Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 64

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 64
58 Að handan ... 28 18. Minniborg í Grímsnesi (Árness.) . — — 2 19. Úlfljótsvatn í Grafningi (Árness.) . — — 1 20. Þingvellir (Árnessýsla) .... — — 1 21. Lágafell í Mosfellssveit (Gullbr.s.) — — 1 Alls ... 33 Eptir atvikum var aðsóknin mjög góð. Vetrarvertíðin stóð yfir um sömu mundir og því varfærra af karlmönnum heima. Suma dagana var mikil rigning með útsynningi óg tíðarfarið optast óhagstætt. Snjór var nýlega leystur, vegir því illfærir og vatnaagi mikill. Þrátt fyrir þessa vondu aðstöðu voru áheyrendurnir í sveitunum um 40 til jafnaðar á hverjum stað, en í kauptúnunum töluvert fleiri. Einna flest var af bændum á fundunum, tiltölulega, en víða var margt af ungmennafjelagaliði: piltum og stúlk- um; fannst mjer áhugi á hinu sameiginlega málefni mjög góður, einnig hjá þeim flokknum. Bæði syðra og annar- staðar á landinu, bregður því of mjög fyrir, að eldra fólkið er ekki laust við að hafa horn í síðu ungmenna- i fjelaganna, þess er eigi nægilega gætt í hve nánum tengsl- um þessi unga alþýðuhreyfing getur staðið við okkar eldri samvinnufjelög, ef stuðningur og samúð eldra fólksins fylgir en ekki tóm ónot og olbogaskot. En um þetta at- riði verður má ske talað nánar í Tímaritinu, síðar meir. * * * Á Suðurlandsundirlendinu, fjallanna á milli, búa nú rúmlega 10 þúsundir manna. Ýmsir hagfróðir menn hafa haldið því fram, að þar gæti vel bjargast tíu sinnum fleira fólk, eða nokkuð fleiri menn, en allir íslendingar teljast nú á gamla landinu, þegar ræktun þessa svæðis væri komin í verulega gott horf, og samgöngur rækilegaend urbættar, svo sem járnbraut fengin frá Reykjavík austur

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.