Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 34

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 34
102 gæti verið stórsöluverzlun, og þangað mætti svo flytja rúg í stórum stýl á sjerstökum skipum frá höfnum rúg- landanna sjálfra. Á meðan þessu líkt fyrirkomulag er eigi komið á, þá virðist mjer að kaupfjelögin ættu hægt með að sameina sig um innkaup á matvöru og ýmsum fleiri vörum í heilum skipsförmum. Með því móti ætti að fást ódýr- ari vara og ódýrari flutningur. En samvinna kaupfjelag- anna er eigi meiri en svo, að þau hafa ekki getað sam- einað sig um kolafarm, timburfarm eða saltfarm, enn sem k'omið er. Um vöruvöndun hefir eigi nægilega verið hugsað í kaupfjelögunum hingað til, þó þau hafi samt, öðrum fremur, gert nokkuð í því efni. Yfirgripsmikil samvinna í þeim efnum er óhjákvæmileg, ef nokkuð verulegt á að geta komizt í framkvæmd, sem þýðingu hafi á heims- markaðnum. Sláturhúsin eru þar fyrsta sporið. Um ull- ina hefir verið allt of lítið hugsað. Hugsanlegt virðist mjer það, að ullarvöndum yrði meiri hjá bændum, ef í hverju kauptúni, þar sem nokkuð verulegt er um ullar- útflutning væru tveir eiðsvarnir ullarmatsmenn. þeir ættu að skipta allri ull í flokka, eptir gæðum og hver flokkur að hafa sitt ákveðna aðalmerki um land allt. Þetta ætti að vekja metnað hjá bændum og í útlöndum ætti það fljótiega að vekja traust á vörunni, halda verðinu mis- felluminna og þoka því jafnframt hærra. Kostnaðinn við þetta ullarmat ætti að borga úr landssjóði. Aptur á móti mætti leggja lítilsháttar útflutningsgjald á ullina, til þess að vinna upp á móti matskostnaðinum. Hugsanlegt virðist mjer og að bændur stofnuðu sam- eignarþvottahús til ullarverkunar. Pyrfti þá sjerstakt mat á óverkaðri ull hvers eins og sjerstök aðalútflutnings- merki. Sú ull ætti að komast í hátt verð og auka álit íslenzku ullarinnar, sem er viðurkennd að vera ágæt í sjálfu sjer. Þann vitnisburð gáfu Ameríkumenn henni áður en þeir voru sviknir á henni. Heyrzt hefir að þeim

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.