Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 80

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 80
MinningarsjóðurJakobsHálfdanarsonar. Árið 1882 var Kaupfjelag Þingeyinga stofnað. Enginn einn maður stendur nær því, að mega kallast stofnandi þess en Jakob Hálfdanarson — bóndi frá Grímsstöðum í Mývatnssveit. F’ví var það, að á fulltrúafundi Kaupfjelagsins 20. Júní 1906, var ákveðið að veita úr sjóði fjelagsins 1,000 krón- ur, er verða skyldi óeyðanlegur sjóður og nefnast: Minn- ingarsjóður Jakobs Hálfdanarsonar. Skyldi Jakob Hálf- danarson sjálfur gera skipulagsskrá sjóðsins og ákveða hvernig verja skyldi vöxtum hans. F*að gerði hann og fjekk staðfesting konungs á skipulagsskránni. Samkvæmt skipulagsskránni er umsjón sjóðsins í hönd- um þriggja martna: sýslumannsins í F’ingeyjarsýslu, al- þingismannsins í Suður-F’ingeyjarsýslu og hins þriðja manns er Jakob Hálfdanarson kýs til þess, meðan hann lifir. Vöxtum sjóðsins skal verja til verðlauna til hjúa, jafnt karla og kvenna, »er sýnt hafa frábæra umhyggju, þrifn- að og alúð við umhirðu búfjár fyrir húsbændur sína, hvort heldur vandamenn sína eða vandalausa,« ef þeir eiga heima í F'ingeyjarsýslu, vestan Jökulsár í Axarfirði. Umsóknir um verðlaun á að senda sýslumanninum í F’ingeyjarsýslu og fylgi meðmæli frá húsbændum og fjárskoðunarmönnum í hreppnum. Ummæli skoðunar- manna má taka til greina, þó engin umsókn fylgi. Verð- launin eru 5 — 25 krónur, í hvert skipti, og má veita

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.