Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 36

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 36
Í 04 prjónles, gætu borið sig ágætlega. Nóg er af atvinnulitlu fólki í hauptúnum, en á heimilum til sveita er fólkið svo fátt, að um heimaiðnað yrði óvíða að ræða, í þessu skyni, enda yrði þá allt ósamræmislegt, sem yrði til þess að eyðileggja verðgildi vörunnar, eins og í flestum öðr- um greinum. Viðvíkjandi útflutningi á saltkjöti, þá er það álit mitt, að þrátt fyrir sláturhúsin, þá megi enn auka álit kjöts- ins og verðmæti þess. Er þar mikið komið undir trú- mennsku við slátrun, söltun og flokkun kjötsins, en jafnframt því mætti og verka kjötið á fleiri vegu en með söltun. Vjer vitum að aðrar þjóðir borða talsvert af reyktum kjötmat og þykir mjer líklegt að framför gæti verið í því fyrir oss að koma upp reykingahúsum í sambandi við sláturhúsin og reykja þar læri og pylsur. Koma þá garnir kindanna og langar að góðum notum ... Eptir því sem að framan er tekið fram, eru það því ærið mörg atriði viðvíkjandi verziun vorri og samvinnu- fjelagsskap, er hafa þarf hugföst sem framtíðarmál, og leitast við að koma í heppilega framkvæmd hið allra fyrsta. Meðal þeirra tel eg þessi: 1. Alþingi þarf að veita ríflegan fjárstyrk til beinna skipa- ferða milli íslands og Ameríku. Einnig þarf þingið að koma á beinum skipaferðum til Þýzkalands. Kaup- fjelögin geta stutt að þessu. 2. Verzlunarfjelögin þurfa að sameina vöruinnkaup sín í því skyni, að fá þau framkvæmd sem mest í einu lagi á þeim stöðum, þar sem vörurnar fást ódýrastar og án milliiiða. 3. Landið þarf að hafa verzlunarfulltrúa og erindisreka í útlöndum, til þess að gæta hagsmuna landsmanna með tilliti til útlandaverzlunar, í einu og öllu: benda á heppilegustu sölustaði fyrir íslenzkar vörur og hvernig þær eigi að vera útbúnar; gefa leiðbeiningar um innkaup á útlendum vörum; útvega ný verzlunar-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.