Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 64
Njörður P. Njarðvík:
Hrafnkels saga
í pólitísku Ijósi
Erindi flutt á alþjóðlegu fornsagnaþingi sem haldið var í
Reykjavík 2.-8. ágúst síðastliðinn.
Allt frá því að Sigurður Nordal sýndi
fram á það í frægri ritgerð1) að Hrafn-
kels saga stangaðist illa á við sögulegar
heimildir þrátt fyrir raunsætt yfirbragð,
þá hefur saga þessi orðið fræðimönnum
ærið umhugsunarefni. Hrafnkell goði
(hvort sem hann var Hrafnsson eða Hall-
freðarson) var ekki ótíndur maður sinn-
ar samtíðar, og vel mundu menn eftir
honum á 12tu og 13du öld. Leiða má
Landnámabók fram til vitnis um það,
enda Hrafnkell goði þar talinn meðal 39
göfugustu landnámsmanna á öllu íslandi,
en í hópi 10 göfugustu landnámsmanna í
Austfirðingafjórðungi.2) Og þegar sama
bók telur mestu höfðingja landsins á fyrri
hluta lOndu aldar, átján talsins, þá er
Hrafnkell goði þar á meðal, og eru þó
aðeins nefndir fjórir höfðingjar í Aust-
firðingafjórðungi.3) Vel má vera að nafn
Hrafnkels goða hafi geymst í minningu
kynslóðanna þótt raunveruleg vitneskja
um hann og ævi hans hafi týnst í
gleymsku. Fráleitt er því ekki að imynda
sér að einhvers konar arfsagnir hafi kom-
ist á kreik um svo göfugan og fyrirferð-
armikinn höfðingja, og að slík arfsögn
hafi orðið kveikja að sögu þeirri er við
nú tengjum nafni hans, eins og Ó"kar
Halldórsson hefur bent á.4) Slík arfsögn
þarf engu að breyta um skáldsögueðli
Hrafnkels sögu. Einhvers konar vitneskja
um mann getur orðið tilefni í skáldsögu
þar sem allar staðreyndir um manninn
hafa verið togaðar í átt til listræns til-
gangs uns fátt eitt stendur eftir, nema
ef til vill minningin um einhvern eðlis-
þátt í fari hans eða stök atvik án sam-
hengis við aðra þræði í æviferli hans
sem nú er orðinn einungis fyrirmynd
skáldsögupersónu.
Nú vitum við ekki hvað höfundur
Hrafnkels sögu eða samtimalesendur
hans hafa vitað um Hrafnkel goða þann
er nefndur er í Landnámabók, annað en
að hann var mikill höfðingi er hann var
á dögum. Hins vegar vitum við að Hrafn-
kels saga stangast á við Landnámabók í
veigamiklum atriðum. Hvernig stendur á
því? Hugsanlegt er að gera ráð fyrir
fjórum skýringum:
1) Höfundur kann ekki skil á Land-
námabók;
2) höfundur hefur aðra vitneskju um
lOndu ö'd er hann metur meir en
Landnámabók;
3) höfundur veit vel að saga hans
stangast á við sögulegar heimildir,
en hann ætlar lesendum sinum að
trúa listrænni blekkingu sögunnar;
4) höfundur lætur sögu sína rekast á
sögulegar heimildir þótt hann viti
að lesendur hans muni koma auga
á það.
Ef síðasti kosturinn er valinn, hefur það
i för með sér að höfundurinn sé að benda
lesendum sínum á, að sagan fjaili raun-
ar ekki um Hrafnkel, heldur eitthvað
annað. En hversu sem þessu er farið, þá
er víst að eitthvað meir hefur vakað fyrir
höfundi Hrafnkels sögu en rifja upp at-
burði liðins tíma. Vandinn er þá að túlka
söguna, reyna að ráða í hvað vaki fyrir
höfundi sem uppi er seint á 13du öld eða
um aldamótin 1300. Um það þarf nú varla
að deila að forsendur til að skilja Hrafn-
kels sögu verður að sækja til ritunar-
tíma sögunnar, í þann hugarheim og þær
þjóðfélagsaðstæður er réðu ríkjum um
æviskeið höfundarins. Þetta hefur þegar
verið gert, að nokkru leyti. Hermann
Pálsson hefur sem kunnugt er ritað þrjár
bækur5) um Hrafnkels sögu með hliðsjón
af 13du aldar viðhorfum, þar sem meg-
ináhersla er lögð á kristin viðhorf. Hann
telur söguna eins konar siðfræðilega
dæmisögu eða nánar tiltekið athugun á
ofmetnaði sturlungaaldar út frá siðgæðis-
hugmyndum kaþólsku kirkjunnar á mið-
öldum. í svipaðan streng hefur Davið Erl-
ingsson tekið, þar sem hann kemst svo
að orð í grein um siðfræði Hrafnkels
sögu að andstæðurnar ofmetnaður-auð-
mýkt séu grundvallaratriði til skilnings
á Hrafnkels sögu.'O
Ekki dettur mér í hug að efast um að
höfundur Hrafnkels sögu hafi verið krist-
inn, að minnsta kosti formlega séð, enda
kristni lögboðin trú landsmanna frá því
um aldamótin 1000. Allir höfundar ís-
lendingasagna hafa væntanlega verið
kristnir menn. Hins vegar er ég fjarri
því sannfærður um að Hrafnkels saga
sé rituð til að boða mönnum kristilega
auðmýkt. Ofmetnaður kemur vissulega
fram í sögunni, en þar með er ekki sagt
að viðhorf til hans sé af trúarlegum
toga eða siðfræðilegum. Hér gefst ekki
tóm i svo stuttu máli að gera þessum
atriðum rækileg skil, en ég vil þó benda á
nokkur atriði sem mæla gegn kenning-
unni um siðfræðilega dæmisögu. Þar með
er ég ekki að segja að hvergi örli á sið-
fræðilegum hugmyndum í Hrafnkels sögu,
heldur einungis að þær séu ekki grund-
völlur sögunnar og lykill að skilningi á
henni.
Lítum þá fyrst á Hrafnkel. Þykir mönn-
um trúlegt að dæmisaga sem reist er á
kristnum siðgæðisboðskap snúist um
heiðinn mann? Svo mætti að vísu vera ef
heiðinginn snerist frá villu sinnar trúar
og til kristni og siðgæðisvitund hans
breyttist að sama skapi. En ekki verður
þetta sagt um Hrafnkel Freysgoða. Það er
satt, hann er fullur ofmetnaðar framan
af sögunni, einkum og sér í lagi van-
metur hann andstæðing sinn. Af þessu
lærir hann. En hvergi get ég séð á sög-
unni að Hrafnkell Freysgoði hafi auð-
mýktarhugsjón kristindómsins að leiðar-
ljósi. Hann er hægari, gætnari og varkár-
ari. Það hefur reynslan kennt honum. En
auðmjúkur er hann aldrei. Þegar Hrafn-
kell spyr hofbrunann og dauða Freyfaxa
austur í Fijótshlið, þá kveðst hann hyggja
það hégóma að trúa á goð, og blótar
aldrei síðan.7) Um þetta farast Hermanni
Pálssyni svo orð, að í ummælum Hrafn-
kels felist sú játning að hann hafi látið
glepjast til að trúa á goðin, en áttaði sig
á villunni; að það valdi bölvi Hrafnkels
að hann hafi elsku á illum hlutum.8) Ég
held að vafasamt sé að leggja trúarlegan
skilning í þessi ummæli Hrafnkels. Miklu
fremur megi túlka orð hans svo sem hann
sé blátt áfram að láta í ljós, eða telja
sjálfum sér trú um, að þessir atburðir
skipti hann litlu, og verður nánar vikið
að þvi síðar. Loks má ekki gleyma þvi að
Hrafnkell réttir hlut sinn á ný með svip-
uðu illvirki og hann vinnur í upphafi
sögunnar. Frá kristilegu sjónarmiði hlýt-
ur að mega leggja nokkurn veginn að
jöfnu víg Einars Þorbjömssonar og víg
Eyvindar Bjarnasonar, nema ef til vill
megi kalla dráp Eyvindar verra verk.
Einar var þó varaður við því hvað af
hlytist ef hann riði Freyfaxa. En um
Eyvind er tekið fram í sögunni0) að hann
hafi dvalist erlendis meðan á deilum
Hrafnkels og Sáms stóð. Hann er því al-
saklaus drepinn. Það er því bágt að sjá
af þróunarferli Hrafnkels, að hann sé
betri maður í kristilegum skilningi í sögu-
lok en í upphafi sögunnar. Hins vegar er
hann gætnari höfðingi, og teflir ekki
völdum sínum i tvísýnu framar. Ég lít
á það sem pólitísk hyggindi fremur en
siðfræðileg.
Svipaða sögu held ég megi segja um
aðrar persónur sögunnar, að gerðum
þeirra ráði önnur sjónarmið en kristilegt
siðgæði, og skal ég nú reyna að renna
stoðum undir þá skoðun.
Ég fæ ekki betur séð en Hrafnkels saga
snúist fyrst og fremst um völd: hvernig
eigi að ná völdum, hvernig eigi að haida
völdum, hvers konar menn séu til þess
fallnir að fara með völd. Sagan segir frá
því í upphafi (en lýsir því ekki), hvernig
Hrafnkell braust til valda. Athygli vekur
að Hrafnkell er ættlaus maður í sögunni,
andstætt vitnisburði Landnámabókar.
Ekki er að sjá að Hallfreður faðir hans
hafi verið neinn höfðingi. Valdaferill
Hrafnkels er nátengdur landnáminu í
upphafi: hann finnur byggilegan en ó-
byggðan dal, nemur þar land, reisir hof,
gefur mönnum af landi sinu gegn þvi að
þeir séu hans undirmenn. Síðan þröngdi
hann undir sig mönnum úr næsta dal.
Hann tekur sér goðorð sem nær yfir
báða dalina. Nú er hann orðinn höfðingi.
Þennan feril þekkjum við annars staðar
frá, að undanskildu því er hann þröngvir
64