Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 44

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 44
38 Kr. Að handan . . . 127,411.43 6. Oúthlutaður verzlunarágóði og fjárhæðir til sjóðauka................................... 25,554.79 Samtals . . . 152,966.22 Hallgrinmr Kristinsson. * * * Athugasemdir. í Tímaritinu f. á. (bls. 1—8) er greinilega skýrt frá vexti og viðgangi þessa fjelags og ársskýrsla þess, 1912, er í sama árgangi (bls. 166). Af skýrslunni hjer að framan sjest, að vel hefur verið haldið í horfið, árið sem leið. Viðskiptaveltan hefur enn aukizt um 30 þús. kr. Auk þess, sem fjelagið lagði í hinn sameiginlega varasjóð, var hægt að skipta 12% í á- góða á viðskipti fjelag'smanna, árið sem ieið. það er Kaup- fjelag Eyfirðinga og Kaupfjelagið »Hekla«, sem haga fram- kvæmdum sínum sem næst því er almennt tíðkast meðal er- lendra kaupfjelaga. Pessi tvö fjelög eru einnig blómlegustu kaupfjelögin lijer á landi, nú sem stendur. F*au hafa, að mestu leyti, losað sig við þann hálfleik og firrur, sem enn fylgir niörgum okkar kaupfjelögum. Það er nauðsynlegt, að kaupfjelagsmenn athugi vel hvaða fyrirkomulag gefst bezt í fjelagsskapnum, nú á tímum, okkar á meðal, og kynni sjer það vel í öllum atriðum. Tímarnir breytast, og þá eigi sízt almennir verzlunarhættir. það verzl- unarfyrirkomulag sem-gat átt sæmilega vel við, fyrir 15 — 20 árum, getur verið óhagkvæmt, nú á síðustu dögum. Og þá or það hendinni næst, fyrir kauþfjelaga, að líta á innlendu reynsluna. Þegar það er gert, sýnist Tímaritinu koma í ljós: að hrein sölufjelög, eða þá hrein pöntunarfjelög beri bezt úr býtum: hafi mestan ágóða, vinsældir og fylgi. Tviskipt- ingin: pöntun og söludeild, með tvennskonar verðlagi og. vandasömu framkvæmdum, er sjáanlega að dragast aptur úr,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.