Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 30

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 30
24 þarfur og dýr milliliður, stjett, sem ekkert framleiðir, en lifir á vinnu framleiðandi stjetta. Öll sanngirni mælir með því, að þeir, sem vinna, fái það rjettlátlega úti látið, sem þeir vinna fyrir. Og þetta er eitt aðalatriðið á stefnuskrá kaupfjelaganna. Pað gegnir því furðu, hve seinir menn eru að styðja þennan fjelagsskap. Með því fyrirkomulagi, sem er, fá framleiðendur eigi nema part af þeirri fjárupphæð, sem söluafurðir þeirra kosta, og neytendur verða, hins vegar, aó greiða kaupmanninum drjúgum meira fyrir nauðsynj- ar sínar, en hægt er að fá þær í góðu kaupfjelagi. Af verði blautfiskspunds, sem keypt væri á íslandi, fyrir 4— 5 aura, en selt í útlöndum fyrir 40 — 50 aura, renna 4 —5 aurar inn í bú sjómannsins, sem hættir lífi sínu og heilsu og leggur einatt á sig vökur og erviði við fiskiveiðarn- ar, en 40—50 aurar, að frá dregnu innkaupsverði, flutn- ingskostnaði og þess konar, renna í vasa kaupmannsins og milliliða hans, sem lifa »í vellystingum praktuglega«. Hví styðja menn þá ekki kaupfjelögin sjálfs sín vegna, málefnisins vegna, og vegna þjóðarinnar í heild sinni? »En hvað verzlunin okkar er að verða innlend,« segir fólkið. »Hvað kaupmönnunum fjölgar.« Pað hvílir eins- konar ytri Ijómi yfir vexti íslenzku kaupmannastjettarinn- ar. En hvað nær hann djúpt? Því miður mun hag margra íslenzku kaupmannanna vera þannig varið, að þeir eru efnalausir og skyldugir þjónar erlendra stórkaupmanna, sem lána þeim vörur. Fæstir þeirra hafa miklar líkurfyr- ir því, að verða efnalega sjálfstæðir. Og það væri blár stórkaupmaður sem ekki gerði sitt ítrasta til að hafa tangarhajd á þessum smásölum framvegis. Petta er óneitanlega rotið fyrírkomulag, en heiðarlegt að því leyti sem það er viðleitni í þá átt, að gera verzl- unina innlenda.* En þjóðrækni íslenzkra kaupmanna þekkir * Þar sem svona er ástatt, sem því miður mun of víða vera, er það villandi að kalla verzlunina innlenda. Hún er þá að eins út- bú frá erlendum auðmanni, sem ekki þekkir landsmenn nje þarf-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.