Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 9
7
'á öflugustu heildsöluna i landinu, mestu vörubyrgin,
-skip í förum milli landa og með ströndum fram, þá
mun og fyrir löngu hafa vaknað og verið framkvæmd
krafan um, að heildsalan hafi útibú evlendis. Skrifstoía
sambandsins í Khöfn er ví3ir í þessa átt. Og ef stríðið
hefði eigi hindrað, mundi önnur skrifstofa nú vera kom-
in á stofn í Englandi og ef til vill hin þriðja í Amer-
íku. En að loknu stríðinu mun verða tekið M1 óspiltra
málanna. Vafalaust verður skrifstofunni haldið áfram
í Khöfn, eða á einhverjum öðrum stað á Korðurlönd-
mm, þó að yfirdrotnan Norðurlandaverzlunar fari vænt-
anlega þverrandi hér á landi og það mjög óðfluga úr
þessu. í Bretlandi, Þýzkalandi og Bandaríkjunum þyrfti
fljótlega sitt útibúið í hvoru landi. Og síðar, þegar
samvinnuhugsjónin hefir numið lönd í bæjunum, og
sjávarafurðir verða seldir gegnum heildsöluna, mundi
þurfa sérstaka skrifstofu á Suðurlöndum, Spáni og Ítalíu.
En aldrei má gleyma því, að þessar stöðvar eru
útíbú, en höfuðstaður landsins aðalheimJcynni samvinn-
unnar. Þar kæmi sambandsþingið saman á hverju ári,
þar hefði meiri hluti sambandsstjórnar bækistöðu sína,
þar ætti framkvæmdarstjórinn heima, og þar væru ráðin
öll þau ráð, sem undirmenn sambandsstjórnar kæmu í
framkvæmd hér heima eða úti í fjarlægum löndum.
En samvinnuhreyflngin þarf fleira heldur en skip,
vörur, vörubyrgi og skrifstofur. Hún þarf líka heppi-
■lega og vel œfða starfsmenn. Ef til vill er, eins og nú
stendur á, einna mest nauðsyn á því, fyrir samvinnu-
.félögin, að ala sér upp marga dugandi starfsmenn. Án
;þess geta þau lítið. Með þeim geta þau alt. Hingað
til hafa samvinnufélögin nær því eingöngu orðið að
beita fyrir sig þeim mönnum, sem að eðlisfari voru
evo áhugasamir, að þeim héldu engin bönd. Þeir ment-
uðu sig sjálfir með bóklestri, eða í samvinnuskólum er-
•lendis, án þess að eiga islenzka þjóðfélaginu nokkuð
nð þakka í þeim efnum. Að vísu eru þessir menn dýr-