Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 12
10
Fylgi blaðanna við kaupmenn heflr orðið þeirra stétt
til eflingar á tvennan hátt. Auglýsingarnar hafa dregið
verzlunina í hendur kaupmanna, en kostnaðurinn við
auglýsinguna legst á viðskiftamennina. En verra er
þó hitt, að blöð, sem hanga á hor-riminni og lifa aðal-
lega vegna auglýsinga frá kaupmönnum, þora el:ki að
beita sér móti þeim, sem hafa líf blaðsins í hendi sér.
Blöðin verða því ámóta ósjálfstæð gagnvart kaupmönn-
um, eins og sagt er að sumir fríkirkjuprestarnir í Ame-
ríku séu, gagnvart þeim [mönnumlí söfnuðinum, sem
mest leggja af mörkum til kirkjulegra þarfa. Kenning
.prestanna þarf að vera sniðin eftir geðþótta þessara
manna, ef liðugt á að ganga með fjárframlögin. A
sama hátt deki’a íslenzku blöðin við kaupmannastétt-
ina, geta nákvæmlega um allar ferðir slíkra manna á sjó
eða landi, eins og væri þeir konungar, og vanrækja ger-
samlega að vernda hagsmuni almennings gagnvart
þeim. Hvenær sem að þvi kemur að samvinnumenn
stofna blað eða blöð, er það siferðisleg skylda dug-
mestu félaganna að styðja þau árlega með nokkrum
fjárframlögum, svo að þau geti kept við kaupmanna-
blöðin og eigi staðið lakar að vígi fjárhagslega.
Hér hefir verið reynt að benda á einföldustu höfuð-
flrætti i framtíðarskipulagi samvinnumanna eins og það
horfir nú við. Takmarkið er að ná sem allra mestu af
■verzlunarveltu landsins í hendur samvinnufélaga, til að
spara óþarft milliliðagjald og efla efnahag almennings.
Úrræðin þau að hafa eitt kaupfélag i hverju eðlilegu
verzlunarumdæmi á landinu. Öll þau félög myndi alls-
herjarsamband og samvinnuheildsölu í Reykjavík með
hæfílega mörgum skrifstofum erlendis. Miðstjórn sam-
bandsins er hin sama og stjórn heildsölunnar. Aðal-
fundur eða sambandsþing árlega haldið í Rvik. Þar
koma saman helstu áhugamenn hreyfingarinnar alstaðar
að af landinu. Samvinnuskóli í Rvík, styrktur af lands-
íé eigi minna en verzlunarskólinn, sem er eingöngu