlistarmanna til að
vinna að sínum hugðarefnum
eru vægast sagt ákaflega slæm,
og lítið er gert til að hlúa að
viðleitni þeirra. Ég get nefnt
sem dæmi, að i SÚM eru 14 eða
15 myndlistarmenn, sem búa
margir yfir miklurn hæfileik-
um, en Listasafn íslands á ekki
eitt einasta verk eftir meira en
helming þessara listamanna.
Þegar litið verður yfir mynd-
listarsöguna seinnameir, mætti
segja mér að þarna yrði tals-
vert áberandi ej'ða. Eins hef-
ur mjög skort á samstöðu og
samtök listamanna i landinu á
þessu skeiði, endaþótt við eig-
um greinilega margra sameig-
inlegra hagmuna að gæta. En
ég held að einhver vakning sé
í aðsigi, og þessi umræða gæti
verið einn þátturinn í þeirri
vakningu.
SAM: Eru þessir ungu lista-
menn, sem þú talar um, Gylfi,
í tengslum við þróun íslenkr-
ar myndlistar undanfarna ára-
tugi, eða hafa þeir tileinkað
sér erlend áhrif, sem eru okk-
ur framandi og ný, í því skyni
að umskapa þau í íslenzkri
mynd?
Gylfi: Ég held að hvorttveggja
megi til sanns vegar færa.
SÚM-hópurinn er til dæmis
svo geysilega sundurleitur, að
það væri eiginlega nauðsynlegt
að gera grein fyrir vinnu-
brögðum hvers einstaklings í
honum til að gefa rétta mynd
af honum.
Hörður: Við skulum taka til
dæmis Ásgrím Jónsson og Þor-
vald Skúlason. Við fyrstu sýn
sér maður ekki mikinn skyld-
leika með þeim. Samt lærir
Þorvaldur hjá Ásgrími og um-
gengst hann alla tíð. Ef við
skoðum fyrstu myndir Þor-
valds, þá eru þær mjög líkar
myndum Ásgríms. Og þegar
41