Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Blaðsíða 31
25
hver hjá sjer. Síðast en ekki sízt ber að minna á sel-
stöðuverzlanirnar, þessi skilgetnu börn fornrar einokun-
ár, sem sverja sig svo greinilega í ættina, skuldaklafana,
vöruskortinn, þegar eitthvað harðnar í ári og vóðann,
sem af þessu getur stafað.
Kaupfjelögin á íslandi eru ung og standa ekki á göml-
um merg. En þau hafa, meðal annars, tekið á herðar sjer
það hlutverk, að kenna landsmönnum vöruvöndun. Sam-
vinnufjelögunum er það að þakka, að ullin, smjörið og
kjötið er orðið að þeirri vöru, sem það er. Jeg sleppi
því, í þessu sambandi, að minnast á slátrunarhallir (!)
kaupmanna, sem risið hafa upp, eptir að sláturhús sam-
vinnufjelaganna fóru að verða algeng. Samt vita menn
ekki, hvað þeir eiga að velja. Sjá menn vissulega ekki
um hvað er að velja?
Fólkið segir að ekki sje auðvaldið á íslandi. Það ætti
heldur að segja, að ekki sje auðmagninu fyrir að fara á
íslandi, því það er satt, en hitt er ósatt. Sjávarútvegur
og verzlun landsins er jnest megnis eign útlendinga
beinlínis eða óbeinlínis. Peir skamta verðið á því, sem
við kaupum og seljum, og þeir skamta illa, svo fæstir
hafa meira en til hnífs og skeiðar. í augum þessara út-
lendu »Mattadóra« er ísland góð fjeþúfa, en allt of ó-
vistlegt til að búa á því.
Menn stynja undir okinu, en ósjálfstæðið og kjark-
leysið er of mikið til þess að menn vogi að varpa því
af sjer, og hafa ekki trú á því, að þéir geti losnað við
það. Þeir þræla fyrir maurapúkana erlendu og hjegóma-
girndin blóssar upp, ef kaupmaðurinn rjettir vindil eða
staup. Einhverntíma kemur þó að því, að þjóðin vakn-
ar, sjer hvar kýlið er og ristir á því. Fyrirkomulag sel-
stöðuverzlananna er svo rotið að þær þolavarlaalmenna
ir þeirra. Þá getur fyrirkomulagið orðið afleiðingaverra en þau,
sem sterk útlend verzlun hefur bækistöðu, með góðum verzlun-
arstjóra og gömlum innlendum viðskiptasamböndum.
S. /.