Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Blaðsíða 23
17
ar fræðibækur og notið góðra enskra skáldrita. Rjett væri,
að enska væri ekki skyldunámsgrein, Sumir menn hafa
ekkert með hliðmál að gera, og finna það sjálfir að jafn-
aði. En til að koma hinum lærisveinunum nógu fljótt
gegnum enskuna, yrði að tala málið við þá, kenna eitt-
hvað á því, og hafa við hendina safn af Ijettum enskum
skáldsögum, handa viðvaningunum að æfa sig á.
Um hann og menntagildi hans ganga fer-
Reikningur. legar kynjasögur. Hann á að »skerpa hugs-
unina«. En ef svo er, þá kemur stærðfræð-
isvitið lítt að gagni í venjulegum fjelagsmálum. Rað er
nefnilega reynsla fengin fyrir því um allan heim, að stærð-
fræðingar eru allra manna barnalegaStir og óskýrastir í
fjelagsmálum, enda er gáfa sú opt nokkuð einförul. En
einfaldan reikning og bókfærslu er hverjum manni gott
að kunna. En meginið af þeim tíma, sem gengur í reikn-
ing nú, í stærri skólunum, er alveg gagnslaust, og væri
betur notaður til annars þarfara.
Hún er undirstaða sannrar borgaramennt-
Náttúru- unar, óg á henni byggist öll mannfjelagsvís-
fræði. indi. Ressvegna er gagnslítið að reyna að
kenna þeim mönnum fjelagsfræði, sem óvanir
eru og framandi náttúrufræðislegum hugsunarhætti. Alla
náttúrufræði má kenna verklega: sjá stjörnur, efnabreyt-
ingar og áhrif aflsins, þreifa á jarðlögum og steingerv-
ingum, jurtum og dýrum. Slík kennsla hefur þann kost,
að hún er Ijett byrjun viðvaningum, og þó hin bezta
æfing í athugun og dómgreind. Með því að taka í sam-
hengi og eðlilegri röð: efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði,
jarðfræði og líffræði, fá nemendur í einu fróðleik um hin
mestu vísindi, læra athugun og rannsókn, finna orsaka-
sambandið alstaðar í náttúrunni og skilja, með sannind-
um, framþróun lífsins, vitsins og fjelagslífsins á jörðunni.
Einmitt vegna þessara greina er hliðmál óhjákvæmilegt.
Við getum aldrei fylgzt með í hinum hraðfleyga straumi
2