Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Blaðsíða 9

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Blaðsíða 9
3 en það, að þær gátu eigi hindrað menn sína frá að bera út börn þeirra, ef feðrunum þótti svo við horfa. Á heim- ilunum miðaði samvinnan öll að því, að gera bóndanum til geðs, en um leið var fórnað yndi og ánægju allra hinna, sem urðu að vægja fyrir honum. í sveitar- og landsmálum urðu svo þessir »frjálsu« menn að lúta dutl- ungum goðavaldsins, og sjálfir goðarnir voru jafn rjett- lausir og aðrir menn, ef þá skorti mannafla og fylgi móti óvinunum. Alkunnugt er, að dómsúrslit á alþingi fóru meira eptir ríki en málavöxtum. Sama er ástandið, þó nær sje litið. Fyrir einni öld var bóndinn enn harðstjóri á heimiiinu. Hann hafði lyklavaldið; honum var laus höndin við konu og börn. Foreldrar giptu börn saman, án þess að ráð- færa sig til muna við þau. Synirnir voru jafnvel háðari en í fornöld. En þessir smáharðstjórar lutu aptur hrepp- stjóra og sýslumanni, og þeir æðri yfirvöldum, unz kom- ið var upp að hásæti einvaldskonungsins. Hann þurfti engum að standa skil gerða sinna, nemaGuði; en raun- ar var hann þó eigi frjáls heldur. í andlegum efnum höfðu klerkarnir alræðisvald yfir fólkinu og á fjármála- sviðum kaupmennirnir dönsku. þeir fluttu skemmdan varning, seldu hann með okurverði, guldu íslenzkar vör- ur eptir geðþótta, og sýndu þjóðinni alla þá særandi lít- ilsvirðing, sem ómenntuðum smásálum einum getur í hug komið. Engum getur blandazt hugur um, að þetta allt var nauðungarsamvinna. En sumum mun þykja ó- trúlegra, að svo er enn í mjög mörgum efnum. Kaup- mannaverzlun öll er af þeim toga og hún er í fullum blóma hjer enn á dögum. í einum minni háttar kaup- stað hjer eru þrír kaupmenn, sem eyða um 13,000 kr. hver, til heimilisþarfa. Halda menn að bændurnir og sjó- mennirnir, sem skapa þennan gróða, hafi svo mikið? Pví þarf ekki að svara. Gróði kaupmannanna er sá skattur, sem sundraðir og fáfróðir menn gjalda fyrir þá forustu, sem þeir eru eigi færir um sjálfir. Jafnvel í sumum kaup- 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.