Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 26
24
stétta, ekki að minsta kosti í mikilsvarðandi atriðum,.
andstæðir. Sérstaklega er það ósamrýmanlegt við hags-
muni þjóðfélagsins, að nokkur flokkur manna lifi í ör-
byi'gð og nái ekki að öllu leyti að neyta andlegra og
líkamlegra hæfileika sinna. Litum við sérstaklega á
íslenzku þjóðina, þá er hún svo lítil, að hún má hvorki
við því, að nokkur hluti af henni sé sofinn eða vanfær
til starfa. Ekkert ætti því að vera auðveldara en að
fá samhygð og stuðning þjóðfélagsins til að bæta hag
verkamanna. En skilyrði fyrir því, að verkamannafé-
lögin geti fengið þannig lagaða hjálp líkt og fiskifélög
og búnaðarfélög er, að verkamannafélögin séu hvorki
pólitísk félög né þjóðfjandlegar klíkur. Undir eins og
verkamenn mynda sérstakan stjórnmálaflokk, einskorð-
aðan stéttabaráttuflokk, mundu aðrir þingflokkar setja
sig í sameiningu upp á móti því, að slíkur flokkur yrði
efldur af lands fé, slíkt væri og í alla staði réttmætt,
af því það getur aldrei orðið ætluuarverk ríkisvalda að-
styðja einhvern flokk manna vegna þess, að liann er
sérstök stétt, lieldur vegna þess, að hann er borgari
þjóðfélagsins, sem þarf að fá lijálparhönd. Verka-
mannaflokkur gæti heldur ekki fyrst um sinn orðið
nema fámennur. Verkamenn gætu eflaust haft meiri
áhrif á stjórnmálin sér i hag með því að styðja að-
kosningu verkamannavina og verkamanna á þing og
láta. þingmenn og þingflokka ganga á eftir sér líkt og.
Tempiarar hafa gert.
Verkamannafélög erlendis gætu þannið orðið okkur
íslendingum miklu fremur til varnaðar en eftirbreytni.
Aðalstarf verkamannafélaganna .erlendis auk þess að
vera í reynd pólitískar félagshyggjuklikur, er það að
koma eiuokun á vinnuna. Verkamenn taka sig saman
um að vinna ekki fyrir minna en eitthvað ákveðið'
kaup, og vinnuveitendur vilja ekki ganga að því, þá
er gert verkfall. Verkamenn fá liæglega kröfum sín-
um framgengt og verkföllin eru auðunnin í fyrstu með-