Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 46
Skarphéðinn Jóhannsson: Menntaskólinn við Hamrahlíð (ófullgerður). kost á þessu, en þegar seinast var vitað höfðu einungis 4 eða 5 skólanefndir sýnt málinu á- huga. Það eru líka til lög um það að Listasafn íslands skuli láta gera kvikmyndir um ís- lenzka myndlistarmenn. Ég veit af eigin reynd hve mikill hörgull er á gögnum um ýmsa okkar beztu myndlistarmanna sem eru smámsaman að hverfa af vettvangi. Hugsið ykkur, hversu hvetjandi það gæti ver- ið fyrir bæði myndlistina og kvikmyndagerðarlist á íslandi, ef lögum um Listasafn íslands væri framfylgt. Hörður: Listasafninu er nátt- úrlega haldið í fjárhagssvelti einsog öðrum menningarstofn- unum í landinu. Stefán: Það virðist vera megin- auðkenni á öllu kerfinu, að sett séu lög og stofnunum ætlað að gera hitt og þetta, en síðan nægja fjárveitingar hins op- inbera kannski rétt fyrir laun- um starfsfólksins. Gylfi: Eitt finnst mér vera á- kaflega áriðandi í allri umræðu um listþróun og listmenntun, og það eru miðlarnir sem við notum til að koma listinni til fólksins. Erum við ekki með alltof viðhafnarmiklar umbúð- ir utanum það sem viljum kynna og sýna? Það var örstutt skeið, minnir mig, þegar Ragn- ar í Smára gaf út litla einfalda bæklinga um myndlistarmenn, þeir urðu víst ekki nema tveir, um Nínu Tryggvadóttur og Þor- vald Skúlason. Þetta var þörf kynning. Síðan hefur viðhafn- arhugsunarhátturinn náð slík- um tökum á þjóðinni, að við getum til dæmis ekki gefið út íslenzka myndlistarsögu, sem er mjög nauðsynleg, nema í óskaplega vandaðri og dýrri út- gáfu. Við getum ekki reist okk- ur sýningarskála fyrir myndlist nema byggja hús uppá 110- 120 milljónir króna. Hugsið ykkur, hvað íslenzkar sjón- menntir hefðu grætt á því, ef við hefðum látið okkur duga 30-40 milljón króna sýningar- sal, en legðum afganginn af upphæðinni í að rækta list- menningu í landinu. Hörður: Þetta er í rauninni sama fyrirbæri og Guðrún var að tala um í sambandi við arkí- tektúrinn. Við viljum hafa pomp og prakt, en þolum ekki látleysi og einfaldleik. Guðrún: Og svo er hitt, að við þykjumst alltaf vera að byggja fyrir framtiðina, sem kannski er afdrífaríkasta villa okkar. Hver haldið þið að þakki okk- ur eftir 50 ár fyrir þetta drasl, sem við erum að búa til nú? Það er ekki nema einstaka verk sem hefur framtíðargildi. Jón: Erum við ekki i þessum efnum háð byggingarefnum, veðráttu og öðru sliku? Aukþess verð ég að láta í ljós undrun mína yfir afstöðu arkítekta, sem ganga útfrá því sem gefnu í upphafi, að æviverk þeirra verði eitthvert „drasl“. Guðrún: Við erum alls ekki eins háð þessum hlutum og við þykjumst vera. Hversvegna í ó- sköpunum þurfum við að byggja svona vönduð og öflug hús? SAM: Þarf ekki að taka tillit til jarðskjálfta, vindhraða og annarra ytri aðstæðna? Jón: Vissulega eru ýmsar tæknilegar forsendur fyrir þessu. Annars verð ég að segja, að ég skil ekki þessa neikvæðu afstöðu til mónúmentalisma. Mónúmental bygging er yfir- leitt talin vera stór bygging, sem hefur eitthvert opinbert hlutverk. SAM: Einsog til dæmis Hall- grímskirkja. Hörður: Hér á það sama við og þegar talað er um tizkuna. Það er tvennskonar merking í orðinu. Annarsvegar eru það stórar og veglegar byggingar og hinsvegar skoplegar bygg- ingar með allskonar prjáli og útflúri. SAM: Hvað þá um Borgar- sjúkrahúsið? Jón: Það er á takmörkum að sú bygging sé mónúmental nema þá í merkingu hins mikla magns, en ekki frá sjónarmiði gæða, og þar liggur hundurinn grafinn. Okkar skilningur á byggingum er fyrst og fremst byggður á magni, stærð. í þessu efni kom ruglingurinn á stríðsárunum hjá fátækri þjóð, ef hann var þá ekki kom- inn fyrr: stór bygging hlýtur sjálfkrafa að vera glæsileg. Við lesum í blöðunum: „Glæsilegt félagsheimili opnað. Glæsilegt íþróttahús opnað.“ Glæsilegt hitt-og-þetta, hvaða bölvaður hundaskítur sem það er. Svo er beininu hent í skapandi listamenn og þeim leyft að skreyta einn vegg, svo ekki sé hægt að halda því fram að við séum áhugalausir um listir. Guðrún: Þú átt við Hótel Loft- leiðir. Jón: Þú átt kannski við rúss- neska rjómatertuarkítektúr- inn? Hörður: Já, einmitt. Það er líka mónúmentalismi. Jón: Já, en mónúmentalismi getur lika merkt bygging með reisn yfir sér. Hversvegna skyldi bygging endilega þurfa að fela i sér lágkúru? Ég vil halda því fram, að ekki sé til mónúmental bygging í Árbæj- ar- eða Breiðholtshverfi, og ekki heldur í Fossvoginum. Er þar fegurð fólgin? Jón: Guð almáttugur, einsog litunum er nú stillt saman þar. Nú veit maður dánarorsök Nínu Tryggvadóttur. Bezta dæmið er nú samt, þegar ekið er eftir Kleppsveginum. Eitt allra mesta snilldarbragð sem hér hefur átt sér stað var, þeg- ar reistur var veggur fyrir blessuð sundin. Það eru vöru- skemmur fyrir heildsala, sem auðvitaö þurfa vöruskemmur. Þessar skemmur eru glugga- lausar, svo þær gætu allt eins verið neðanjarðar. Nei, við reis- um einn helvíta mikinn vegg meðfram endilöngum Klepps- veginum, og svo er rifa á hon- um á einum einasta stað. Ef sjónvarpið þekkti sitt hlutverk ætti það að senda kvikmynda- tökumann og láta hann aka með gönguhraða meðfram veggnum og filma þessi ósköp, og svo á einum stað gera stanz og mynda glufuna þar sem sér i Viðey og sundin. Og hvernig er þessu svo bjargað við? Jú, það er fenginn listamaður til Veggskreytingar 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.