Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 60
Við grípum niður i byrjun tuttugustu
aldar hjá sálfræðingnum William James,
en hann lagði áherzlu á, að allur þorri
manna hefði á tilfinningunni eitthvert
„yfir-ég“, einhverja þungamiðju innan
allrar reynslu. En James var sammála
Hume um það, að ekkert slíkt ómengað
óbreytilegt „ég“ kæmi fram við sjálfs-
skoðun. í byrjun þessarar aldar var eng-
ilsaxneski hugarheimurinn búinn að
beygja sig fyrir þeirri staðreynd, að ekki
væri til nein reynanleg uppspretta hugs-
ananna og hélt áfram uppteknum til-
raunum Humes til að útskýra tilfinningu
manna fyrir sjálfi sem einskonar safn
áhrifa og hugsana af ýmsu tagi.
Kant
Þegar við hverfum úr hugmyndaheimi
brezku raunsæismannanna á vit skyn-
semisstefnumanna meginlandsins, blasa
við álíka vandræði þeirra að finna stað
sjálfinu, aðsetri og uppsprettu hugsunar
í vitundinni. Immanuel Kant deildi með
Hume þeirri skoðun, að maðurinn gæti
ekki uppgötvað neitt sjálf yfir og handan
við sina eigin sérstöku reynslu. En Kant
tekur skýrt fram, að þó svo maðurinn sé
ekki fær um að sannreyna sjálfið, þá sé
hann af skynseminni neyddur til að hugsa
það. Hann sagði sem svo, að „ég hugsa“
ætti að geta fylgt sérhverri reynslu. Kant
hélt því fram, að „ég“ í „ég hugsa“ hlyti
að vera tómt mál, sem tjáði ekki nokk-
urn skapaðan hlut. Tóm þessa „égs“ er
amiað og meira en evða, sem raunsönn
reynsla gæti fyllt. Hann áleit, að eðli
almennrar reynslu útilokði óyggjandi
sérhvern möguleika á að skynja sjálft
ego:
„Hrein huglœgni, ego, hlýtur að vera það,
sem sameinar mismunandi reynslu í rás
tímans. Þaö hlýtur að vera EI T T á mis-
munandi tímabilum. Þess vegna hlýtur það
sem huglœgni að vera frábrugðið fyrir-
bœrum, sem birtast einungis í tímanum.
Ego-reynsla krefðist því þess, að reynslan
vœri bein, án milligöngu timabundinna
fyrirbrigða. En sérhver reynsla er bundin
tíma. Þess vegna er ekki unnt að öðlast
ego-reynslu.“
í augum Kants var hverskyns undan-
tekning frá þeirri reglu, að allt væri
skynjað fyrir meðalgöngu tímaleg"a fyr-
irbrigða, bundin skilyrði um eitthvert
guðlegt innsæi, innsæi sem okkur er ein-
faldlega ekki gefið.7 Hví er okkur fyrir-
munað slíkt innsæi? Kant virðist sem
ekkert svar muni veitast við því, þar eð
okkur sé um megn að gera okkur grein
fyrir hugarástandi utan þess, sem við
hrærumst í. Ennfremur er Kant laus við
alla hégilju um, að við séum gædd nokkr-
um hæfileika til slíks innsæis, og hann
sér fram á, að innsæi í „hlutina í sjálf-
um sér“, handan framvindu þeirra í tíma
og rúmi, muni opna flóðgáttir ósannan-
legra ímvndana, sem gerðu að engu
skvnsamlega og vísindalega þekkingu.
Kant komst að þeirri niðurstöðu, að
þar sem uppspretta hugarstarfsins hlyti
að vera hugsuð, yrði aldæi unnt að
kynnast henni. Öllum hugsunum og
reynslu fylgir „ég hugsa“, en „ég“ er
Sókrates.
Platon.
hvorki hægt að reyna, þekkja né skilja.
Svo gripið sé til orðfæris Sókratesar, þá
er engin leið að „kynnast“ þekkingu.
„Vizka“ er utan seilingar mannsins.
Existensjalismi
Sartre gengur skrefi lengra. Hann vill
sýna fram á, að hugmyndin um ómengað
ego, um „ég“ í sjálfu sér, sé ekki aðeins
innantóm, heldur öldungis óþörf. „Ég“
geti verið til einungis sem fylgifiskur
annarra hugsana. Meðvituð vitund,
blönduð tilfinningu um „ég“, er ekki
„staðfærð", það er að segja hún er ekki
af neinum raunverulegum toga spunn-
in. Þvílík vitund vitundar hvílir þess
vegna á annarri vitund, staðfærðrar
ættar. Með öðrum orðum, vitund um
vitund er aukaverkun vitundarinnar um
aðra hluti.
Sartre bergmálar efasemdir Kants og
sýnist sem svo, að ef unnt væri að tala
um algjöra ómengaða vitund, sem jafn-
gilti verunni, mundi borin von um vís-
indalega flokkun huglægra fyrirbæra (þ.
e. í phenomenology, fyrirbærafræði), því
að vísindi byggjast á hæfileikanum til að
halda hlutunum í ákveðinni fjarlægð frá
sér og ákvarða hvort um sjónhverfingu
eina sé að ræða eður ei, það er að segja
hæfileikanum til að skilja á milli blekk-
ingar og þekkingar.8
í augum Sartres hlyti uppspretta hugs-
ananna, þ. e. sjálf vitundin, að tákna
ei-veru, efnisleysi, hreint ekkert. Aðeins
á þann veg gæti það verið til staðar jafnt
í allri reynslu, án þess að fara á nokkurn
hátt í bága við nokkra þeirra.9 Það er
sem sagt ekki fyrir hendi neitt sannkall-
að sjálf, ekki til neinn óbreytilegur skoð-
andi að baki reynslunnar. Að svo miklu
leyti sem sjálfið fyrirfinnst, er það ein-
ungis til í hlutlægri me’ kingu, svipað og
hönd eða skap, sem hægt er að hverfa
frá í reynslu næsta augnabliks. Stutt og
laggott: í rauninni er hvergi til nein
uppspretta hugsana.
Núverandi staða
Endanleg afstaða atkvæðamestu nú-
tímaheimspekinga á Vesturlöndum er
sem sagt sú, að engin leið sé að verða
við frumkröfu Grikkja um vizku. Skip-
unin frá Delfí „þekktu sjálfan þig!“,
vizkuleit Sókratesar og platonsku full-
yrðingarnar um að unnt sé að komast til
altækrar þekkingar, virðast ótæk við-
fangsefni. í grófum dráttum stöndum við
þá andspænis eftirfarandi íhugunar-
efnum:
1. Rökleiðslutækni Platons hefur verið
týnd um árþúsundir. Hugleiðingar
Descartes afhjúpa enga uppsprettu
meðvitaðrar hugsunar. Sjálfsskoðun
yfirhöfuð leiðir einungis í ljós hugs-
anir og tilfinningar. Hvergi bærir á
sér neitt það, er verið gæti uppspretta
meðvitaðrar hugsunar.
2. Upphaf eða athugandi meðvitaðrar
hugsunar verður óhjákvæmilega að
vera annað en athugunarefnið. Auk
þess verður það að vera utan tíma
og rúms, svo unnt sé að bera kennsl
á það í síkvikri reynslu. Þannig lendir
það handan við gjörvallt svið reynsl-
unnar.
3. Vitund eða tilfinning um „ég“ í
sjálfu sér hlýtur að vera innantóm
hugmynd, þar eð henni er ætlað að
vera í trossu með öllum öðrum hugs-
unum án minnstu árekstra.
4. Þar eð reynsla af vitund í sjálfri sér
færir saman í eitt athuganda og at-
hugunarefni, væri hún ógnun við
sérhverja tilraun til vísindalegra
vinnubragða, með því að hún hefði
kippt á brott frumskilyrðinu um skýra
aðgreiningu huglægni og hlutlægni.
Inntak þessara fjögurra atriða er í
stuttu máli, að reynsla vitundar í sjálfri
sér
1. sé ekki raunsönn,
2. sé ekki kleif,
3. hlyti að veva innantóm,
4. væri óvísindaleg.
Sé vísindunum um sköpunargáfuna
(The Science of Creative Intelligence)
ætlað það hlutverk að rannsaka vísinda-
lega mismunandi þætti reynslunnar af
upphafi vitundar, verða þau að hafa á
reiðum höndum fullnægjandi svör við
þessum fjórum athugasemdum. í fám
60