Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Blaðsíða 40
34
Flugvjel gæti gert fleira. Á vorin, þegar hákarlaskipin
leggja út, skiptir það miklu fyrir þau, að vita hvar ís er
og hvar autt er, eða með öðrum orðum: hvar þau geta
komizt á bezt mið og legið óhult fyrir ísreki.
Við strandgœzluna gæti flugvjel komið að notum,
með því að taka númer af skipum, sem veiða ólöglega
í landhelgi. Enginn togari, sem hún kæmist í færi við,
þyrfti að hugsa sjer að sleppa úr greipum hennar.
Pegar jeg var kominn til Hafnar sneri, jeg mjer því
til flugstöðvar danska hersins og fjekk þær upplýsingar,
að til alls þessa kæmi Hydroaeroplan * að góðum not-
um. Enn fremur taldi Peter Nieisen flugmaður, sem eg
átti tal við, ekki ólíklegt að flugvjelin gæti orðið að liði
við síldarveiðar norðanlands að sumrinu, með því að
leita uppi síldartorfur. Herra Nielsen gat þess ennfrem-
ur, að menn flygju ógjarnan lengra enn 100 kílómetra
undan landi, eða ekki lengra en svo, að menn sæju land;
en með því að vinda sjer 100 metra upp í loptið gætu
menn sjeð 160 kílómetra út frá sjer. Farmanvjelina sagði
hann bezta og rjeði til að fá hana, ef nokkur vjel yrði
fengin.
Jeg fjekk þessa kostnaðaráætlun:
Bezta Hydroaeroplan frá H. Farman . . kr. 30,000.00
Skýli yfir vjelina og íbúð handa flugmanni — 5,000.00
Partar úr vjelinni, til vara.................— 3,000.00
Árslaun flugmanns og vjelameistara . . — 9,000.00
Olía og benzín til ársins ...................— 3,000.00
Kr. 50,000.00
Vjelin endist ekki lengur en til 5 ára með mikilli brúk-
* Flugvjel sem, í staðin fyrir hjól, hefur undir sjer 2 litla báta;
sezt á vatn og flýgur upp af vatni.
/• D.