Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 14

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 14
8 völdunum, þarf hver maður nú að vera þjóðhöfðingi að nokkru leyti, og ráða fram úr flóknustu fjelagsmálum og þar að auki að taka skynsamlegan þátt í heimsverzlun- inni: hafa undir sjer landið allt að stjórn og heiminn í verzlun. Menn skyldu halda, að um leið og Undirbúning- borgararnir brutu niður hið ytra form urinn nú. nauðungarsamvinnunnar, hefðu þeir reynt að búa fólkið undir hið ábyrgðarmikla starf, sem var fyrir höndum. En ekki hefur mikið verið gert að því til gagns, eins og brátt verður sýnt fram á. í öðru lagi var búizt við að ábyrgðin mundi mennta menn. Smátt og smátt kæmi hæfilegt fjelagsvit í þjóðina við samstarfið og áreynsluna. Nokkuð er hæft í því, en sú aðferð er of seinvirk og má sjá þess glögg dæmi í þeim löndum, sem lengst hafa haft fulltrúastjórn, að stjórnmálaþroski kjósenda er yfirleitt á lágu stigi. Þeir láta leiðast af því, sém blöðin hamra inn í þá, dag ept- ir dag, án þess að hugsa sjálfir, og verður þá nauðung- arsamvinna úr, sem búast má við. Hjer er aðeins rúm til að minnast lítið eitt á íslenzka fjelagsundirbúninginn. Fyrst er œfingin, eins ög áður er sagt, og ber hún litla ávexti enn. Vafasamt hvort fjelags- þroski okkar er, að öllu samtöldu, meiri en um 1870. Næst þar á eptir má telja stjórnmálablöðin. Þau minnast á mörg fjelagsmál, en ákaflega opt hlutdrægt; hvert stjórn- málablað stefnir að því, að útbreiða vissar kenningar, fá meiri hluta atkvæða og koma flokki sínum að völdum. Allt þarf því að gera til að láta eigin málstað líta sem glæsilegast út, en veikja eða ófrægja málstað andstæð- inganna. Rökleiðsla og forusta blaðanna er þvíjafnhlut- dræg og vafasöm og varnir og sóknir slunginna mála- færslumanna. Slík innlegg geta verið góð og gild fyrir þá, sem hafa þroskað vit að dómara og úrskurðarvaldi. En fyrir hugsunarlitla og óæfða menn eru einhliða grein- ar blaðanna fremur villandi en bætandi. Um opinbera

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.