Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 26

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 26
20 margir skólar gleymt nú á tímum, og draga fólk frá vinnunni í iðjuleysið. Allra hluta vegna þarf að breyta þessu, og beinasta leiðin er að innleiða vinnu í skólana, eigi minni en tvær stundir daglega, og meira fyrir þá, sem óhneigðir væru til bóknáms, en verkgefnir. Pessi vinna þyrfti - vera svo fjölbreytt, að þeir, sem hennar hefðu 'notið, væru mjög sjálfbjarga, hvar sem þeir færu. Allir ættu að læra að halda líkamanum hreinum, halda í sómasamlegu lagi fötum og herbergjum, geta veitt hjálp í viðlögum, ef slys ber að höndum, og kunna að hirða um garða og trjáreiti. Kvennfólkið þyrfti að læra rjett ýms þau verk, sem géra þarf á hverju heimili: elda mat og bera hann fram, sauma algengustu hverndagsföt á karla og kon’ ', prjóna, spinna og bæta o. s. frv. Karl- mennirnir að fara með öxi, hefil, sög, hamar og steðja; vir.na algengustu hluti úr trje og járni og steypa óbrotna húsveggi. Vel færir vinnukennarar, karlar og konur, yrðu að vera við hvern skóla. Kennsla þessi gæti mikið Ijett byggingakostnað á skólanum, haldið í horti hehsu og lífsskoðun nemendanna og verið þeim til ómetanlegs gagns síðar á ævinni. Innan skynsamlegra takmarka verða íþróttir íþróttir. að eiga sjer stað, þar sem ungt fólk á’að mannast. Pæreru fjöregg æskunnar; þær styrkja líkama og sál; þær auka kjark og þrótt. Bezt munu úti- íþróttir eiga við hjá okkur: á vetrum skíðaferðir, skauta- hlaup, knattleikir á ís og auðri jörð, en á vorin sund, róður, o. s. frv. Til að láta renna saman í eitt: bóklegu fje- Fjelags- lagsþekkinguna, sem iærist í skólunum og þá lífið. persónulegu umgengnisæfingu, sem fyr var drepið á, er fjelagslíf nemenda einkar heppi- legt. Peir mynda dálítið þjóðveldi; þeir sjá um mötu- neyti sitt (eins og nú tíðkast í sumum heimavistarskól- um); þeir sjá um að halda í röð og reglu bókasafni, vinnustofum, geymdu efni, íþróttatækjum, o. s. frv. Hver

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.