Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 54
þar sem hann rakti langa skrá yfir það
sem hann nefndi „ákveðin mistök“ af
hendi stjórnar Allendes. Hann minntist
á efnahagsstefnuna, en einnig á hluti
einsog þá „að verkamenn hafa lagt undir
sig verksmiðjur ánþess nokkrar forsend-
ur séu fyrir því í þjóðnýtingaráætlun-
inni“. En þau mistök, sem sennilega réðu
úrslitum um að herinn hrifsaði völdin
úr höndum Allendes, var hin víðtæka
vopnun verkalýðsins, sem Allende lét að
minnstakosti viðgangast. Þetta gróf ekki
einungis undan áhrifum og stöðu hers-
ins, en mátti túlka sem brot á stjórnar-
skránni. Enda var það gert.
Það er þarflaust að velta vöngum yfir
því nú, hvort Salvador Allende mundi
hafa virt lýðræðislegar leikreglur, ef
hann hefði haft möguleika til þess. En
meginhluti þeirrar flokkasamsteypu, sem
studdi hann, hafði megnustu fyrirlitningu
á ríkjandi „borgaralegu lýðræði" í Chile,
og vist er um það að sú fyrirlitning var
svo sannarlega ekki ástæðulaus. Stórir
hlutar borgarastéttanna hafa aðeins
stutt lýðræðið að svo miklu leyti sem það
kom þeim sjálfum að gagni.
„Rússar skilja það“
Pedro Ibánez öldungadeildarþingmað-
ur, einn af leiðtogum hins stóra og íhalds-
sama Þjóðarflokks, sagði við mig í Santi-
ago fyrr á þessu ári, að það væri mikið
sorgarefni, að „Bandaríkin væru ekki
nægilega heimsvaldasinnuð“. Lítið bara
á Rússa, sagði hann, þeir skilja það: þeir
hafa meira að segja eigin flokk í Chile
og öllum löndum heims. En það væri
allt annað með Bandaríkin: Ameríkanar
væru orðnir kveifarlegir og væru smám-
saman að missa öll áhrif. Það sem þyrfti
væri bandarísk innrás í Chile í líkingu
við innrás Rússa í Tékkóslóvakíu árið
1968, sagði hann.
Á því leikur ekki nokkur vafi, að valda-
ránið kom valdhöfunum í Washington
og afturhaldsöflunum í Chile í jafngóðar
þarfir, og það varð lýðræðislegum og
sósíalískum öflum af öllum litbrigðum
mikið áfall í álfunni. Juan Perón í Arg-
entinu kallaði það „mikla óhamingju fyr-
ir meginland Rómönsku Ameríku“. Valda-
ránið var þeim mun ógæfusamlegra sem
það var framið aðeins nokkrum mánuð-
um eftir að lýðræði í Uruguay hafði ver-
ið slátrað. Uruguay var það land Róm-
önsku Ameríku sem ásamt Chile hafði
borið fána lýðræðisins með mestum á-
gætum. í Uruguay skárust herforingjarn-
ir í leikinn og felldu í fyrsta sinn á 40
árum lýðræðislega kosna stjórn vegna
efnahagslegs öngþveitis og þess pólitíska
klofnings sem orðið hafði æ meiri á
seinni árum, ekki sízt fyrir atbeina hinna
framtakssömu og áhrifamiklu borgar-
skæruliða, Tupamaros.
Hernaðareinræði í níu ríkjum
Rómönsku Ameríku
Eftir þessi síðustu valdarán herforingja
er nú ómengað hernaðareinræði í níu af
tuttugu ríkjum Rómönsku Ameríku, þar
sem búa 151 milljón af samanlögðum 300
milljónum íbúa álfunnar. í þessum hópi
er stærsta og fjölmennasta ríki Róm-
önsku Ameríku, Brasilía, sem stjórnað er
af þjóðernissinnuðum og hægrisinnuðum
herforingjum. f sama hópi er Perú, sem
stjórnað er af þjóðernissinnuðum og
vinstrisinnuðum herforingjum, sem brut-
ust til valda árið 1968.
Blandaðar herforingja- og borgaraein-
ræðisstjórnir eru við völd i sex ríkjum
álfunnar með samtals 32 milljónir íbúa.
Þessi lönd spanna bilið milli hinnar nú-
tímalegu, sósíalísku Kúbu og hins mið-
aldalega Paraguay undir afturhaidsstjórn
Alfredos Stroessners hershöfðingja, sem
hrifsaði völdin árið 1952.
í flokki ríkja með borgaralegar, þjóð-
kjörnar stjórnir eru aðeins fimm lönd
með 116 milljónir íbúa, fjölmennust
þeirra Mexíkó, Argentína og Kólombía
(sem koma næst á eftir Brasilíu að íbúa-
fjölda). Þó má setja spurningarmerki við
Mexíkó. Stjórnarfar þar líkist raunveru-
lega einhverju í átt við einsflokks-ein-
ræði.
Sósíaldemókratískir flokkar án
raunverulegra valda
Hvaða möguleikar og horfur blasa við
hinum sósíalísku hreyfingum í álfunni?
Eiginlega sósíaldemókratiska flokka í lík-
ingu við þá sem tíðkast í Vestur-Evrópu
er fljótlegt að telja upp, einkanlega eftir
valdaránin í Chile og Uruguay. Ekki einu-
sinni í jafnþróuðu landi og Argentínu er
að finna neinn flokk sem sé í líkingu við
j afnaðarmannaflokk. Perónistaflokkurinn
er að vísu í sumum atriðum áþekkur jafn-
aðarmönnum, en innan hans rúmast bæði
hreinræktaðir afturhaldsmenn, jafnvel
fasistar, á öðrum vængnum og byltingar-
menn á hinum. Sósíaldemókratískir
flokkar eru til, löglega eða oftast ólög-
lega, í nálega öllum þessum löndum. En
þeir hafa engin raunveruleg völd og eng-
ar horfur á að leika umtalsvert hlutverk
á næstu árum.
Suður-amerísk útgáfa af sósíaldemó-
krötum með talsverð pólitísk völd eru
Kristilegu demókrataflokkarnir. Þeim má
ekki blanda saman við hina íhaldssömu
bræðraflokka í Vestur-Þýzkalandi og á
Ítalíu. Slíkur flokkur fer með völd í Ven-
ezúela undir stjórn Rafaels Calderas for-
seta.
Annar slíkur flokkur er næststærsti
flokkur í Chile. Hann komst til valda
þegar fyrirrennari Allendes, Eduardo Frei,
var forseti 1964-1970 og kom til leiðar
mikilvægum umbótum í landinu. Stefnu-
skrá forsetaefnisins 1970, Radomiros
Tomics, sem fór halloka fyrir Allende,
var í mörgum mikilvægum atriðum alveg
eins róttæk og stefnuskrá Allendes. Á
valdatíma Allendes tók þessi flokkur
höndum saman við afturhaldið til að
stöðva Allende og átti samvinnu við
herforingjastjórnina eftir valdaránið. Nú-
verandi leiðtogi flokksins, Eduardo Frei
forseti öldungadeildarinnar, verður
sennilega endurkosinn forseti landsins,
ef herforingj aklíkan efnir til nýrra kosn-
inga.
Staða kommúnista
Kommúnistaflokkurinn (sem er á
Moskvu-línunni) er ólöglegur í 14 lönd-
um, en löglegur i 6: Argentínu, Kólombíu,
Kúbu, Mexíkó, Perú, og Venezúela. Hann
er við völd í einu landi, Kúbu. Jafnvel
í Argentínu, þar sem félagatalan er 60.000,
eru áhrif hans óveruleg. Hann mun hins-
vegar halda áfram að hafa mjög mikil
áhrif í verkalýðshreyfingum í Ecuador,
Uruguay og Chile, þó hann sé bannaður
í þessum löndum.
Þegar frá eru taldar Haítí, þar sem ein-
asta nothæfa pólitíska verkfærið er vél-
byssan, og Kúba, þar sem skapsmunir
Castros eiga erfitt með að róast, hafa
kommúnistaflokkar Rómönsku Ameríku
fyrir löngu sætt sig við hina „friðsam-
legu leið til sósíalismans", sem Níkíta
Krústjov boðaði 1956. Það eru einungis til
tvö skráð dæmi um þátttöku kommún-
ista í tilraunum til að ná völdum með
54