Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 10
8
mætastir fyrir hreyíinguna. En þeir eru að eins of'
fáir, svo fáir, að ekki er nokkur leið að hafa valinn
mann í hverju rúmi í öllum kauptúnum landsins, ef
ekki er úr stærri hóp að velja, en nú er orðið. Hér
skal ekki farið frekar út i þetta atriði, af því að um
það er sérstök grein í þessu hefti, en að eins bent á
það, að í allri samvinnuviðreisninni eru tveir aðal-
þættir, sem alt annað er undir komið. Það eru heild-
salan og samvinnusJcólinn. Það eru tvö nauðsynlegustu.
vopnin, sem samvinnumenn þurfa að afla sér.
Eina varúðarráðstöfun, sem mikið gagn mun verða
að, hefir sambandsstjórnin verið að undirbúa nú um
langt skeið. Það er að hafa fastan endurslcoðanda, sem
ferðast milli allra sambandsfélaganna, kemur á sam-
ræmi í bókfærslunni, fer í gegnum allar höfuðbækur
einu sinni á ári, og gefur síðan skýrslu um hag félags-
ins. Fyrir heildsöluna skiftir afarmiklu máli, að vita
nákvæmlega um fjárhagsástæður og stjórn í hverju fé-
lagi. Og með aðstoð endurskoðandans ætti það að
verða íremur auðvelt. Hrun samvinnufélaga hefir
stundum stafað af þekkingarleysi forkólfanna, en stund-
um af eigingirni þeirra. En í langflestum tilfellum
hefði mátt fyrirbyggja slys, ef slík félög hefðu verið
undir nákvæmu eftirliti sérfræðings, sem fljótur var
að sjá veilurnar. Farand-endurskoðandinn ætti að geta
fyrirbygt slík slys í framtíðinni, og það þvi fremur, sem
væntanlega verður um fleiri menn að velja til vanda-
verkanna, heldur en verið hefir, og hættan þess vegna
minni. Yfirleitt mun endurskoðunin verða til að vekja
traust almennings á félögunum, og á liinn bóginn hjálpa
sambandsstjórn og framkvæmdarstjóra til að þekkja út
í yztu æsar innri og ytri ástæður félaganna.
Nú hefir verið lýst í aðaldráttunum því heildar-
fyrirkomulagi, sem samvinnnhreyfingin stefnir að. Að
vísu má segja, að ekkert sambandsþing eða önnur full-
trúasamkoma hafl samþykt að þessar og ekki aðrar