Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 25

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 25
ig fleiri og fleiri mannfjelagsráðgátur. En mest er þetta þjóð okkar hulinn leyndardómur. Menn vita varla, að neitt slíkt leiðarljós sje til. En í sumum hinum ungu löndum, t. d. Bandaríkjunum og nýlendum Englendinga, skipar nú fjelagsfræðin heiðurssess í skólum þeirra þjóða. Svo er nefnd sú grein fjelagsfræðinnar, Auðfræði. sem skýrir kaupskap allan, viðskipti, fjár- mál, bankamál og fleira. Hún er sjerstaklega hverjum manni nauðsynleg nú, vegna hinna miklu við- skipta og fjármálasambanda, sem flestir menn verða að standa í hvor við annan, nú á dögum. Nokkur vandi er á um þá fræðigrein að rithöfundum kemur þar eigi sem bezt saman. Halda sumir fram rjetti auðvaldsins og kaupbrallsins, en aðrir draga taum smælingjanna og styðja frjálsa samvinnu í hvívetna. Allir áhugasamir borg- arar þurfa að þekkja greinilega báðar hliðar málsins. En ekki er mikill vandi að finna, hvor hliðin á betur við í skólum íslenzkra alþýðumanna. Hitt er annað mál, að fyrir kaupmannaskólann, hjer sem annarstaðar, varð að miða val kennslubóka við hina hliðina. Ofmargt er hjer talið upp af nátfisgreinum Aðferðir. til þess að námið geti vel farið, með þeim kennsluaðferðum, sem nú tíðkast: að Iæri- sveinarnir læri smápjesa, því nær utan að, og kennarinn hlýði þeim yfir. Nei, hjer þarf að kenna með vinnu og rannsókn. Kennarinn er hjálparmaður: hann brýtur kjarna umræðuefnisins til mergjar, en vísar síðan lærisveinum á heimildarrit í bókasafni skólans. Úr þeim vinnur náms- maðurinn fróðleik, og gerir síðan ritgerð um, sem kenn- arinn leiðrjettir. Svo má, meira en að skaðlausu, fækka kennslustundum um helming. Bókasafnsvinna kenmr í staðinn. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði eða Vinna. bókakenningum. Hann þarf að vinna. Á vinn- unni byggist allt líf og lífsgildi. Pessu hafa 2*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.