Samvinnan - 01.12.1973, Síða 55

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 55
Lík Che Guevaras til skoðunar í Bólívíu eftir að hann var skotinn þar 1967. ofbeldi á síðustu 40 árum. Annað var í E1 Salvador 1932. Hitt var hin fræga til- raun Luis Carlos Prestes í Brasilíu 1935. (Bylting Castros á Kúbu tengdist ekki kommúnismanum fyrr en eftir valdatöku hans). Hinir byltingarsinnuðu sósíalistar hafa ekki heldur haft heppnina með sér. Kannski var mesti viðgangur þeirra fólg- inn í tveggja-flokka samstarfinu í Argen- tínu, sem að lokum ruddi Perón braut í valdastólinn að nýju. En hvort það var sigur fyrir þá sjálfa og sósíalismann, á eftir að koma á daginn. Það er jafnvill- andi að kalla Perón sósíalista einsog að kalla hann fasista. Pólitísk hugtök í Evrópu hafa tilhneigingu til að gufa upp í veruleika Rómönsku Ameriku. Er Castro kommúnisti? Er Frei kristilegur demó- krati? Sundrung sósíalista Á sjöunda áratug aldarinnar kom til Juan Bosch. skæruliðauppreisna og átaka í anda Castros í nálega öllum löndum Rómönsku Ameríku. Allar þessar hreyfingar voru ýmist brotnar á bak aftur eða einangrað- ar. Þyrnikórónan á því verki var smánar- legur ósigur og píslarvættisdauði argen- tínska Kúbumannsins Ernestos Che Guevaras í Bólivíu árið 1967. Með hliðsjón af hinum lélega árangri bæði hjá sósíalistaflokkunum, sem vilja ná völdum með friðsamlegum aðferðum („innan kerfisins“), og þeim hreyfingum sem vilja umbylta þjóðfélaginu með valdi, þarf engan að undra þó samlyndið sé í lakara lagi. Reglan er sú, að róttæku sósíalistaflokkarnir eru í upplausnará- standi. í Dóminíska lýðveldinu eru sex slíkir flokkar — allir bannaðir, að sjálf- sögðu. í Bólivíu er um að ræða Kommún- istaflokk Bólivíu á kínversku línunni (PCB/C) og Verkamannaflokk byltingar- sinnaðra Trotskisinna (POR), sem sam- anlagt hafa jafnmarga meðlimi (1500) og Nei, enn hvað þetta er dásamlegt! Gœtuð þér ekki hugsað yður að selja mér þennan tré- hlut til að hengja upp í stofunni minni? Kommúnistaflokkur Bólivíu á sovézku linunni (PBC/S). Það eru ekki til neinar „töfraformúl- ur fyrir Rómönsku Ameríku“, skrifaði Eduardo Frei fyrir tveimur árum í tíma- ritið „Foreign Affairs“, hvorki „goðsagnir né hugmyndakerfi geta komið í staðinn fyrir skynsamlega áætlanagerð eða ein- beitta áreynslu,“ sagði hann. Allende reyndi að fá verkamenn til að lina á launakröfum sínurn — „skefja- lausar launahækkanir skapa óheppilega keðjuverkun," sagði hann til dæmis við verkamennina i Chuquicamata-kopar- námunni, sem voru í verkfalli. En sem þingræðismaður varð hann einnig að fara fram á samvinnu þeirra — „alþýðan mun ævinlega örva mig til að halda fram- ávið, og alþýðan mun með réttu heimta skýringar, ef ég kynni að hika,“ sagði hann við sama tækifæri. Sósíalismi fátæktar gegn sósíalisma allsnægta Lýðræðið gerir miklar kröfur til efna- hagslegs heilbrigðis. Franski sósíalista- leiðtoginn Francois Mitterand, sem þekkti Allende, sagði eftir valdaránið: „Sósíal- ismi fátæktarinnar er alls ekki það sama og sósíalismi allsnægtanna." „Tilraunin í Chile“ hafði áður verið notuð sem rök- semd fyrir því, að sósíalistar (þarmeð taldir kommúnistar) gætu hæglega gert sér vonir um að ná völdum eftir þing- ræSisleiðum í löndum einsog Ítalíu og Frakklandi. Að sálfsögðu er vænn skammtur af sannleika í sjálfshuggunarorðum Mitt- erands. Eitt land í Rómönsku Ameríku, þar sem sósíalistaflokkur komst raunverulega til valda með friðsamlegum aðferðum, var Dóminíska lýðveldið, þar sem sósíaldemó- kratíski Byltingarflokkurinn undir for- ustu Juans Boschs hlaut 60% atkvæða í þingkosningunum 1963, sem voru fyrstu lýðræðiskosningar í sögu þjóðarinnar. Nokkrum mánuðum síðar var stjórn hans steypt af afturhaldssömum herfor- ingjum, sem voru í augljósum tengslum við bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Þegar alþýða landsins gerði uppreisn með þátttöku umbótasinnaðra herforingja tveimur árum síðar, var hún brotin á bak aftur með innrás 30.000 bandarískra landgönguliða í Santo Domingo. Tveimur árum síðar var Bosch prófess- or gestur jafnaðarmanna í Danmörku og Svíþjóð. Hann sagði furðu slegnum gest- gjöfum sínum og tilheyrendum, að hann hefði nú gefið upp vonina um, að hægt yrði að koma á lýðræði með friðsamlegri byltingu í landi sínu — og raunar öðr- um löndum Karíbahafs. Hann birti nýja stefnuskrá sína, „Einræði með stuðningi alþýöunnar", árið 1969. Síðari þróun hefur sýnt að Juan Bosch hafði rétt fyrir sér. Horfur lýðræðisins og hinna friðsamlegu lausna eru á sama plani og horfurnar í félags- og efnahags- málum — slæmar. Útlitið er ískyggilegt. Robert Kennedy öldungadeildarþingmað- ur hafði þegar slegið þessu föstu: „Það kemur ekki til mála að varðveita óbreytt ástand í Rómönsku Ameriku." 4 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.