Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 25
23
•ölán, að félög þeirra hafa verið gerð að félagshyggju-
klíkum og að þeir hafa sjálfir í fákunnáttu sinni að-
hylst kenningu Marx. Með þessu hafa þeir gert sig og
'félagsskap sinn að andskotum þjóðfélagsins. Með því
vinna þeir ekki neitt, en sem fjandmenn þjóðfélagsins
hafa þeir borið fyrir borð sérhvern rétt til styrks frá
ríkinu. Með fjandskap sinum gegn öðrum stéttum hafa
þeir fyrirgert samhygð og styrks frá þeirra hálfu. —
Baráttan gegn öðrum stéttum er ástæðulaus. Þótt laun
verkamanna hækkuðu, er alls ekki víst, að sú viðbót
■yrði tekin af gróða vinnuveitendans. Ef launahækk-
unin yrði til þess að bæta léleg lifskjör, eru miklar
llikur til, að launahækkunin geti orðið gróði einnig fyrir
vinnuveitandann í framtíðinni, ef atvinnureksturinn
.getur þolað hækkunina í bili. Vinnuveitandinn fær
ilaunahækkunina aftur í meiri og betri vinnu, færri for-
föllum og færri veikindadögum meðal verkafólksins.
•Og oft getur vinnuveitandinn bætt sér tapið strax með
því að innleiða vélar og fullkomnari rekstursaðferð.
■Góðii' menn meta einnig velferð þjóðfélagsins meira en
stundarhagnað sinn. Það er heldur ekki víst, að vinnu-
'veitendur hafi óhag af að stytta vinnutímann. Eins og
.kunnugt er, er afkast vinnunnar ekki í réttu hlutfalli
við vinnutimann. Það er því nokkurn veginn víst, að
það gæti unnist fult eins mikið á skemri tíma, ef fólkið
ynni kappsamlegar. Fjandskapur gegn efnaða fólkinu
og auknum auð, auðvaldinu svokallaða, er heldur ekki
réttmættur út frá því sjónarmiði, að auðurinn féfletti
verkafólkið. Vinnulaunin ákveðast á vinnumarkaðin-
um, og eins og það hefir lækkandi áhrif á vinnulaunin,
að mikið útboð sé af vinnu, eins hefir það hækkandi
áhrif á vinnulaunin, að mikill auður spyrji eftir vinnu,
enda þótt erfitt sé að reikna slíka hækkun út vegna
þess, að auður getur einnig að nokkru leyti komið í
Ætað vinnu.
Þannig eru hagsmunir verkamanna og annara