Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 56

Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 56
Ole Skjerbæk Madsen: KOPTARNIR í EGYPTALANDI ÞOKASTTIL NÝRRAR SJÁLFSVITU N DAR Fyrir rúmu ári var í fréttum skýrt frá ofsóknum á hendur kristnum mönnum í Egyptalandi. Kiikja í Khanka, ekki langt frá Karíó, hafði verið eyðilögð vegna misklíðar milli kristinna manna og múhameðstrúarmanna á staðnum. Til svipaðra atburða kom nokkrum mánuð- um áður í bænum Banha í óshólmum Nílar. í Banha eru múhameðstrúarmenn í miklum meirihluta. í þessu greinaikorni verða dregnar fram ýmsar aðstæður, sem varpað gætu ljósi á afstöðu kirkjunnar til hins múhameðska samfélags í Egypta- landi. Gieinin byggir bæði á eigin at- hugunum, sem ég gerði meðan ég dvald- ist í Egyptalandi, og á fréttaklausum sem meðal annars hafa birzt í „Orthodox Kyrkotidning". Sömuleiðis styðst ég við samtöl við ýmsa Egypta. Einsog stendur eru um sex milljónir kopta í Egyptalandi, en samtals eru landsmenn kringum 33 milljónir. Hvers- dagslega verður ekki vart við neinn grein- armun á múhameðstrúarmönnum og kristnum mönnum. Þeir búa hlið við hlið, og oft er um að ræða gagnkvæm vin- áttutengsl, en það er ekki rætt um trú- mál. Yfirleitt vita hvorir um sig mjög lítið um trúarbrögð hinna. Undir yfir- borðinu biitist hinsvegar önnur mynd. Menningarþrýstingur Koptar geta ekki gleymt því, að þeir eru hinir raunverulegu Egyptar, og þó finna þeir tilfinnanlega fyrir hinum múhameðska menningarþrýstingi. Við það bætist, að á dögum Englendinga og Farúks konungs gegndu margir koptar ábyrgðarmiklum embættum. Eftir bylt- ingu Nassers breyttist það verulega. Mörgum koptum finnst þeir nú vera af- skiptir, þeir fái lélegustu embættin og framhjá þeim sé gengið við styrkveit- ingar. Það er semsé einkum meðal vel- menntaðra kopta sem óánægju gætir, og vafalaust er það ein af orsökum þess að margir háskólamenntaðir koptar hverfa úr landi. Fyrir utan þessi vandamál geta komið upp alvarleg vandamál hjá ungu fólki sem fellir hugi saman og hyggst ganga í hjónaband, en er hvort af sinni tiú. Að því er hjónabandslöggjöfina varðar er réttaikerfið tviskipt, og þegar stofnað er til hjónabands verður annaðhvort að fara að múhameðskum eða kristnum lög- um. Þessvegna verður annar aðilinn að skipta um trú, og í reyndinni me: kir það, að kristni aðilinn verður að ganga af trú sinni. Skilnaðarvandamálið kemur líka inní þetta samhengi. Samkvæmt kristna réttarkerfinu er hjónaskilnaður óheimill, en skipti annar aðilinn um trú — ekki endilega svo að hann taki upp múhameðstrú, heldur getur hann játast annarri kristinni kirkju — þá er farið eftir múhameðskum réttarreglum, og skilnaður er karlmanninum auðveldur. Gagnvart hinum kristna minnihluta stendur múhameðstrúin, höfuðtrú hins arabíska heims. Hún er ríkistrú Egypta og einingarband milli Arabalanda. Þeg- ar gerður var sáttmáli um samband milli Líbýu, Sýrlands og Egyptalands, kom þetta einkar greinilega fram. Ýmsir koptar létu i ljós kvíða, þegar sáttmálinn var undirritaður. Að skilningi Kaddhafís, leiðtoga Líbýu, mun vegsemd múham- eðstrúar verða endurvakin þegar hin samarabíska hugmynd verður að veru- leika á grundvelli múhameðstrúar. Sadat er einnig sannfærður múhameðstrúar- maður. Um allan hinn múhameðska heim hef- ur kirkjum verið lokað. í Norður-Afríku eru aðeins fáir kristnir menn eftir. I Tyrklandi hefur orþódoxa kirkjan ein- ungis litla prestaskólann í Níkósíu, eftir að guðfræðiháskólanum á eynni Khalkis við Istanbúl var lokað af ríkisstjórninni. Aðeins í Egyptalandi er til kirkja með lífsmagni, en lengi hefur verið klofning- ur milli kirkjudeildanna: koptar og grísk- orþódoxir hafa ekki getað komið sér sam- an um, hvort koptíski eða orþódoxi patrí- arkinn er hinn sanni arftaki Markúsar postula. Fyrrlitning á múhameðstrú Það hefur verið lítið um samræður milli kristinna manna og múhameðstrúar- manna í Egyptalandi, og í þeim efnum hefur koptíska kirkjan ekki staðið sig sérlega vel. Hinsvegar hafa grísk-orþódoxi patrí- arkinn og grísk-kaþólski söfnuðurinn (grísk-kaþólskir og grísk-orþódoxir eru tvær aðskildar og ólíkar kiikjudeildir, sem venjulega er ruglað saman í íslenzk- um kennslubókum) haldið uppi samræð- um um miðlæg guðfræðileg vandamál. Meðal kopta gætir mikillar fáfræði um múhameðstrú; það er litið niður á múhameðstrúarmanninn fyrir trú sína. „Sá maður er heimskur, sem trúir á Múhameð, hann átti nú svo margar kon- ur.“ „Múhameð var lygari, enda lærði hann lygar sínar af fráföllnum kristnum töframanni.“ Koptarnir þekkja ekki sögu múhameðs- trúar og spyrja ekki um trúarlegt inntak eða erindi hennar. Þessvegna á sér ekki stað nein trúfræðileg samræða. Afturá- móti heyrir maður gjarna heimskulegar sögur um múhameðstrúarmenn. Þó ekki sé hægt að ræða opinskátt við múhameðs- trúarmanninn um pólitisk eða trúarleg efni, er ævinlega hægt að veita árásar- hneigðum sinum útrás með meinfyndni. Hiáturinn er einasta vopn koptísku kiikj- unnar, en af fornri vegsemd hennar er nú harla lítið eftir nema grískar og ítalskar glansmyndir og brennandi rafmagns- hjarta Jesú. Af séikennum kopta hefur til þessa i rauninni aðeins verið um að ræða guðsþjónustuna, en jafnvel þar eru arabísk áhiif tekin að þoka koptískum siðum til hliðar. Hingaðtil hafa trúarhá- tíðir verið haldnar á kyrrlátan hátt, þar- eð landið er ekki kristið, en nú er þetta að breytast. Landvinningar og samtök Koptíska kirkjan er aftur að verða at- kvæðamikil í egypzku þjóðfélagi, og hún hefur látið æ meir til sín taka siðan Shenoute III varð patriarki i nóvember 1971. Gert hefur verið mikið átak i skóla- málum. Á biskupsárum sínum kom Shen- oute miklu til leiðar á vettvangi sunnu- dagaskólans. En nú er um að ræða hina piestlegu þjónustu við söfnuðinn. Kröf- ur um betri menntun presta verða æ háværari. Prestaskólinn í Kairó, þar sem patríarkinn sjálfur kennir, er talinn gott menntasetur. Ennfremur var snemma á síðasta ári reistur nýr prestaskóli í Alex- andriu, sem hefur þannig í fyrsta sinn síðan í fornöld aftur eignazt raunveru- legan háskóla. í fyrrasumar sóttu skól- ann um 150 guðfræðistúdentar. Aukþess eru haldin kvöldnámskeið. Síðasta aðgerð Shenoutes er áskorun til háskólageng- inna kopta um að láta vígja sig til prestsþjónustu í hjáverkum. Fimm slíkir menn hafa þegar verið vígðir. Kirkjan hefur ríka þörf fyrir menntaða presta, en það er ekki tóm til að bíða þess, að nægilega margir guðfræðistúdentar ljúki námi við skólann. Patríarkinn hefur einnig lagt fyrir marga munka að gegna þjónustu í borgunum. Áðurfyrr var koptíska kirkj an einangr- uð, en nú er að vakna innan hennar nýr alkirkjulegur skilningur. Þetta er mikils- vert í samskiptum hennar við múhameðs- trú. Ein meginröksemdin gegn sannleiks- gildi boðskapar kristinnar kirkju er sundrungin innan hennar, og í Kaíró eru margir dálkar i símaskránni helgaðir yfirmönnum hinna ýmsu kirkjudeilda. I þessu sambandi er mikilvæg hin alkirkju- lega bænavika í Alexandríu og Kairó á- samt viðleitninnni við að setja saman sameiginlegar kennslubækur í guðfræði fyrir evangelíska og koptíska Egypta. Meðal kirkna í Austurlöndum hefur ver- ið lagður mikilvægur grunnur að kirkju- legum samtökum eftir fund orþódoxu 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.