Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 50
Örn H. Bjarnason nOKKRAR HUGDCTTUR Um ICIKRITIÐ ég hana frá mér, á fjórða degi sakna ég hennar sjúkur af ást. Hvers vegna, — ég veit það ekki. 18 Gefðu upp eins lítið og hægt er. Láttu áhorfandann ráða gáturnar. — Líttu aft- ur á Tartuffe: Frá fyrstu setningu verks- ins tala leikverurnar um persónu Tartuff- es. En það er ekki fyrr en upp úr miðju verki sem Tartuffe birtist sjálfur á svið- inu. Moliére vekur forvitni áhorfandans; lætur hann biða Tartuffes og sér til þess að leikverunum beri ekki saman þegar þær lýsa Tartuffe. Áhorfandinn verður sjálfur að spá í hvers konar maður Tart- uffe er í rauninni. — Láttu áhorfandann taka þátt í sköpun leiksins og treystu í- myndunarafli hans í blindni. Bezta með- alið til að halda áhorfandanum við efnið er að leggja fyrir hann gátur og veðja á útsjónarsemi hans, þannig verður áhorf- andinn virkur. Æðsta takmark hvers leik- skálds er að gera áhorfandann virkan í leiknum, þvi aðalpersóna hvers leikrits er áhorfandinn. 19 Hlustaðu eftir tali fólks. Hvernig það mismælir sig og missir vald yfir hugsun- um sínum. Mismæla leikverur þínar sig? Hvaða mál tala þær? 20 Buster Keaton segir frá athyglisverðri staðreynd í æviminningum sínum. Faðir Busters var farandleikari og eitt af leik- atriðunum á dagskrá hans var, að hann slengdi Buster um þvert og endilangt sviðið og þóttist misþyrma honum á alla vegu. Ef Buster var grafalvarlegur og svipbrigðalaus undir barsmíðunum, velt- ust áhorfendur um af hlátri, en stykki honum bros af vör hættu áhorfendur að hlæja. Hafðu þessa niðurstöðu Busters í huga. Atburðarás sem er i andstöðu við textann, eða texti sem er þversögn við ástand núsins, býr yfir sprengikrafti. Keaton sannaði þetta bæði með leik sín- um og efni kvikmynda sinna. Leikhúsið verður að búa yfir sprengikrafti. ^ TRÉÐ Þráinn sat við skrifborðið og kom sér ekki að nokkru verki. Ýmist fiktaði hann við bréfa- klemmur eða strengdi rauða teygju milli fingra sér. í hvítmálaðri gluggakistunni var urmull af svörtum fiugum. Ein og ein var að reyna að komast út, en flestar voru dauðar eða þær lágu afvelta á bakinu og mjóir fætur þeirra fáimuðu blindandi út I rykmettaða svækjuna. Þessi dagur yrði erfiður, hugsaði Þráinn, ekki tilbreytingarsnauður eins og hinir dagar árs- ins, heldur erfiður. í gær hafði forstjórinn viljað finna hann, kallað hann inn á teþpi eins og starfsfólkið orðaði það. Það var ekki oft að hann átti erindi við Þráin. Stundum töluðust þeir ekki við mánuðum saman, hittust I mesta lagi á snyrt- ingunni og kinkuðu kolli hvor til annars I spegl- inum eða I lyftunni og hún var svo hraðgeng, að það tók því ekki að brjóta upp á samræð- um. En sem sagt I gær hafði hann fengið þessi skilaboð. Kannski er það launahækkun, hugs- aði hann, en minntist ekki á það við konuna, þegar hann kom heim I hádeginu, vildi ekki vekja hjá henni falskar vonir. Klukkan tvö stóð hann svo við dyrnar, lagaði bindið og gáði að buxnaklaufinni eins og hann var vanur, þegar mikið var í húfi. Hann bank- aði tvö létt högg. „Kom inn,“ var kallað og þegar hann opn- aði stóð forstjórinn úti við glugga og frádregin, efnismikil gluggatjöldin voru eins og rammi um mildan hnakkasvip hans. Hann sneri sér við. „Nú, eruð það þér?“ sagði hann, „fáið yður sæti.“ Þráinn gerði það, en forstjórinn byrjaði að ganga um gólf og leðurbrakið úr velhirtum, svörtum skóm hans hvarf ofan I teppið og varð þar að smá tísti. Þumalfingurna hafði hann í vestisvösunum. „Þér vitið, að við ætlum að hefja miklar fram- kvæmdir I sumar,“ sagði hann og staðnæmd- ist, „bæta stórri álmu við þetta hús hérna.“ Þráinn sat teinréttur eins og hálsinn á honum væri I gifsi. Hendurnar voru á hnjánum og hann hlustaði með öllum likamanum og fing- urnir vissu fram. „í gær var teikningin sam- þykkt," hélt forstjórinn áfram, „og það kemur I Ijós, að tréð hér útí porti þarf að fjarlægj- ast.“ Tréð, hugsaði Þráinn .... TRÉÐ að fjarlægjast? . . . Nei. . . Það gat ekki verið. Þessi eini Ijósi punktur I þvi umhverfi, sem starfsfólkinu hafði verið úthlutað. Hann ætlaði að malda I móinn, en komst ekki að. „Á morgun koma hingað nokkrir verkakallar og kranabíll," sagði forstjórinn, „og ég vildi biðja yður að hafa yfirumsjón með verkinu, sjá um að allt fari vel fram.“ . . . Átti nú að ota honum I skítverkin, hugsaði Þráinn. Upp- hátt sagði hann: „Á ekki framkvæmdadeildin að annast svona lagað?“ „O—jú, strangt til tekið,“ sagði forstjórinn, „en þér hafið tiltrú fólksins hér I þessu fyrir- tæki, og verði einhver óánægja með þessa ráðstöfun, ættuð þér að geta bælt hana nið- ur.“ Hann gekk nú yfir að skrifborðinu og studdi þar á hnapp. „Bíður nokkur?“ umlaði hann eins og ofan I bréfadraslið á borðinu. „Jú, tveir menn,“ sagði kvenmannsrödd og forstjórinn sleppti hnappnum. „Sem sagt, þá er allt klappað og klárt,“ sagði hann, „bara halda fólkinu I skefjum." Þar með lét hann á sér skilja að samtalinu væri lokið. Þráinn ætlaði að mótmæla, en hugsaði með sér að betra væri að athuga sinn gang, sofa á þessu og vita hvort nóttin færði honum ekki 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.