Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 28

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 28
22 menn út um lönd, til að reka erindi fjeiagsmanna og vera starfsmenn þjóðarinnar. Sú eina framkvæmd mundi spara svo miliónum króna skipti á ári; mundi gefa á einu fjárhagstímabili meira fje en tuttugu borgaraskólar kostuðu landið í heila öld. Þetta er einungis ein hlið. Engu minni hagnaður mundi vera að því, að þjóðin yrði myndug á stjórnmálavisu, og að gengið væri að endurbótaverkinu við Ijós þeirrar þekkingar, sem fjelagsvísindi aldarinnar bregða yfir mein- semdirnar. Eða hafa menn hugsað sjer, hvílíkur ógrynnis auður fer nú forgörðum fyrir hirðuleysi mannanna? Á hverjum bæ sefur hetja, sem bíður í öskustónni þeirrar stundar, að sjer verði fengin í hendur vopn og verjur — vopn andans — til að berjast með fyrir þjóðina og halda uppi heiðri hennar og sóma með hverskonar dáð- um og menningu. Jónas Jónsson (frá Hriflu).

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.